Innlent

Sextán teknir án ökuréttinda

Sextán réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og þrír höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í hópi þeirra síðarnefndu var 15 ára piltur sem var stöðvaður við akstur í Laugardal aðfaranótt laugardags en sá tók heimilisbílinn traustataki og fór á rúntinn. Drengurinn gerðist einnig sekur um brot á útivistarreglum.

Þá voru fimmtán ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta voru stöðvaðir á laugardag, fimm á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Ellefu voru teknir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði. Þetta voru ellefu karlar á aldrinum 19 til 68 ára og fjórar konur 17 til 46 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×