Innlent

Hjúkrunarfræðingar taka undir kröfur ljósmæðra

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér ályktun vegna kjaradeilu ljósmæðra þar sem tekið er undir kröfur þeirra um aukið verðmat á háskólanámi.

„Stjórn Fíh minnir á fyrirheit þau sem sett voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti þar sem segir m.a.: „Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta", segir einnig í ályktuninni.

Nú stendur yfir fundur samninganefndar ríkisins og ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara. Þetta er fyrsti fundur deilenda frá því í byrjun mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×