Innlent

Vinir Tíbets heiðruðu viðskiptaráðherra

Björgvin G. Sigurðsson er að hugsa um að skella sér til Tíbets.
Björgvin G. Sigurðsson er að hugsa um að skella sér til Tíbets.
Samtökin Vinir Tíbets heiðruðu Björgvin G. Sigurðsson á hátíðarsamkomunni „Raddir fyrir Tíbet" sem haldin var í gær. „Ég var þarna alveg af sérstöku tilefni. Það var verið að veita mér einhverskonar viðurkenningu fyrir að hafa tekið málefni Tíbeta upp í heimsókn til Kína í vor," segir Björgvin í samtali við Vísi.

Á samkomunni í gær komu meðal annars KK, Svavar Knútur, Páll Óskar & Monica fram. Auk þess héldu þrír framsögumenn stutt erindi um Tíbet. Samkoman í gær var haldin til styrktar flóttamannamiðstöðvar í Dharamasala sem flýja Tíbet ár hvert, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Vina Tíbeta.

Viðskiptaráðherra segir að í heimsókn sinni til Kína hafi hann fengið boð um að heimsækja Tíbet. Hann sé að íhuga að taka tilboðinu en eigi eftir að fara betur yfir málið með utanríkisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×