Fleiri fréttir

,,Það lekur inn í herbergi dóttur minnar"

Guðrún Margrét Steinarsdóttir, íbúi í Þorlákshöfn, gagnrýnir vinnubrögð Viðlagatryggingar Íslands í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi í maí. Hún segir að Þorlákshöfn hafi orðið út undan í kjölfar skjálftanna og meiri áhersla sé lögð á að meta byggingar í Hveragerði og Árborgarsvæðinu.

Dr. Sigurbjörn Einarsson er látinn

Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn. Hann lést í morgun, 97 ára að aldri. Sigurbjörn gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981. Núverandi biskup, Karl, er sonur Sigurbjörns. Tilkynning frá Biskupsstofu fer hér á eftir:

Innbrot, eldur og fullar fangageymslur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú innbrotsþjófa sem brutust inn á að minnsta kosti þremur stöðum í nótt og stálu verðmætum. Þeir brutust inn i Bónusvídeó við Lækjargötu í Hafnarfirði, Hlöllabáta í Kópavogi og KFC kjúklingastað

Landsliðið fær fálkaorðuna

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var í kvöld veitt heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld.

Um fimmtíu þúsund fögnuðu með landsliðinu

Eftir nærri sólarhringsferðalag frá Peking lentu Strákarnir okkar á Ísa-landinu góða nú síðdegis. Slegið var upp þjóðhátíð af því tilefni og safnaðist ótrúlegur fjöldi manna í miðbænum til að fagna með landsliðinu. Hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig og samkvæmt tölum frá lögreglu voru um fimmtíu þúsund manns viðstaddir þessa mögnuðustu móttöku í sögu landsins frá því að handritin komu heim.

Bíl ekið á ljósastaur

Bíl var ekið á staur á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Silfursjóður stofnaður til heiðurs landsliðinu

Stofnaður hefur verið sérstakur Silfursjóð fyrir reykvísk börn til heiðurs íslenska landsliðinu í handbolta fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta kom fram í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, í móttöku sem haldin var á Kjarvalsstöðum í dag.

Þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahagsmála. Í ályktun miðstjórnar sem samþykkt var í dag er bent á að Verðbólgan mælist nú 14,5% og hefur ekki verið hærri í tæpa tvo áratugi, vextir séu hærri en heimili og atvinnulíf fá staðið undir og búast má við að atvinnuleysi aukist með haustinu. Kaupmáttur launa dregst hratt saman og skuldsettar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum vanda.

Landsliðið komið aftur heim

Flugvél með íslenska handknattleikslandsliðið lenti rétt fyrir klukkan fimm síðdegis á Reykjavíkurflugvelli þar sem tekið var á móti þeim sem þjóðhetjum. Þaðan var för landsliðsins heitið í móttöku á Kjarvalsstöðum og svo á Skólavörðuholtið.

Palestínumennirnir koma fyrir miðjan september til Akraness

Undirbúningur er nú á lokastigi fyrir komu hinna 29 palestínsku flóttamanna til Akranesskaupstaðar. Ekki er komin nákvæm dagsetning fyrir komu þeirra en verður það í allra síðasta lagi um miðjan september að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur verkefnastjóri vegna komu flóttamannanna.

Pólverjarnir í Keilufellsmáli neituðu sök

Pólverjarnir fjórir sem ákærðir eru fyrir húsbrot og sérstaklega hættulega líkamsárás í Keilufelli þann 22. mars síðastliðinn neituðu allir sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómir Reykjavíkur í dag.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu um síbrotagæslu

Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á við Héraðsdóm Suðurlands að dæma mann í síbrotagæslu vegna tíðra afbrota. Dómurinn hafnaði þeirri beiðni í gær. Fyrir nokkru stöðvaði lögreglan mann grunaðan um að aka undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili mannsins þar sem fundust um 30 grömm af fíkniefnum. Seinna fannst einnig lítilræði af fíkniefnum við aðra húsleit á heimili annars manns í bænum.

Vill ekki sýna fram á endurgreiðslu til Hauks

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst ekki verða við beiðni Vísis um að framvísa rafrænni kvittun sem sýni endurgreiðslu hans til Hauks Leósonar vegna veiðiferðar í Miðfjarðará í ágúst á seinasta ári.

Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn

Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök.

Mótmælandi ákærður fyrir árás á lögreglumann

Ríkissaksóknari mun ákæra Ágúst Fylkisson fyrir árás á lögregluþjón í starfi. Málið gegn honum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag í næstu viku, samkvæmt dagskrá.

Vantar herslumuninn í gróðurhús á Litla-Hraun

„Þetta er alveg að takast,“ sagði Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sem enn stendur í ströngu við að safna fé fyrir gróðurhúsi handa föngum á Litla-Hrauni. Auður segir tæpa hálfa milljón hafa safnast en hún setji stefnuna ótrauð á 750.000 krónur.

Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn

Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu.

ASÍ vonsvikið með hækkanir hjá fyrirtækjum hins opinbera

Alþýðsamband Íslands er vonsvikið með þær hækkanir hjá opinberum aðilum sem fram koma í nýjustu tölum Hagstofunnar. Vonast hafði verið til að opinber fyrirtæki héldu að sér höndum við verðlagshækkanir en fyrirtæki á borð við Póstinn og Ríkisútvarpið hafa hækkað verðskrár sínar sem skilar sér í hækkun vísitölu neysluverðs.

Fundu um 200 grömm af fíkniefnum

Tæplega 200 grömm af fíkniefnum fundust við húsleit á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Talið er að megnið sé kókaín, en einnig nokkuð af amfetamíni. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins.

Ölvaður og réttindalaus á dráttarvél

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra ákæra á hendur rúmlega þrítugum karlmanni sem gefið er að sök að hafa ekið dráttarvél ökuréttindalaus og undir áfengisáhrifum sem námu 2,14 prómillum eftir vegi við Daufá í Skagafirði áleiðis að Saurbæ uns lögregla stöðvaði akstur hans.

Hernaðarandstæðingar fagna vopnalausum friðagæsluliðum

Samtök hernaðarandstæðinga fagna ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að íslenskir friðagæsluliðar munu eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Samtökin lýsa hins vegar yfir vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningi Icelandair Cargo til Georgíu.

Slökkviliðið kallað að Mosarima

Slökkvilið fékk tilkynningu um reyk í íbúð í Mosarima um tíuleytið í morgun. Ákveðið var að senda tvo dælubíla og sjúkrabíla á staðinn. Þegar þangað var komið varð ljóst að pottur hafði gleymst. Töluverður reykur var í íbúðinni og var hún reykræst.

Makríll veiðist sem aldrei fyrr

Makrílafli íslensku síldveiðiskipanna er kominn í um það bil hundrað þúsund tonn í sumar, en var 36 þúsund tonn í fyrra, sem var metafli til þess tíma.

Erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Kjarafundur ljósmæðra með samningamönnum ríkisins, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara í gærmorgun, stóð fram undir miðnætti og var þá frestað fram á sunnudag.

Landsliðið lendir á Reykjavíkurflugvelli

Þota Icelandair, sem mun flytja íslenska handboltaliðið til landsins, á að lenda á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf fimm í dag. Fyrst mun hún þó lenda á Keflavíkurflugvelli þar sem aðrir farþegar fara úr.

Kjarafundi ljósmæðra lauk án samkomulags

Maraþonfundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk upp úr klukkan níu í kvöld. Fundur hafði þá staðið yfir frá klukkan tíu í morgun en honum lauk án nokkurs samkomulags.

Guðni viðurkennir að hafa umorðað ræðu sína

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis.

Frítt í strætó fyrir fögnuðinn á morgun

Strætó bs hefur ákveðið að bjóða frítt í allar ferðir strætó á morgun frá klukkan 15 og þar til akstri lýkur um miðnætti í tilefni fagnaðarfunda handboltalandsliðsins og íslensku þjóðarinnar. Búist er við miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur vegna heimkomuhátíðar silfurverðlaunahafanna frá Ólympíuleikunum og vill Strætó með þessu leggja sitt af mörkum til að einfalda almenningi að taka þátt í hátíðarhöldunum og draga jafnframt úr umferð einkabíla fyrir og eftir skipulagða dagskrá.

Toppa fagnaðarlætin á morgun 17. júní?

Búist er við álíka fjölda fólks í miðborg Reykjavíkur þegar Ólympíufararnir verða hylltir og á 17. júní. Brýnt er fyrir fólki að nota almenningssamgöngur og leggja bílum sínum í útjaðri miðborgarinnar.

Björn fundaði með innanríkisráðherra Þýskalands

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ræddi við Dr. Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, á þriggja tíma fundi í Berlín í dag. Ráðherrarnir ræddu Schengen-samstarfið og þróun þess.

Íslendingum fjölgar ört

Mannfjöldi á Íslandi var 319.355 manns þann 1. júlí síðastliðinn. Hefur Íslendingum fjölgað um 1,9% frá áramótum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar æfa næturflug

Nú þegar skyggja tekur eru kvöld- og næturæfingar áhafna þyrla Landhelgisgæslunnar hafnar. Um er að ræða æfingar í næturflugi með og án nætursjónauka.

Ásgerður Jóna vonar að lausn finnist á húsnæðismálunum

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, fagnar því að borgayfirvöld ætli sér að vinna að lausn á þeim rekstrarvanda sem samtökin búa við en þau hafa ekki getað greitt húsaleigu til borgarinnar sökum fjárskorts. Hún segist þó ætla að bíða og sjá til hvaða aðgerða verði gripið því hún hafi leitað eftir styrkjum frá borginni í nokkur ár án árangurs.

Erfið staða á frístundaheimilum

,,Þetta er erfið staða og staða sem við höfum þurft að takast á við á hverju ári. Mjög mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu og það hefur aldrei tekist að eyða þessum biðlistum," segir Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, en bendir á að seinustu misseri hafi gengið betur en undanfarin ár að ráða starfsfólk á frístundaheimilin.

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.

Sjá næstu 50 fréttir