Innlent

Kjarafundi ljósmæðra lauk án samkomulags

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Maraþonfundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk upp úr klukkan níu í kvöld. Fundur hafði þá staðið yfir frá klukkan tíu í morgun en honum lauk án nokkurs samkomulags.

„Við erum að skoða hugmyndir en lentum ekki og þurfum þess vegna meiri tíma," sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, eftir fundinni.

Hún segist þó alltaf finna fyrir meiri bjartsýni meðan aðilar eru í það minnsta að tala saman.

Boðað hefur verið til nýs fundar á sunnudag en að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir 4. september næstkomandi. Guðlaug segir að allt kapp verði lagt á að ná fram niðurstöðu áður en til aðgerða kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×