Innlent

Sauðfjárbændur telja vaxtalækkun einkar brýna

Sauðfjárbændur kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum svo að hægt verði að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot. Þeir segja vaxtalækkun afar brýna.

Norðlenska, sem er í eigu bænda á Norður- og Austurlandi birti fyrst afurðaverð sitt til sauðfjárbænda í haust. Á mannamáli þýðir afurðaverð hve margar krónur bændur fá fyrir lömbin sín. Norðlenska býður 15% hækkun síðan í fyrra en það er allt of lítið, segja sauðfjárbændur, vegna þess mikla kostnaðarauka sem orðið hefur í greininni. Þar má einkum nefna stórhækkun á áburðarverði sem og fóðurhækkanir.

Formaður félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð segir stöðuna afleita og hann kallar eftir aðgerðum frá stjórnvöldum.

Formaður Bændasamtaka Íslands hefur sagt að verðlistinn frá Norðlenska sé mikið áfall fyrir bændur og langt undir væntingum en almennt virðast menn einnig sammála um að hagur afurðastöðvanna sé strembinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×