Fleiri fréttir Efnahagsþrengingar auka stuðning við aðild að ESB Stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar eru sammála um að þrengingar í efnahagslífinu auki á stuðning við aðild að ESB. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að um 55 prósent eru hlynnt því að Ísland sæki um. 27.2.2008 05:30 Minni olíuflutningar en gert var ráð fyrir Mun minni er flutt af olíu um íslenska lögsögu en spár gengu út frá fyrir nokkrum árum. Um er að ræða flutinga frá Norðvesturhluta Rússslands til Vesturheims, en leið flutningaskipa milli þessara heimshluta liggur óhjákvæmilega um efnahagslögsögu Íslands. Skipin sem flytja olíu við íslenskar strendur eru einnig minni en Norðmenn og Rússar ætluðu. 27.2.2008 05:00 Íslendingar mikilvægir í Afganistan Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þátttöku Íslands í friðargæslu í Afganistan mikilvæga og telur lofsvert að þar séu um 30 Íslendingar að störfum. 27.2.2008 03:30 Telur hættulegt að hverfa frá verðbólgumarkmiði Aðalhagfræðingur Seðlabankans undrast skilaboð um að hverfa eigi frá verðbólgumarkmiði í ljósi vaxandi verðbólgu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja áhættu af verðbólgu minni en af fjármálakreppu. 27.2.2008 02:30 Höfuðborgarþingmenn vilja aðstoðarmenn á næsta ári Meirihluti allsherjarnefndar telur að sterk rök hnígi að því að allir þingmenn fái aðstoðarmenn líkt og ætlunin er nú með formenn stjórnarandstöðuflokka og landsbyggðarþingmenn. Vilja þeir fá aðstoðarmenn strax á næsta ári. 26.2.2008 21:54 Þrír slösuðust í hörðum árekstri á Akureyri Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Drottningarbraut við Austurbrú á Akureyri um hálfníu í kvöld. Að sögn lögreglunnar slasaðist einn maður til viðbótar en meiðsl hans eru ekki talin vera eins alvarlega og hinna tveggja. Fólksbíllinn er gerónýtur að sögn lögreglu. 26.2.2008 21:40 Snjóflóð lokar veginum í Súgandafirði Snjóflóð lokar veginum í Súgandafirði, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum en á Suðurlandi eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka. 26.2.2008 22:38 Á gjörgæsludeild eftir 15 metra fall Maðurinn sem féll 15 metra niður af vinnupalli Þingahverfi í Kópavogi í dag liggur nú á gjörgæsludeild í eftirliti. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn talsvert slasaður, með beinbrot og innvortis meiðsl. Læknirinn segir þó að hann verði að teljast hafa sloppið vel miðað við aðdragandann. Sjúkraflutningamenn sögðu við Vísi í dag að svo virtist sem vinnupallurinn hefði hrunið undan manninum með fyrrgreindum afleiðingum. 26.2.2008 19:59 Baka stærstu köku Vesturbæjar Unglingar í æskulýðsstarfi í Neskirkju hyggjast baka stærstu súkkulaðiköku sem bökuð hefur verið í Vesturbæ, föstudaginn 29. febrúar næstkomandi. 26.2.2008 19:32 Ók undir áhrifum lyfja Einn ökumaður var í dag grunaður um akstur undir áhrifum lyfja en hann hafði lent í umferðaróhappi á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg. Þar urðu ekki slys á fólki en einhvert tjón á ökutækjum. 26.2.2008 19:20 Hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi Frakkland, Bandaríkin, Spánn og Pólland hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi næstu 2-3 árin. Þetta var staðfest á fundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, með framkvæmdastjóra Nato í Brussel nú síðdegis, en Geir er fundaherferð í Lúxemborg og Belgíu. 26.2.2008 19:10 Spyr hvort kaupin á Laugavegi 4-6 séu fjármögnuð af ÍTR Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, spyr hvort kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 séu fjármögnuð af stofnkostnaðaráætlun Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. 26.2.2008 18:32 Utanríkisráðuneytið leiðréttir sig Eins og Vísir benti á fyrr í dag var ekki farið rétt með í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þegar sagt var að réttur áratugur væri liðinn frá því utanríkisráðherra Íslands hefði síðast hitt aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Hið rétta er að um fimm ár eru síðan þetta gerðist og hefur ráðuneytið nú sent frá sér eftirfarandi: 26.2.2008 17:06 Maður féll fimmtán metra til jarðar Maður féll af vinnupalli í Þingahverfi í Kópavogi rétt fyrir fjögur í dag. Að sögn slökkviliðs virðist sem pallurinn hafi hrunið undan manninum og féll hann um 15 metra og slasaðist töluvert en nánar er ekki vitað um líðan hans. 26.2.2008 16:53 Ríkissjóður hagnaðist verulega á sölu Baldurs Fjármálaráðuneytið segir að það hafi ekki geta selt ferjuna Baldur, sem sigldi á Breiðafirði, til annarra en Sæferða ehf. fyrr en eftir 2010 vegna samnings um rekstur skipsins. Hefði ráðuneytið ekki selt skipið hefði verðmæti þess orðið lítið við lok þess tíma. 26.2.2008 16:49 Gaukur mun líklega áfrýja Sigurmar K Albertsson, lögmaður Gauks Úlfarssonar, segir að meiri líkur en minni séu á því að dómi yfir Gauki Úlfarssyni umbjóðanda sínum verði áfrýjað. Hann segist í samtali við Vísi hafa af því áhyggjur að dómurinn muni gefa fordæmi í málum sem þessum en Gauki var í héraðsdómi í dag gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni 800 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað vegna skrifa á vefsíðu sína. 26.2.2008 16:42 Máli Smáís gegn Eico vísað frá dómi Smáís, samtök myndréttarhafa á Íslandi, fyrir hönd 365 miðla stefndi fyrirtækinu Eico vegna sölu áskrifta að bresku sjónvarpsstöðinni SKY. Málinu var hinsvegar vísað frá dómi í dag. 26.2.2008 16:38 Vilja heræfingar í umhverfismat Sjö þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að heræfingar á íslenskri grundu og í íslenskri lögsögu verði háðar umhverfismati. 26.2.2008 16:30 Iðnaðarráðherra leggur fram orkumálafrumvarp Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði í dag fram frumvarp sitt um orkumál á Alþingi en nýlega tókst samkomulag á milli stjórnarflokkanna um efni þess. 26.2.2008 16:01 Tuttugu milljarða króna fjárfesting Verne Holdings Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. 26.2.2008 15:34 Ný jafnréttislög samþykkt á þingi Þingmenn samþykktu í dag ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem einnig ganga undir nafninu jafnréttislögin. 26.2.2008 15:09 Ekki ástæða til þess að breyta úthlutun á byggðakvóta Sjávarútvegsráðherra sér ekki ástæðu til þess að breyta úthlutun byggðakvóta eins og formaður Framsóknarflokksins lagði til á Alþingi í dag. 26.2.2008 14:47 Hringvegurinn lokaður í Borgarnesi Hringvegurinn verður lokaður næstu þrjá mánuðina þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes. Verið er að gera endurbætur á veginum og í staðinn eiga ökumenn að aka um merktar hjáleiðir sem hafa verið opnaðar. 26.2.2008 14:40 Bænastund vegna bílslyssins á Akranesi Bænastund verður haldin í Akraneskirkju klukkan 18:00 í kvöld vegna piltanna tveggja sem lentu í alvarlegu bílslysi í bænum í síðustu viku. 26.2.2008 14:40 Deilt um skattamál á þingi Deilt var um það á Alþingi í dag hvort skattalækkanir til handa fyrirtækjum eða almenningi væri mikilvægari nú um stundir. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gagnrýndu vinstri - græna um að vilja aldrei lækka skatta en formaður Vinstri - grænna sagði að svigrúm ætti að nýta til þess að draga úr skattbyrði lágtekjufólks. 26.2.2008 14:18 Þvagleggskonan missti prófið Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. María Bergsdóttir sem ákærð var fyrir ölvun við akstur var svipt ökuleyfi í eitt ár en auk þess fékk hún 30 daga skilorðsbundið fangelsi. 26.2.2008 13:51 Hvað eru fimm ár á milli vina? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra mun í dag eiga fund með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki Moon í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að réttur áratugur sé síðan utanríkisráðherra Íslands átti síðast fund með aðalframkvæmdastjóra SÞ. Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt. 26.2.2008 13:50 Fangi sýknaður af fíkniefnabroti þar sem það var fyrnt Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað fanga á Lilta-Hrauni af fíkniefnabroti vegna þess að mál hans er fyrnt. 26.2.2008 13:27 Dæmdur fyrir að stela bíl og henda bíllyklunum í Ölfusá Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 20 þúsund króna sektar fyrir eignaspjöll og nytjastuld á Selfossi. 26.2.2008 13:15 Rannsókn á flótta Annþórs lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið. 26.2.2008 12:50 Tollar og gjöld hamla netverslun og samkeppni Tollar og gjöld á hluti sem pantaðir eru á netinu hamla netverslun Íslendinga og um leið samkeppni við innlenda verslun, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir það hagsmunamál fyrir neytendur að lækka gjöldin. 26.2.2008 12:42 Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26.2.2008 12:12 Utanríkisráðherra ræðir við Ban Ki-moon um jafnréttismál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fundar í dag með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í höfuðstöðvum samtakanna í New York. 26.2.2008 12:08 Fjármálaráðherra þarf að útskýra sölu á Baldri til Sæferða Fjármálaráðherra þarf að útskýra af hverju ferjan Baldur var seld til Sæferða á 38 milljónir og seld þaðan til útlanda á 100 milljónir tveimur vikum síðar. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður frjálslyndra, segir að salan sé óvenjuleg og skýra þurfi af hverju ráðuneytið auglýsti ekki söluna samkvæmt reglum árið 2006. 26.2.2008 12:02 Loðnumælingar hafnar aftur eftir óveðursstopp Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni gat hafið mælingar snemma í morgun og horfur eru góðar í dag, en hætta varð mælingum síðdegis í gær vegna óveðurs. 26.2.2008 12:00 Þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnaakstur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna og fíkniefnabrot. 26.2.2008 11:47 Peningum stolið úr ferðasjóði félagsheimilis í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað á peningum úr ferðasjóði félagsheimilisins Rauðagerðis sem átti sér stað 18. febrúar. 26.2.2008 11:19 Vilja reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verið farli að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar. 26.2.2008 11:07 Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin hefur ákveðið að lækka veggjald fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum núna um mánaðarmótin úr 900 krónum í 800 krónur. 26.2.2008 10:28 Forsetahjónin heimsækja Hrafnagilsskóla Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit á morgun, en skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 fyrir að hafa sinnt vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi. 26.2.2008 10:18 Ekki fleiri skipt um trúfélag síðan 1996 Tæpt eitt prósent landsmanna skipti um trúfélag á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. 26.2.2008 09:19 Verðbólga komin í 6,8 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum febrúar 2008 hækkaði um 1,38 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Það þýðir að verðbólga er nú 6,8 prósent. 26.2.2008 09:12 Vonast til að skilyrði til loðnuleitar batni Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni hefur ekkert getað mælt af loðnugöngunni síðan síðdegis í gær vegna óveðurs. Á sjöunda tímanum fór að lægja og er vonast til að skilyrði verði þokkaleg í dag. 26.2.2008 08:59 Nemandi braust inn í tölvukerfi Hagaskóla Fjórtán ára pilti í 9.bekk Hagaskóla tókst að brjótast inn í tölvukerfi skólans og eyða öllum skrám á upplýsingavef sem nemendur og kennarar nota. Tölvukerfið liggur enn niðri. Lögreglan rannsakar nú málið en skólastjóri Hagaskóla segist líta brotið alvarlegum augum. 25.2.2008 20:20 Spurði hvort þingið hefði verið beitt blekkingum Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, spurði á Alþingi í dag hvort fjármálaráðherra hefði beitt þingið blekkingum við gerð fjárlaga fyrir jól. 25.2.2008 22:09 Sjá næstu 50 fréttir
Efnahagsþrengingar auka stuðning við aðild að ESB Stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar eru sammála um að þrengingar í efnahagslífinu auki á stuðning við aðild að ESB. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að um 55 prósent eru hlynnt því að Ísland sæki um. 27.2.2008 05:30
Minni olíuflutningar en gert var ráð fyrir Mun minni er flutt af olíu um íslenska lögsögu en spár gengu út frá fyrir nokkrum árum. Um er að ræða flutinga frá Norðvesturhluta Rússslands til Vesturheims, en leið flutningaskipa milli þessara heimshluta liggur óhjákvæmilega um efnahagslögsögu Íslands. Skipin sem flytja olíu við íslenskar strendur eru einnig minni en Norðmenn og Rússar ætluðu. 27.2.2008 05:00
Íslendingar mikilvægir í Afganistan Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þátttöku Íslands í friðargæslu í Afganistan mikilvæga og telur lofsvert að þar séu um 30 Íslendingar að störfum. 27.2.2008 03:30
Telur hættulegt að hverfa frá verðbólgumarkmiði Aðalhagfræðingur Seðlabankans undrast skilaboð um að hverfa eigi frá verðbólgumarkmiði í ljósi vaxandi verðbólgu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja áhættu af verðbólgu minni en af fjármálakreppu. 27.2.2008 02:30
Höfuðborgarþingmenn vilja aðstoðarmenn á næsta ári Meirihluti allsherjarnefndar telur að sterk rök hnígi að því að allir þingmenn fái aðstoðarmenn líkt og ætlunin er nú með formenn stjórnarandstöðuflokka og landsbyggðarþingmenn. Vilja þeir fá aðstoðarmenn strax á næsta ári. 26.2.2008 21:54
Þrír slösuðust í hörðum árekstri á Akureyri Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Drottningarbraut við Austurbrú á Akureyri um hálfníu í kvöld. Að sögn lögreglunnar slasaðist einn maður til viðbótar en meiðsl hans eru ekki talin vera eins alvarlega og hinna tveggja. Fólksbíllinn er gerónýtur að sögn lögreglu. 26.2.2008 21:40
Snjóflóð lokar veginum í Súgandafirði Snjóflóð lokar veginum í Súgandafirði, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum en á Suðurlandi eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka. 26.2.2008 22:38
Á gjörgæsludeild eftir 15 metra fall Maðurinn sem féll 15 metra niður af vinnupalli Þingahverfi í Kópavogi í dag liggur nú á gjörgæsludeild í eftirliti. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn talsvert slasaður, með beinbrot og innvortis meiðsl. Læknirinn segir þó að hann verði að teljast hafa sloppið vel miðað við aðdragandann. Sjúkraflutningamenn sögðu við Vísi í dag að svo virtist sem vinnupallurinn hefði hrunið undan manninum með fyrrgreindum afleiðingum. 26.2.2008 19:59
Baka stærstu köku Vesturbæjar Unglingar í æskulýðsstarfi í Neskirkju hyggjast baka stærstu súkkulaðiköku sem bökuð hefur verið í Vesturbæ, föstudaginn 29. febrúar næstkomandi. 26.2.2008 19:32
Ók undir áhrifum lyfja Einn ökumaður var í dag grunaður um akstur undir áhrifum lyfja en hann hafði lent í umferðaróhappi á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg. Þar urðu ekki slys á fólki en einhvert tjón á ökutækjum. 26.2.2008 19:20
Hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi Frakkland, Bandaríkin, Spánn og Pólland hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi næstu 2-3 árin. Þetta var staðfest á fundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, með framkvæmdastjóra Nato í Brussel nú síðdegis, en Geir er fundaherferð í Lúxemborg og Belgíu. 26.2.2008 19:10
Spyr hvort kaupin á Laugavegi 4-6 séu fjármögnuð af ÍTR Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, spyr hvort kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 séu fjármögnuð af stofnkostnaðaráætlun Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. 26.2.2008 18:32
Utanríkisráðuneytið leiðréttir sig Eins og Vísir benti á fyrr í dag var ekki farið rétt með í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þegar sagt var að réttur áratugur væri liðinn frá því utanríkisráðherra Íslands hefði síðast hitt aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Hið rétta er að um fimm ár eru síðan þetta gerðist og hefur ráðuneytið nú sent frá sér eftirfarandi: 26.2.2008 17:06
Maður féll fimmtán metra til jarðar Maður féll af vinnupalli í Þingahverfi í Kópavogi rétt fyrir fjögur í dag. Að sögn slökkviliðs virðist sem pallurinn hafi hrunið undan manninum og féll hann um 15 metra og slasaðist töluvert en nánar er ekki vitað um líðan hans. 26.2.2008 16:53
Ríkissjóður hagnaðist verulega á sölu Baldurs Fjármálaráðuneytið segir að það hafi ekki geta selt ferjuna Baldur, sem sigldi á Breiðafirði, til annarra en Sæferða ehf. fyrr en eftir 2010 vegna samnings um rekstur skipsins. Hefði ráðuneytið ekki selt skipið hefði verðmæti þess orðið lítið við lok þess tíma. 26.2.2008 16:49
Gaukur mun líklega áfrýja Sigurmar K Albertsson, lögmaður Gauks Úlfarssonar, segir að meiri líkur en minni séu á því að dómi yfir Gauki Úlfarssyni umbjóðanda sínum verði áfrýjað. Hann segist í samtali við Vísi hafa af því áhyggjur að dómurinn muni gefa fordæmi í málum sem þessum en Gauki var í héraðsdómi í dag gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni 800 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað vegna skrifa á vefsíðu sína. 26.2.2008 16:42
Máli Smáís gegn Eico vísað frá dómi Smáís, samtök myndréttarhafa á Íslandi, fyrir hönd 365 miðla stefndi fyrirtækinu Eico vegna sölu áskrifta að bresku sjónvarpsstöðinni SKY. Málinu var hinsvegar vísað frá dómi í dag. 26.2.2008 16:38
Vilja heræfingar í umhverfismat Sjö þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að heræfingar á íslenskri grundu og í íslenskri lögsögu verði háðar umhverfismati. 26.2.2008 16:30
Iðnaðarráðherra leggur fram orkumálafrumvarp Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði í dag fram frumvarp sitt um orkumál á Alþingi en nýlega tókst samkomulag á milli stjórnarflokkanna um efni þess. 26.2.2008 16:01
Tuttugu milljarða króna fjárfesting Verne Holdings Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. 26.2.2008 15:34
Ný jafnréttislög samþykkt á þingi Þingmenn samþykktu í dag ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem einnig ganga undir nafninu jafnréttislögin. 26.2.2008 15:09
Ekki ástæða til þess að breyta úthlutun á byggðakvóta Sjávarútvegsráðherra sér ekki ástæðu til þess að breyta úthlutun byggðakvóta eins og formaður Framsóknarflokksins lagði til á Alþingi í dag. 26.2.2008 14:47
Hringvegurinn lokaður í Borgarnesi Hringvegurinn verður lokaður næstu þrjá mánuðina þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes. Verið er að gera endurbætur á veginum og í staðinn eiga ökumenn að aka um merktar hjáleiðir sem hafa verið opnaðar. 26.2.2008 14:40
Bænastund vegna bílslyssins á Akranesi Bænastund verður haldin í Akraneskirkju klukkan 18:00 í kvöld vegna piltanna tveggja sem lentu í alvarlegu bílslysi í bænum í síðustu viku. 26.2.2008 14:40
Deilt um skattamál á þingi Deilt var um það á Alþingi í dag hvort skattalækkanir til handa fyrirtækjum eða almenningi væri mikilvægari nú um stundir. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gagnrýndu vinstri - græna um að vilja aldrei lækka skatta en formaður Vinstri - grænna sagði að svigrúm ætti að nýta til þess að draga úr skattbyrði lágtekjufólks. 26.2.2008 14:18
Þvagleggskonan missti prófið Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. María Bergsdóttir sem ákærð var fyrir ölvun við akstur var svipt ökuleyfi í eitt ár en auk þess fékk hún 30 daga skilorðsbundið fangelsi. 26.2.2008 13:51
Hvað eru fimm ár á milli vina? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra mun í dag eiga fund með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki Moon í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að réttur áratugur sé síðan utanríkisráðherra Íslands átti síðast fund með aðalframkvæmdastjóra SÞ. Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt. 26.2.2008 13:50
Fangi sýknaður af fíkniefnabroti þar sem það var fyrnt Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað fanga á Lilta-Hrauni af fíkniefnabroti vegna þess að mál hans er fyrnt. 26.2.2008 13:27
Dæmdur fyrir að stela bíl og henda bíllyklunum í Ölfusá Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 20 þúsund króna sektar fyrir eignaspjöll og nytjastuld á Selfossi. 26.2.2008 13:15
Rannsókn á flótta Annþórs lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið. 26.2.2008 12:50
Tollar og gjöld hamla netverslun og samkeppni Tollar og gjöld á hluti sem pantaðir eru á netinu hamla netverslun Íslendinga og um leið samkeppni við innlenda verslun, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir það hagsmunamál fyrir neytendur að lækka gjöldin. 26.2.2008 12:42
Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26.2.2008 12:12
Utanríkisráðherra ræðir við Ban Ki-moon um jafnréttismál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fundar í dag með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í höfuðstöðvum samtakanna í New York. 26.2.2008 12:08
Fjármálaráðherra þarf að útskýra sölu á Baldri til Sæferða Fjármálaráðherra þarf að útskýra af hverju ferjan Baldur var seld til Sæferða á 38 milljónir og seld þaðan til útlanda á 100 milljónir tveimur vikum síðar. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður frjálslyndra, segir að salan sé óvenjuleg og skýra þurfi af hverju ráðuneytið auglýsti ekki söluna samkvæmt reglum árið 2006. 26.2.2008 12:02
Loðnumælingar hafnar aftur eftir óveðursstopp Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni gat hafið mælingar snemma í morgun og horfur eru góðar í dag, en hætta varð mælingum síðdegis í gær vegna óveðurs. 26.2.2008 12:00
Þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnaakstur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna og fíkniefnabrot. 26.2.2008 11:47
Peningum stolið úr ferðasjóði félagsheimilis í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað á peningum úr ferðasjóði félagsheimilisins Rauðagerðis sem átti sér stað 18. febrúar. 26.2.2008 11:19
Vilja reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verið farli að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar. 26.2.2008 11:07
Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin hefur ákveðið að lækka veggjald fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum núna um mánaðarmótin úr 900 krónum í 800 krónur. 26.2.2008 10:28
Forsetahjónin heimsækja Hrafnagilsskóla Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit á morgun, en skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 fyrir að hafa sinnt vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi. 26.2.2008 10:18
Ekki fleiri skipt um trúfélag síðan 1996 Tæpt eitt prósent landsmanna skipti um trúfélag á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. 26.2.2008 09:19
Verðbólga komin í 6,8 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum febrúar 2008 hækkaði um 1,38 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Það þýðir að verðbólga er nú 6,8 prósent. 26.2.2008 09:12
Vonast til að skilyrði til loðnuleitar batni Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni hefur ekkert getað mælt af loðnugöngunni síðan síðdegis í gær vegna óveðurs. Á sjöunda tímanum fór að lægja og er vonast til að skilyrði verði þokkaleg í dag. 26.2.2008 08:59
Nemandi braust inn í tölvukerfi Hagaskóla Fjórtán ára pilti í 9.bekk Hagaskóla tókst að brjótast inn í tölvukerfi skólans og eyða öllum skrám á upplýsingavef sem nemendur og kennarar nota. Tölvukerfið liggur enn niðri. Lögreglan rannsakar nú málið en skólastjóri Hagaskóla segist líta brotið alvarlegum augum. 25.2.2008 20:20
Spurði hvort þingið hefði verið beitt blekkingum Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, spurði á Alþingi í dag hvort fjármálaráðherra hefði beitt þingið blekkingum við gerð fjárlaga fyrir jól. 25.2.2008 22:09