Fleiri fréttir

Lögðu hald á fíkniefni og hníf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt karlmann á þrítugsaldri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari leit í bifreið mannsins fundust ætluð fíkniefni og hnífur. Lögreglan lagði hald á hvorttveggja.

Stormur í aðsigi

Það er versnandi veður á landinu sunnan- og vestanverðu, þar á meðal í höfuðborginni og eru horfur á vindhraði ná um eða yfir 20 m/s á þessu svæðum og enn meiri á hálendinu.

Ekkert lát á síldveiðinni á Grundarfirði

Ekkert lát er á síldveiðinni á Grundarfirði. Nokkur skip, sem voru þar í gær, náðu að fylla sig og eru á landleið og Hákon liggur úti fyrir Ólafsvík og er áhöfnin að frysta síld um borð. Hin skipin sigla með síldina ferska alla leið til Austfjarðahafna.

Telur rifta eigi samningi REI og GGE

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, telur að rifta eigi samrunasamningi REI og Geysis Green Energy. Menn eigi ekki að komast upp með slík vinnubrögð og málið eigi að fara aftur á byrjunarreit.

Hélt áfram að rukka TR þrátt fyrir kæru

Svæfingalæknir, sem uppvís varð að fjárdrætti af Tryggingastofnun með fölsuðum reikningum, hélt áfram að rukka stofnunina þar til gripið var til þess að reka hann af samningi.

Verktaki segir villimenn búa á Hverfisgötu 42

Sigurjón Halldórsson einn eigenda SR-verktaka segir að það séu villimenn sem búi í húsinu að Hverfisgötu 42 og í grennd við það. Þeir hafi rifið á brott girðingu í kringum svæðið sem sé vinnusvæði verktakana, brotið rúður í nærliggjandi húsum og stolið búnaði.

Vildi ekki lána Lucky Day

Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði.

Forstöðumaður Fjöliðjunnar segir upp

Forstöðumaður Fjöliðjunnar hefur sagt starfi sínu lausu en unnið er að úttekt á fjárreiðum félagsins. Grunur leikur á um að ekki sé allt með felldu í þeim efnum og hefur Ríkisendurskoðun verið fengin til aðstoðar við að kanna bókhaldsgögn.

Dómur fellur í stóra BMW-málinu á næstunni

Hæstiréttur mun kveða upp úrskurð sinn í stóra BMW-málinu á næstunni. Þrír af fjórum sakborningum í þessu gríðarstóra fíkniefnamáli áfrýjuðu dómum sínum í héraði og tók Hæstiréttur málið fyrir í síðustu viku.

Aldrei fleiri útskrifaðir úr námi á háskólastigi

Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á einu skólaári en skólaárið 2005-2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þá útskrifuðustu rúmlega 3360 manns með nærri 3.390 próf. Það voru nærri 16 prósentum fleiri en árið áður.

Kókaínský á Akranesi

Hvítt ský liðaðist aftur úr bíl, rétt áður en hann nam staðar að skipan lögreglunnar á Akranesi um helgina.

50 þúsund laxar á stöng

Laxveiðin á stöng í ár nemur umþaðbil 50 þúsund löxum, sem er þriðja mesta ársveiði til þessa, samkvæmt bráðabirgðatölum veiðimálastofnunar.

Ökumaðurinn í felum

Ekki hefur enn tekist að hafa upp á ökumanni bílsins, sem fannst úti í skurði skammt frá Stóru Laxá í Árnessýslu í gærmorgun.

Lamdi mann með gangstéttarhellu

Tæplega tvítugur piltur var handtekinn á Seyðisfirði í nótt eftir að hann lamdi fimmtugan karlmann í hausinn með gangstéttarhellu.

Deila um skipulag Álftaness

Bæjarstjórinn á Álftanesi kom í veg fyrir að deiliskipulag bæjarins væri rætt á bæjarstjórnarfundum, segir oddviti minnihlutans í bænum. Bæjarstórinn segir minnihlutann enn í sárum eftir síðustu kosningar.

Særður tilfinningalega vegna breytinga á Biblíunni

Gunnari í Krossinum er alvarlega misboðið og hann segist vera særður tilfinningalega vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á texta Biblíunnar í hinni nýju þýðingu. Nauðsynlegar breytingar segir formaður þýðingarnefndar.

Olíufélög í hár saman

Fyrirtækin Atlantsolía og Olís eru komin í hár saman eftir að það síðastnefnda lét draga auglýsingabifreið Atlantsolíu í burtu. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu krefst þess að Olís skili bílnum og greiði öll gjöld vegna þessa.

Velti bílnum og hvarf í burtu

Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan hálf sex í morgun eftir að bifreið fannst í skurði skammt sunnan við Stóru Laxá.

Namm, namm

Líklega verður síld og kartöflur í matinn á einhverjum heimilum í Grundarfirði í kvöld. Þar er nú mokveiði af síld svo nærri landi að bátarnir geta tekið upp kartöflur í leiðinni.

Lögreglan hleraði síma smyglskútumanna í tíu mánuði

Rannsókn smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði hefur staðið afar lengi. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fyrst beðið um leyfi til hlerunar í byrjun desember á síðasta ári. Þá var beðið um leyfi til að hlera nokkur símanúmer í eigu Einars Jökuls Einarssonar, annars meints höfuðpaurs smyglsins.

Ánægja í Kolaportinu með yfirlýsingu borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill beita sér fyrir því að láta endurskoða fyrirhugaðar framkvæmdir í Kolaportinu. Sölumenn og rekstraraðilar í Kolaportinu lýsa yfir ánægju með fyrirætlun borgarstjóra.

Ekki tímabært að breyta skilgreiningu kirkjunnar á hjónabandi

Biskup Íslands telur ekki rétt að skilgreining kirkjunnar á hjónabandi nái einnig yfir sáttmála milli fólks af sama kyni. Hópur presta vill að kirkjan breyti afstöðu sinni til málsins. Við setningu kirkjuþings í dag sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að rétt væri að leggja embætti kirkjumálaráðherra niður.

Maður bjargaðist úr Selvatni

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag send að fremra Selvatni í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi til að bjarga manni sem var á báti sem hvolfdi þar.

Hætt í flokknum

Trúverðurgleiki Vinstri grænna glataðist þegar Svandís Svavarsdóttir gekk til samstarfs við Framsóknarmenn í Reykjavík að mati Birnu Þórðardóttur. Birna hefur sagt skilið við flokkinn vegna þessa þar sem hún hefur setið sem varamaður í stjórn.

Gengur ekki að borgin kljúfi samstarfið

Ekki gengur að Reykjavíkurborg kljúfi sig úr samstöðu sveitarfélaga með því að greiða sínum launamönnum bónusa og hærri laun en samningar segja til um, segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Vill leggja niður embætti kirkjumálaráðherra

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra málaráðherra, sagði við upphaf kirkjuþings í dag að kirkjumálaráðherra hefði ekki lengur nein völd varðandi ytri mál kirkjunnar.

Uppreisn gegn biskupi á kirkjuþingi

Hópur presta ætlar að beita sér fyrir því að fella tillögu frá Karli Sigurbirnssyni biskupi, á kirkjuþinginu sem hefst í dag.

Lögreglan fann mikið magn stera

Lögreglumál Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu gerði mikið magn sterataflna og stungulyfja upptæk eftir húsleit í Austurbæ Reykjavíkur á fimmtudags­kvöldið.

Með kannabis og amfetamín

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 120.000 króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í tíu daga.

Forstjóri gekk á dyr hjá Ratsjárstofnun

Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, hefur ákveðið að láta af störfum og hefur kvatt starfsfólk stofnunarinnar. Ólafur hefur ekki tilkynnt ákvörðun sína til utanríkisráðuneytisins, sem fer með yfirstjórn stofnunarinnar.

Lettarnir hjá GT flestir farnir úr landi

Vinnumarkaður Lettarnir þrettán hjá starfsmannaleigunni Nordic Construction Line, NCL, sem unnu fyrir GT verktaka og Arnarfell við Hraunaveitu, eru farnir úr landi allir nema einn. Þessi eini er kominn til Reykjavíkur og búinn að finna sér vinnu þar.

Sérfræðingar verða að hlusta á sjómenn

Afar hörð gagnrýni á niðurskurð þorskafla og aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar við stofnstærðarmælingar kom fram við upphaf 23. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda (LS) í gær.

Sjá næstu 50 fréttir