Fleiri fréttir

Dónaskapur að láta íbúana ekki vita af heræfingunni

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að hvorki sveitarstjórn, íbúar né lögregla í Hvalfirði hafi verið látin vita af sprengjueyðingaræfingunni Northern Challenge sem hófst í gærmorgun. „Þetta er hreinn dónaskapur að senda okkur ekki einu sinni fax eða tölvupóst um að þetta stæði til," segir Einar Örn.

Þörf á fleiri almenningsalernum í miðbænum

Starfshópur um málefni almenningssalerna í borginni hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæta þurfi við fimm nýjum salernum í miðborg Reykjavíkur, þar á meðal í Hljómskálagarð og við Austurvöll. Þá leggur starfshópurinn til að merkja þurfi betur og kynna nokkur velbúin salerni sem eru þegar í miðborginni. Farið var yfir niðurstöðu starfshópsins á fundi umhverfisráðs í gær.

Deilt um hvort svæði séu afmörkuð til hvalaskoðana

„Þetta er áberandi versta sumarið og við höfum séð mun færri hrefnur bæði á Faxaflóa og við Húsavík en undanfarin ár," segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Samtökin sögðu í tilkynningu í dag að tugir hrefna hefðu verið skotnir innan hvalaskoðunarsvæða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um hið gagnstæða en Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, kannast ekki við að ákveðið hafi verið með formlegum hætti að skipta svæðum sérstaklega milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna.

Tíu sjávarútvegsfyrirtæki með helming af kvótanum

Fiskistofa hefur gefið út skiptingu á kvótanum fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst nú 1. september. Í ljós kemur að tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin ráða nú yfir 49% eða rétt tæpum helming af heildarkvótanum. Af þeim er HB Grandi langstærstur með rúmlega 10% af kvótanum eða sem nemur 30.000 þorskígildistonn.

Bæjarstjóraskipti í Mosfellsbæ á föstudag

Á föstudag verða bæjarstjóraskipti hjá Mosfellsbæ, þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir hættir sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar eftir rétt rúmlega fimm ára starf, en eins og kunnugt er var Ragnheiður kjörinn alþingismaður í alþingiskosningunum síðast liðið vor. Við starfinu tekur Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi.

Garðar Hólm ætlar að verða söluhæstur hjá Remax í Evrópu

Garðar Hólm sölufulltrúi hjá Remax Center var annar söluhæstur hjá Remax-fasteignasölunum í Evrópu á sameiginlegum lista sem gefinn var út í apríl. Listinn er gefinn út á tveggja mánaða fresti en í júní hafði Garðar færst niður um nokkur sæti.

Segja vísindaveiðar hafa verið stundaðar innan hvalaskoðunarsvæða

Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Kristján Möller, ráðherra ferðamála, og Össur Skarphéðinsson, tilvonandi ferðamálaráðherra, að hlutast til um að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út kvóta til hrefnuveiða fyrir innanlandsmarkað verði endurskoðuð. Samtökin segja vísindaveiðar hér við land hafa skaðað hvalaskoðun til landsins og veiðar hafi verið stundaðar innan hvalaskoðunarsvæða.

Missti meðvitund í hörðum árekstri á Dalvegi

Ökumaður slasaðist alvarlega og missti meðvitund í hörðum árkestri tveggja bíla á Dalvegi um klukkan hálf níu í morgun. Hinn slasaði var auk þess fastur í bílflakinu og þurftu björgunarmenn frá slökkviliðinu að beita klippum til að ná honum út.

Risaskjaldabaka síðast við Íslandsstrendur fyrir 44 árum

Sá fáheyrði atburður varð í Garðsjó við Reykjanes í gær, að hvalaskoðendur sáu risaskjaldböku þar á sundi. Sjónarvottar telja að hún hafi verið allt að hálfur annar metri að lengd og var hún umkringd höfrungum.

Vaxandi áhyggjur af vopnaburði

Afsöguð hlaðin og ólæst haglabyssa, nokkuð af skotfærum og stór hnífur fundust meðal annars í bíl, sem lögreglan stöðvaði í Reykjavík í gærkvöldi. Lögreglumenn hafa vaxandi áhyggjur af vopnaburði í fíkniefnaheiminum því eigendur þeirra geta verið til alls líklegir þegar þeir eru í fíkniefnavímu.

Einungis konur í fámennasta skóla landsins

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum er fámennasti skóli landsins með aðeins tvo nemendur og verður hann settur á morgun. Það vekur athygli að í skólanum verða einungis konur, starfsmennirnir þrír eru konur og nemendurnir tveir eru stúlkur, 7 ára og 10 ára. Nýráðin skólastýra er Elín Agla Briem.

Ótækt að fjármálaráðuneyti og Ríkisendurskoðun deili

Formanni samgöngunefndar Alþingis og formanni Framsóknarflokksins finnst ekki ganga að fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun standi til lengdar í opinberum deilum um kostnaðinn við endurnýjun Grímseyjarferju. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins kom fyrir samgöngunefnd í morgun og segir málið alvarlegt.

133 tímar á ári í akstur til og frá vinnu

Félagsmenn VR eyða að jafnaði 36 mínútum á dag í ferðir til og frá vinnu, þ.e. án þess að stoppa nokkurs staðar á leiðinni. Þetta jafngildir 133 klukkustundum á ári, að teknu tilliti til sumarfrís, helga og frídaga. Þetta er meðal niðurstaðna í launakönnun VR sem fjallað er um á heimasíðu félagins.

Danskir stórmarkaðir hætta að kaupa botnvörpufisk

Danskir stórmarkaðir ætla að taka upp samstarf við alþjóðasamtökin World Wildlife Fund um að merkja fiska í kæliborðum sínum og frystiskápum, með tilliti til þess hvort þeir teljist í hættu vegna ofveiði. Einnig á að benda fólki á aðrar tegundir sem hægt sé að kaupa, til dæmis ufsa í staðinn fyrir þorsk. Þá segir talsmaður danskra stórmarkaða að þeir muni tilkynna viðskiptavinum sínum að þeir kaupi ekki lengur fisk sem er veiddur með botnvörpu.

Stal mat úr Nóatúni fyrir 8000 krónur

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að stela matarvörum úr versluninni Nóatúni í Nóatúni 17 fyrir tæpar 8000 krónur. Hann gæti átt von á allt að sex ára fangelsisdómi.

Tóm hamingja að loðnuveiðar hefjast í haust segir LÍÚ

"Við teljum það tóma hamingju að loðnuveiðar hefjast í haust og það var mjög jákvætt að Hafrannsóknarstofnun náði að mæla loðnuna í fyrrahaust en þessar tölur um kvótann nú byggjast á þeirri mælingu," segir Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið á Vísi er búið að tilkynna um 145.000 tonna upphafskvóta til Íslendinga.

Bráðabirgðaloðnukvóti verður 205 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að bráðabirgðakvóti fyrir komandi loðnuvertíð verði 205 þúsund tonn og þar af koma 145 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt samningum um nýtingu loðnustofnsins.

Fyrsta demantasýningin hérlendis

Slípaðir og óslípaðir demantar og hundruð demantsskartgripa verða meðal sýningargripa á ÍSMÓTI 2007 og er það í fyrsta sinn sem demantasýning opin almenningi er haldin hér á landi. ÍSMÓT 2007 er Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins og verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1.-2. september.

Rjúpur gera sig heimakomnar í Hólmavík

Rjúpur hafa sótt mjög í þéttbýlið á Hólmavík að undanförnu og eru þær mjög spakar miðað við aðra villta fulga. Á vefnum Strandir segir að grunur leiki á að þær hyggist setjast að í þorpinu fram yfir rjúpnaveiðitímabilið að minnsta kosti því skyttur skjóta ekki í þéttbýli.

Kartöflubændur horfa fram á 200 milljón kr. tap

Kartöflubændur landsins telja að uppskera þeirra í ár vegna þurrkanna fyrr í sumar og næturfrosta nú muni verða allt að helmingi minni en í meðalári. Magnús Ágústsson garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum segir að þetta geti þýtt í kringum 200 milljón kr. tap í þessari búgrein sé miðað við skilaverð.

Harður þriggja bíla árekstur á Dalvegi í Kópavogi

Harður þriggja bíla árekstur varð á Dalvegi um klukkan hálfníu í morgun. Slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná konu út úr einum bílnum og var hún flutt á slysadeild. Að sögn læknis voru meiðsl hennar minniháttar. Engar upplýsingar hafa fengist um tildrög slyssins. Loka þufti nálægum götum og mynduðust miklar umferðartafir, að sögn lögreglu.

Töskuþjófur komst undan með 150 þúsund krónur

Maður rændi veski af fullorðinni konu í Vonarstrætinu rétt eftir fimm í dag. Hann komst undan með veskið sem í voru á bilinu 130 til 150 þúsund krónur. Lögreglan segist vita hver þjófurinn sé og er hans nú leitað.

Einnig leitað í húsi á Selfossi

Lögreglan á Selfossi fór í þrjár húsleitir í dag en ekki tvær eins og áður kom fram. Sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðaði við húsleitirnar en auk þess að framkvæma leit í Hveragerði og í Ölfusi var einnig leitað í húsi á Selfossi. Á stöðunum fundust efni og áhöld til fíkniefnanotkunar og hnífar voru gerðir upptækir í Hveragerði.

Bolvíkingar krefjast aðgerða

Bæjarráð Bolungarvíkur kom saman í dag þar sem kallað var eftir tafarlausum aðgerðum stjórnvalda vegna niðurskurðar aflaheimilda á næsta fiskveiðiári. Bæjarráðið segir ljóst að niðurskurður aflamarks í þorski sé rúmlega 1100 tonn í bænum. Í bókun ráðsins kemur fram að þær mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld hafi lagt til séu ekki fallnar til að leysa vanda Bolungarvíkur nema að litlu leyti.

Óheppilegt að gefa umsagnir um hugsanlega samstarfsmenn

Það er óheppilegt að dómarar við Hæstarétt gefi umsögn um tilvonandi samstarfsmenn sína og hafi þar með áhrif á hverjir skipaðir eru hæstaréttadómarar. Þetta segir formaður Lögmannafélags Íslands, sem vill að umsögn um tilvonandi hæstaréttadómara verði í höndum fagráðs en ekki dómara við réttinn.

Metveiði í Ytri-Rangá

Metveiði er í Ytri-Rangá, en þrjú þúsundasti laxinn kom á land í gær. Veiðihollin sem nú eru að veiðum segja að lax sé á í hverju kasti. Yfir tvö hundruð laxar komu á þurrt í gær og yfir áttatíu laxar í morgun.

Hátt í hundrað verkamenn ekki löglega skráðir

Talið er að hátt í eitt hundrað þeirra verkamanna sem starfað hafa við byggingu Hraunaveitu við Kárahnjúka séu ekki löglega skráðir til vinnu hér á landi. Hátt í tuttugu þeirra lentu í rútuslysi í fyrradag. Félagsmálaráðherra segir ljóst að brotalamir séu í eftirlitskerfinu.

Uppskerubrestur hjá kartöflubændum

Uppskerubrestur blasir við kartöflubændum. Grös eru fallin og er búist við að uppskeran verði aðeins helmingur venjulegs árs. Kartöflubændur í Þykkvabænum vöknuðu upp við vondan draum í morgun í því enn hafði næturfrostið sagt til sín og grösin eru öll fallin í görðunum. Þetta er mikið áfall fyrir bændur því hlýindin í sumar höfðu vissulega gefið fyrirheit um góða uppskeru þótt vætan hafi verið í minna lagi.

Leiðin verið torsótt og grýtt

Lúðvík Gizurarson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar því að barnsfaðernismálinu sem hann höfðaði fyrir þremur árum fari nú að ljúka. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart, hún sé aðeins staðfesting á því sem móðir hans sagði alla tíð. Lúðvík segir líka að leiðin að niðurstöðunni hafi verið torsótt og grýtt.

Leitin í dag bar engan árangur

Leit sem hófst aftur í morgun að þýsku ferðamönnunum tveimur, sem búið er að telja af, bar engan árangur. Ákveðið var að hefja leitina eftir munir, sem taldir eru tilheyra þeim, fundust neðst í Svínafellsjökli í gær.

Sérsveitin gerði húsleit í Hveragerði og í Ölfusi

Lögregla á Selfossi naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra í dag þegar framkvæmd var húsleit hjá pari á þrítugsaldri í Hveragerði auk þess sem leitað var á vinnustað þeirra í Ölfusi. Aðspurð hversvegna sérsveitin hafi verið kölluð til segir lögregla að það hafi verið til styrkingar, en ekki hafi leikið grunur á því að fólkið væri hættulegt.

Á 158 km hraða á Vesturlandsvegi

Fimmtíu og níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 158 km hraða á Vesturlandsvegi.

ÖBÍ fagnar úrskurði siðanefndar SÍA

Örykjabandalag Íslands fagnar niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa þess efnis að auglýsingar Öryggismiðstöðvarinnar með Lalla Johns hafi brotið gegn siðareglum sambandsins. Bandalagið sakar Öryggismiðstöðina um að þvo hendur sínar af málinu og varpa ábyrgðinni á Lalla Johns.

Best að taka Austur-Grænland inn í haustrallið

Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar segir að stofnunin hafi töluverðann áhuga á að senda rannsóknarskip á miðin við Austur-Grænland til að kanna hina miklu þorskgengd sem þar virðist vera. Jóhann segir að best væri að samræma slíkan leiðangur við haustrall stofnunarinnar í byrjun október.

Ákærður fyrir ránstilraun í 10-11

Þingfesting var í máli tvítugs pilts í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann er ákærður fyrir ránstilraun í verslun 10-11 við Dalveg í Kópavogi í júní í sumar. Þá fór hann inn með lambhúshettu fyrir andlitinu vopnaður hnífi og ógnaði afgreiðslustúlku með hnífnum.

Vill lækka hámarkshraða við Borg í Grímsnesi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hefur lagt til við embætti vegamálastjóra að hámarkshraði á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi verði lækkaður úr 90 km hraða niður í 70 km hraða.

Páll Hreinsson nýr hæstaréttardómari

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Páll Hreinsson, prófessor við Háskóla Íslands og deildarforseta lagadeildar, sem hæstaréttardómara í stað Hrafns Bragasonar sem lætur af störfum sökum aldurs um næstu mánaðamót.

Stal bíl á Stokkseyri og ók til Reykjanesbæjar

Ákæra á hendur 22 ára karlmanni vegna þjófnaðar og nytjastulds var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum er gefið að sök að hafa skömmu eftir síðustu áramót stolið bíl á Stokkseyri og ekið honum til Reykjavíkur og þaðan til Reykjanesbæjar.

Bíða niðurstaðna hugmyndasamkeppni fyrir Kvosina

Eigendur húsanna við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2, sem skemmdust illa í bruna í vor, bíða niðurstöðu í hugmyndasamkeppni borginnar um skipulag í Kvosinni áður en ákvarðanir verða teknar um uppbyggingu á lóðunum. Ekki náðist samkomulag milli eigenda hússins að Austurstræti 22 og borgarinnar um kaup á húsinu og er niðurrif á því þegar hafið.

Auglýsingar með Lalla Johns gegn almennu velsæmi

Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsing Öryggismiðstöðvarinnar með Lalla Johns hafi brotið gegn siðareglum sambandsins. Þátttaka Lalla Johns í auglýsingunum brjóti gegn almennu velsæmi og sé til þess fallin að höfða til ástæðulauss ótta almennings.

Sjá næstu 50 fréttir