Fleiri fréttir

Meistarinn rukkaður fyrir rausnarskapinn

Jónas Örn Helgason, fyrsti sigurvegari spurningakeppninnar „Meistarinn" á Stöð 2, vakti athygli eftir keppnina þegar hann ákvað að gefa hluta verðlaunaupphæðarinnar til góðgerðamála. Hann afhenti 500 þúsund króna framlag til hjálparstarfs. Það kom Jónasi hins vegar á óvart nú um mánaðarmótin að Skattstjórinn í Reykjavík innheimtir 200 þúsund krónur í skatt af gjöf Jónasar.

Vegagerðin hvetur ökumenn til varkárni

Vegagerðin biður alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Þeir sem eru með húsbíla, hjólhýsi eða annað sem þolir illa vind eru sérstaklega beðnir að huga vel að veðri.

Bílvelta og útafakstur

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Peningarnir suður

Fjármálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri útilokað að sveitarfélögin fengju hlutdeild í þessum skatti og þar við situr. Ísland í dag hitti tvo bæjarstjóra sem eru ósáttir við fjármálaráðherrann vegna þessa.

Vinnuslys í IKEA

Starfsmaður IKEA féll af lyftara á lager verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ um klukkan sjö í kvöld. Hann var flyttur á slysadeild og er talið er að hann hafi fótbrotnað á báðum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann

Ekkert umburðarlyndi er gagnvart þeim sem keyra um undir áhrifum fíkniefna eftir breytingu á umferðarlögum fyrir rúmu ári síðan. Lögreglan hefur nú tekið upp einföld próf sem mæla á svipstundu hvort að ökumaður sé undir áhrifum fíkniefna og mæla allt að fjórar vikur aftur í tímann.

Herjólfur fullur

Partíið er byrjað - Herjólfsdalur að fyllast og Þjóðhátíð í Eyjum byrjar í kvöld með húkkaraballi. Hjá mörgum byrjar veislan þegar á bryggjunni í Þorlákshöfn á meðan beðið er eftir Herjólfi og þangað kíkti Ísland í dag.

Bæjarfulltrúi mótfallinn aldurstakmörkunum á tjaldsvæði

Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, á Akureyri er mótfallinn ákvörðunum um að loka tjaldsvæðum á Akureyri fyrir hluta fólks. "Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég tók ekki þátt í þeirri ákvörðun, að loka tjaldsvæðunum á Akureyri fyrir hluta fólks.

Regnfatnaður selst vel fyrir Verslunarmannahelgina

Verslunarmannahelgin er að skella á og undirbúningur í hámarki. Gríðarlega mikið af regnfatnaði hefur selst í útivistarverslunum undanfarna daga, og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að undirbúa sig fyrr en áður.

Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla

Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur.

Lengsta beinagrind sem komið hefur upp

Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir.

Leggst gegn nektardansstöðum

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggjast alfarið gegn rekstri nektarstaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um leyfisveitingu til handa nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger segir að áfram verði dansað á staðnum.

Fjögurra manna letnesk fjölskylda á götuna vegna launasvika

Fjögurra manna lettnesk fjölskylda í Reykjavík verður á götunni innan skamms, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur verið svikinn um laun svo vikum skiptir. Fjölskyldufaðirinn og fimm landar hans lögðu niður í vinnu í dag vegna þessa, en mennirnir vinna við að reisa nýtt hótel í Reykjavík. Hóteleigandinn segir þetta ekki sitt vandamál þar sem verktökum hafi þegar verið greitt.

Pólitískar handtökur á Íslandi

Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins.

Samræmdar aðgerðir vegna hugsanlegra eldsumbrota

Vegna viðvarandi skjálftahrinu norðan af Vatnajökli nánar tiltekið við Upptyppinga var í gær boðað til fundar með lögreglustjórum og yfirlögregluþjónum í umdæmum sýslumannanna á Húsavík og Seyðisfirði ásamt deildarstjóra almannavarnadeildarinnar.

Sluppu með skrekkinn þegar skotið var á bíl í Reykjanesbæ

Talið er að skotið hafi verið úr loftbyssu eða loftriffli á bíl sem stóð við Heiðarholt í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið í gær. Stúlka var að taka barn úr barnabílstól þegar ein rúðan í bílnum mölvaðist, að því er fram kemur á fréttavef Víkurfrétta.

Samkomulag milli Flugstöðvarinnar í Keflavík og Þroskahjálpar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Þroskahjálp á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um tilraunaverkefni til þriggja mánaða sem felur í sér að skjólstæðingar Þroskahjálpar annast smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina.

Rússnesk fjölskylda á hraðferð

Hraðferð fjögurra manna fjölskyldu frá Rússlandi lauk á Kjalarnesi um ellefuleytið í morgun en fólkið var á leið til höfuðborgarinnar. Lögreglan stöðvaði bíl fjölskyldunnar enda var honum ekið á 139 km hraða.

Visthæfir bílar fá frítt í stæði

Frá og með deginum í dag geta eigendur visthæfra bifreiða lagt bílum sínum frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Ókeypis verður í gjaldskyld stæði nema í bílastæðahúsum og í stæði sem eru lokuð. Í frétt á heimasíðu Umhverfissviðs kemur fram að sérstök bílastæðaskífa hafi verið útbúin af þessu tilefni.

Erlendum ferðamönnum fjölgar mikið

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum.

Rekstrarstjórn DV og Birtings sameinuð

Útgáfufélag DV og útgáfufélagið Birtingur hafa verið sett undir sameiginlega rekstrarstjórn af því er fram kemur í tilkynningu frá Birtingi. Þar segir ennfremur að ekki sé um sameiningu félaganna að ræða heldur rekstrarlega hagræðingur. Þá mun Elín Ragnarsdóttir , framkvæmdastjóri Birtings, verða framkvæmdastjóri beggja félaga.

Skjálfti við Grímsey

Veðurstofa Íslands mældi jarðskjálfta upp á 3,0 á richterskvarða á Kolbeinseyjarhrygg vestan við Grímsey um fimm mínútur yfir þrjú í dag. Að sögn Veðurstofu Íslands er engin sérstök virkni á svæðinu. Skjálfti upp á 3,0 á richter þykir ekki snarpur en líklegt er að einhverjir Siglfirðingar hafi orðið hans varir.

Auka framlög til þróunarsjóðs um sex milljarða króna

Auka á framlög til þróunarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins um rúma sex milljarða króna á næstu árum samkvæmt samningi um stækkun Evrópska efnhagssvæðisins. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og tók hann formlega gildi í gær. Gert er á ráð fyrir verulegum niðurfellingum á sjávarafurðum.

Nektardans bannaður á Goldfinger

Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi um síðustu mánaðamót. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis.

Tveir ökuþórar teknir í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á fertugsaldri fyrir að aka bifhjóli á 166 kílómetra hraða á Miklubraut. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en hámarkshraði á þeim kafla þar sem hann var tekinn er 60 kílómetrar á klukkustund.

Mótmælaskilti rifin niður í skjóli nætur

Andstæðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár eru í öngum sínum eftir að skilti sem þeir settu upp til þess að mótmæla virkjunaráformunum voru rifin niður í nótt. Skiltin voru tvö, og var öðru þeirra komið fyrir á hlaði bóndans sem setti það upp. Hitt skiltið er enn ekki komið í leitirnar. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en formleg kæra hefur ekki borist.

Reyna að setja heimsmet í fisflugi

Orustuflugmenn í indverska flughernum freista þess að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnum fisflugvélum. Ágúst Guðmundsson, tengiliður mannanna á Íslandi, segir að vélin sé nú stödd í Kulusuk á Grænlandi.

Fjórir sóttu um stöðu hæstaréttardómara

Fjórir sóttu um embætti hæstaréttadómara sem skipað verður í frá og með 1. september 2007. Umsóknarfresturinn rann út þriðjudaginn 31. júlí síðastliðinn.

Össur ekki hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist ekki vera hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hann segir að ráðuneytið ætli ekki að leggjast í neinar athugunar vegna málsins. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vef Bæjarins besta.

Lögreglan boðar viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgi

Fylgst verður grannt með íbúarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi til að koma í veg fyrir innbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem boðar viðamikið eftirlit um næstu helgi. Fólk er hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir.

Borgarráð fundar með lögreglustjóra vegna ofbeldis í miðbænum

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir að skilyrði rekstrarleyfa veitingastaða varðandi umgengni og öryggi verði tekið til endurskoðunar. Tilefnið er fólskuleg árás þriggja stúlkna á konu í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Borgarráð hefur ákveðið að kalla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sinn fund til að ræða aukna löggæslu í miðborginni.

Vilja nýjan Herjólf

Vinstri grænir á Suðurlandi vilja að fenginn verði nýr Herjólfur til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Skipið skuli fullnægja flutningsþörfinni og fara 3 ferðir á sólarhring.

Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti

Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð. Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll.

Ósamræmi milli tekjublaða

Mikill munur er oft á uppgefnum tekjum einstaklinga í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs. Á tekjulistum blaðanna má einnig sjá að sumir þekktir einstaklingar eiga varla til hnífs og skeiðar.

Ráðherra vill einkavæða RÚV

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vill selja RÚV ef marka má bloggfærslu hans á heimasíðu sinni í gær. Hver getur skilið færsluna eins og hann vill, segir dómsmálaráðherra.

Ekið á tvö börn með stuttu millibili

Ekið var á barn á hjóli við Holtsbúð í Garðabæ rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort barnið hafi slasast alvarlega. Ekið var á annað barn í Staðarhverfinu í Grafarvogi eftir hádegi í gær og var barnið flutt á bráðamótttöku Landspítala - Háskólasjúkrahúss.

Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni

George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur.

Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar.

Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf

Íslendingur var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minneapolis hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu. Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni.

Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina

Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina og ítrekar nauðsyn þess að forðast framúrakstur og keyra ekki þreytt eða undir áhrifum áfengis.

Verðbólgan mælist 6,6%

Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu.

Bílvelta í Hvalfirði

Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu.

Flugóhapp við Múlakot í Fljótshlíð

Engan sakaði þegar nefhjólið gaf sig á tveggja hreyfla flugvél á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð í kvöld. Er nefhjólið gekk upp lagðist flugvélin, sem tveir voru í, á nefið. Lögreglan á Hvolsvelli er á staðnum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Sjá næstu 50 fréttir