Fleiri fréttir

Fagna ákvörðun um fjölgun sjúkraflutningamanna

Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fagnar vilja heilbrigðisráðherra til að bæta þjónustustig sjúkraflutninga á andsbyggðinni. Landsambandið hefur mörg undanfarin ár gagnrýnt ástandið sem á sumum stöðum hefur verið algerlega óviðunandi að þeirra mati.

Hátt í 250 manns á ungmennamóti á Gufuskálum

Landsmót ungmenna á aldrinum 14-18 ára stendur yfir um helgina, á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Hátt á annað hundrað ungmenna eru þar samankomin ásamt fimmtíu umsjónarmönnum. Þau sækja námskeið í skyndihjálp, læra sigtækni, meðferð björgunarbáta og grunnatriði í leitartækni. Ungmennin eru öll virk í ungliðastarfi björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Slökkviliðið kallað að Caruso í nótt

Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík var kallað að veitingastaðnum Caruso um tvöleytið í nótt vegna reyks. Þegar fyrsti slökkvibíll kom á staðinn varð ljóst að enginn eldur var í húsinu og að reykurinn kom úr bökunarofni.

Sex teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt

Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Mikil ölvun var í miðborginni og var nokkuð um minniháttar pústra. Allt gekk þó vel að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Framlag Íslendinga til flóttamannahjálpar Palestínu tvöfaldað

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að framlag íslendinga til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu yrði tvöfaldað á næsta ári. Þá mun íslenska ríkið greiða 28 milljónir til verkefnisins.

Húsbíll sprakk

Mikil mildi var að ekki fór verr þegar húsbíll sprakk við Oddastaðarvatn á Snæfellsnesi í nótt. Gas lak út frá ferðaísskáp sem var í bílnum með þeim afleiðingum að ógnarsprenging varð. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru eigendur bílsins fjarverandi og enginn meiddist við atvikið en bíllinn er mikið skemmdur. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að það gangi vel frá gastækjum sem það hefur meðferðis í ferðalögum.

Gátan um eitt vinsælasta borðspil heims leyst

Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík,tók þátt í að finna hina fullkomnu lausn á því hvernig eigi að spila leikinn dammtafl án þess að eiga minnsta möguleika á því að tapa.

Bílslys í Axarfirði

Harður árekstur varð á vegamótum að skólanum Lundi og þjóðvegar um Axarfjörð um klukkan hálfsjö í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var bíl ekið í veg fyrir annan en um fólksbíl og jeppa er að ræða. Annar bíllinn er mikið skemmdur en engin slys urðu á fólki.

LSS lýsir yfir ánægju með viðbrögð heilbrigðisráðherra

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir ánægju með viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við þeim vanda sem hefur verið með mönnun og þjónustustig sjúkraflutninga sums staðar á landsbyggðinni.

Sátt um lækkun áfengisverðs?

Álögur á áfengi eru meira en helmingi hærri á Íslandi en að meðaltali í Evrópu. Þverpólitískur vilji virðist vera að myndast til þess að lækka áfengisverð hér á landi, en í öllum flokkum eru samt Alþingismenn sem efast. Erna Hauksdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir settust hjá Sölva í Íslandi í dag.

Styttri biðlistar eftir augasteinaaðgerðum náist samningar við ríkið

Augnlæknir í Reykjavík segist geta stytt biðlistana fyrir augasteinaaðgerðir náist samningar við ríkið um niðurgreiðslu á slíkum aðgerðum. Rúmlega sjö hundruð og fimmtíu manns bíða eftir að komast í augasteinaaðgerð á Landspítalanum og biðtíminn getur verið allt að eitt ár.

Segir ný lög um einkasýningar stríða gegn atvinnufrelsi

Ný lög sem banna með öllu hvers konar einkasýningar á nektardansstöðum stríða gegn atvinnufrelsi. Þetta segir lögmaður eiganda Goldfingers. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi er ósammála túlkun Héraðsdóms Reykjaness á vafa með hugtakið "lokað rými".

Saving Iceland býður OR til opinna viðræðna um siðgæði fyrirtækisins

Í tilkynningu frá Saving Iceland segir að samtökin hafi óskað eftir því að fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur taki þátt í opnum umræðum við þau um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century-Rusal og Alcan-Rio Tinto gera.

Áhöfnin á TF-SIF fór á ný í loftið í dag

Áhöfnin á TF-Sif hélt í sína fyrstu flugferð í framhaldi af nauðlendingu þyrlunnar við Straumsvík á mánudag. Það var smáskjálfti í flugstjóranum en áhöfnin óskaði eftir því að komast í loftið sem allra fyrst.

Fiski ekið þúsund kílómetra til vinnslu á Þingeyri

Fiskur sem er unninn á Þingeyri er veiddur úti fyrir austfjörðum og fluttur landleiðina meira en þúsund kílómetra. Forkólfar Vísis hf. á Þingeyri segja úrslitaatriði að bæta vegakerfið á Vestfjörðum til að tryggja gæði hráefnis. Forvígismenn Vísis hf. vinna upp kostnað við flutningana með verkþekkingu og afköstum á Þingeyri.

Afrek sem verður minnst lengi

Fimm manna skáksveit Salaskóla í Kópavogi kom til landsins frá Tékklandi í gærkvöldi, eftir að hafa fyrst íslenskra skáksveita unnið heimsmeistaratitil. Forseti Skáksambands Íslands segir að afrek sveitarinnar verði lengi í minnum haft.

Bílalest út úr bænum

Mikil umferð er þessa stundina út úr bænum. Suður yfir Hellisheiði er bíll við bíl. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki fengið tilkynningu um nein óhöpp en segir mikilvægt að fólk fari sér hægt.

Ætluðu upp á þak en enduðu á annari hæð

Samtökin Saving Iceland mótmæltu sölu Orkuveitu Reykjavíkur á raforku til álvera Century Aluminium og Alcan í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrr í dag. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér sögðu þau trúðahóp samtakanna vera á þaki hússins og hafa hengt þar upp flagg með áletruninni ,,Vopnaveita Reykjavíkur".

Ökumenn í ýmsu ástandi stöðvaðir

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir að vera ekki fær um að stjórna ökutæki örugglega vegna veikinda.

Þrír piltar lögðu byggingarsvæði í rúst

Þrír barnungir piltar gengu berserksgang um byggingasvæði á höfuðborgarsvæðinu og ollu þar þónokkrum skemdum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þessa í gærmorgun. Drengirnir höfðu brotið ljós á vinnuvél og við kaffiskúr og brotið rúður. Þá krotuðu piltarnir á veggi og skettu málingu nærliggjandi íbúðarhús.

Vegi um Öskjuhlíð lokað vegna framkvæmda

Vegarslóð um Öskjuhlíð frá Hlíðarfæti að Kirkjugörðum Reykjavíkur verður lokað á mánudag vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir framtíðarhúsnæði Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði lokaður til haustsins 2009 þegar byggingarframkvæmdum líkur. Á meðan er einungis hægt að keyra til Nauthólsvíkur um Flugvallarveg og Hlíðarfót.

Kona fékk yfir sig heitt vatn úr hraðsuðukatli

Kona brenndist á nokkrum stöðum við vinnu sína á hóteli í Reykjavík um miðjan dag í gær. Konan fékk yfir sig heitt vatn úr hraðsuðukatli. Starfsfélagi kom til hennar og hjálpaði við að kæla brunasárin. Sjúkralið kom síðar á vettvang og flutti konuna á slysadeild. Ekki er vitað frekar um líðan hennar.

ASÍ vísar gagnrýni Samtaka Atvinnulífsins á bug

Verðlagseftirlit ASÍ vísar gagnrýni Vilhjálms Egilssonar formanns SA á hendur stofnuninni á bug. Vilhjálmur sagði í bréfi til Geirs H. Haarde forsætisráðherra að hann teldi eðlilegast að Hagstofa Íslands færi með verðlagseftirlit í samstarfi við hagsmunaaðila.

Skvettu málningu á ræðisskrifstofu Íslands

Meðlimir í samtökunum Saving Iceland réðust í morgun á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg. Þeir skvettu málningu á húsið, límdu lása fasta og festu miða á vegg hússins með orðunum ,,Heimurinn fylgist með". Þá voru orðin ,,Íslandi blæðir" máluð gulum stöfum á tröppur þess.

Staurar sparkaðir niður og viðkvæm svæði eyðilögð

Utanvegaakstur hefur valdið töluverðum skemmdum á viðkvæmum svæðum í þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar. Dæmi eru um að staurar séu sparkaðir niður og spjöll unnin í grenndinni með hringspóli. Þjóðgarðsverðir biðla til fólks að sýna náttúrunni virðingu.

Vilja lækka áfengisverð á Íslandi

Þverpólitískur vilji virðist vera til þess að lækka áfengisverð hér á landi, samkvæmt samtölum Blaðsins við stjórnmálamenn í öllum flokkum.

Heimsmeistararnir komnir heim

Skáksveit Salaskóla sem varð heimsmeistarar í sveitaskák í Tékklandi í vikunni, kom heim til Íslands í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar verða heimsmeistarar í sveitaskák

Varar hjólhýsaeigendur við hvassviðri á Snæfellsnesi

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Snæfellsnes og getur verið varhugavert fyrir hjólhýsaeigendur að vera á ferðinni. Vindhraði er víða um 20 metrar á sekúndu einkum á norðanverðu nesinu og í námunda við fjallaskörð.

Ná ekki að nýta ýsuna til fulls

Útgerðarmenn telja nánast útilokað að hægt verði að nýta allan ýsukvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Enn á eftir að veiða um fjórðung kvótans eða um 33 þúsund tonn.

Samtök atvinnulífsins vilja að Hagstofan taki við verðlagseftirliti

Samtök atvinnulífsins vilja að Hagstofa Íslands taki við verðlagseftirliti í matvöruverslunum af Alþýðusambandi Íslands. Samtökin hafa sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þessa efni. Þá kvarta þau ennfremur undan óvönduðum vinnubrögðum verðlagseftirlits Alþýðusambandsins.

Vegslóða um Öskjuhlíð lokað að hluta

Vegslóða um Öskjuhlíð frá Hlíðarfæti að Kirkjugörðum Reykjavíkur hefur verið lokað vegna framkvæmda við lóð Háskólans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður til haustsins 2009 eða þar til byggingaframkvæmdum lýkur.

Vatnsfjarðarvegur lokaður vegna framkvæmda

Vatnsfjarðarvegur númer 633 verður lokaður til hádegis á morgun vegna vegaframkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er í gildi viðvörun vegna tjörublæðinga í slitlagi á Kræklingarhlíð norðan Akureyrar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða.

Laun hækkuðu í júnímánuði

Laun hækkuðu að meðaltali um 0,6 prósent í síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á launavísitölunni. Frá áramótum hafa laun hækkað um 2,4 prósent.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3 prósentur frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlí mældist vísitalan 372 stig. Vísitalan gildir fyrir ágúst.

Sofið fyrir utan Nexus í nótt

Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Heilbrigðisráðherra vill bæta þjónustuna

Landsspítalinn hefur undanfarin misseri glímt við margþættan rekstrar- og starfsmannavanda, á sama tíma og stjórnvöld eyða púðrinu í að skipuleggja nýtt hátæknisjúkrahús.

Fordómar í leikskólum

Móðir einhverfs drengs segir að á þeim hafi verið brotin lög þegar syni hennar var hafnað leikskólaplássi. Hún gagnrýnir ákvörðun leikskólastjóra og segir að fordómar og geðþóttarákvörðun hafi ráðið för.

Snæfellsjökull getur horfið á einni mannsævi

Jöklar landsins hafa rýrnað mikið á síðustu tíu árin. Haldist veðurfar óbreytt munu stærstu jöklar Íslands ekki endast nema tvö hundruð ár og Snæfellsjökull hverfa á einni mannsævi.

Sjá næstu 50 fréttir