Innlent

Hátt í 250 manns á ungmennamóti á Gufuskálum

Landsmót ungmenna á aldrinum 14-18 ára stendur yfir um helgina, á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Hátt á annað hundrað ungmenna eru þar samankomin ásamt fimmtíu umsjónarmönnum. Þau sækja námskeið í skyndihjálp, læra sigtækni, meðferð björgunarbáta og grunnatriði í leitartækni. Ungmennin eru öll virk í ungliðastarfi björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×