Innlent

Ná ekki að nýta ýsuna til fulls

Búið að veiða 82 þúsund tonn af ýsu.
Búið að veiða 82 þúsund tonn af ýsu. MYND/GVA

Útgerðarmenn telja nánast útilokað að hægt verði að nýta allan ýsukvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Enn á eftir að veiða um fjórðung kvótans eða um 33 þúsund tonn.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.

Heimilt er að veiða um 115 þúsund tonn af ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári en nú er búið að veiða um 82 þúsund tonn. Aðeins er einn og hálfur mánuður eftir af fiskveiðiárinu og telja útgerðarmenn nánast ómögulegt að hægt verði að nýta allan kvóta.

Í frétt Landssambands smábátaeigenda er bent á að nær ómögulegt sé að veiða ýsu öðruvísi en að þorskur veiðist einnig með. Því gera þeir ráð fyrir verulegri skerðingu á ýsuafla á næsta ári þó veiðiheimildir verði svipaðar og í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×