Innlent

Staurar sparkaðir niður og viðkvæm svæði eyðilögð

Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull. MYND/DG

Utanvegaakstur hefur valdið töluverðum skemmdum á viðkvæmum svæðum í þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar. Dæmi eru um að staurar séu sparkaðir niður og spjöll unnin í grenndinni með hringspóli. Þjóðgarðsverðir biðla til fólks að sýna náttúrunni virðingu.

Frá þessu er greint fréttavefnum Skessuhorn.

Þar kemur fram að það eru einkum ökumenn bifreiða sem hafa valdið spjöllum í sumar en skemmdir af völdu bif- og fjórhjóla heyra til undantekninga þetta árið. Haft er eftir starfsmönnum þjóðgarðsins að utanvegaakstur hafi valdið mörgum sárum á viðkvæmum svæðum og óljóst hvort þau muni gróa á ný.

Sjá nánar frétt Skessuhorns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×