Innlent

Varar hjólhýsaeigendur við hvassviðri á Snæfellsnesi

Hvasst á Snæfellsnesi.
Hvasst á Snæfellsnesi. MYND/DG

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Snæfellsnes og getur verið varhugavert fyrir hjólhýsaeigendur að vera á ferðinni. Vindhraði er víða um 20 metrar á sekúndu einkum á norðanverðu nesinu og í námunda við fjallaskörð.

„Vindhraði yfir 15 metrar á sekúndu er varhugaverður fyrir öll hjólhýsi en síður fellhýsi," sagði Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, í samtali við Vísi.

Sigurður segir rétt að vara hjólhýsaeigendur við að vera mikið á ferðinni á Snæfellsnesi. Vindur sé nú víða um 20 metrar á sekúndu og mjög hvasst í hviðum. Hann gerir hins vegar ráð fyrir að það taki að lægja þegar líða tekur á daginn og spáir hægviðri um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×