Innlent

Ökumenn í ýmsu ástandi stöðvaðir

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir að vera ekki fær um að stjórna ökutæki örugglega vegna veikinda.

Til viðbótar stöðvaði lögreglan ökumann sem hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Sá þóttist hafa gleymt ökuskírteininu heima hjá sér.

Tuttugu og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í gær en eitt þeirra má rekja til ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×