Innlent

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka

Húsnæðisverð hefur hækkað um tíu prósent það sem af er árinu. Hækkandi vextir og offramboð á markaðnum virðast engu skipta.

Ef litið er tólf mánuði aftur í tímann nemur hækkunin hins vegar ekki nema rúmum níu prósentum, þannig að verulegur stígandi hefur verið síðustu mánuðina. Að vísu lækkaði verð í fjölbýli aðeins á milli maí og júní mánaða, samkvæmt tölum Fasteignamatsins, en á móti kom hátt í fjögurra prósenta hækkun sérbýlis á einum mánuði.

Þessar hækkanir vekja athygli í ljósi þess að vextir af húsnæðislánum fara hækkandi og yfirdrifið framboð er á markaðnum og fjölmörg dæmi um að nýjar íbúðir standi tómar og óseldar svo vikum og jafnvel mánuðum skipti. Áhrifa af lækkun Íbúðalánasjóðs á lánshlutfalli er ekki farið að gæta í þessum tölu, hvað sem verður.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,30 prósnet frá síðasta mánuði, sem er undir meðallagi hækkunar síðustu tólf mánaða. Samanlagt nemur kostnaðarhækkunin við byggingar 6,4 prósentum á tímabilinu, og heldur því hvergi nærri í við hækkun markaðsverðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×