Innlent

Snæfellsjökull getur horfið á einni mannsævi

Jöklar landsins hafa rýrnað mikið á síðustu tíu árin. Haldist veðurfar óbreytt munu stærstu jöklar Íslands ekki endast nema tvö hundruð ár og Snæfellsjökull hverfa á einni mannsævi.

Í síðustu viku var hópur manna á ferðinni á Snæfellsjökli. Á myndunum má sjá að nokkuð vel er farið að sjást í þúfur jökulsins. Jöklafræðingur segir jökulinn mikið hafa breyst á síðustu árum en hann hafi líkt og allir jöklar landsins rýrnað á síðustu árum. Hann segir hlýnandi veðurfar ástæðu rýrnunarinnar en ýmis vandamál geti fylgt henni á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×