Innlent

Húsbíll sprakk

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mikil mildi var að ekki fór verr þegar húsbíll sprakk við Oddastaðarvatn á Snæfellsnesi í nótt. Gas lak út frá ferðaísskáp sem var í bílnum með þeim afleiðingum að ógnarsprenging varð. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru eigendur bílsins fjarverandi og enginn meiddist við atvikið en bíllinn er mikið skemmdur. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að það gangi vel frá gastækjum sem það hefur meðferðis í ferðalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×