Innlent

Iceland Express hefur flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

Katla Steinsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu Austurlands, býður Skúla Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express, velkominn.
Katla Steinsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu Austurlands, býður Skúla Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express, velkominn. MYND/IE

Flugfélagið Iceland Express hóf i dag áætlunarflug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. Fyrsta flugvél frá Kaupmannahöfn lenti á Egilsstaðaflugvelli á níunda tímanum í morgun.

Samkvæmt tilkynningu frá Iceland Express verður flogið tvisvar í viku milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í sumar, á þriðjudögum og föstudögum. Lagt var af stað aftur frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar um klukkan níu í morgun en fullbókað var í fyrsta flug út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×