Fleiri fréttir Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. 8.5.2007 14:04 Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. 8.5.2007 13:02 Arna fer á Viðskiptablaðið Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrum aðstoðar ritstjóri Krónikunnar, hefur ráðið sig til starfa á Viðskiptablaðinu. Arna segir á bloggsíðu sinni á Vísi að hún muni aðallega skrifa í helgarútgáfu blaðsins. 8.5.2007 12:56 Bíða eftir sandsílinu við suðvesturströndina Náttúrufræðingar, fuglaáhugamenn, sjófuglar og veiðimenn bíða þess nú í ofvæni hvort sandsílið ætlar að koma upp að suðvesturströndinni í vor eftir tveggja ára fjarveru. 8.5.2007 12:45 Novator greiðir 1,8 milljarða til búlgarska ríkisins Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, þarf að greiða búlgarska ríkinu 1,8 milljarða króna vegna sölu Novator á búlgarska símafélaginu BTC. 8.5.2007 12:30 Símaskráin 2007 komin út í umhverfisvænni útgáfu Símaskráin 2007 er komin út og nú í fyrsta sinn með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Ritstjóri símaskrárinnar segir að hún sé það umhverfisvæn að hægt sé að borða hana, þó hún mæli ekki beinlínis með því. 8.5.2007 12:22 Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna umfjöllunar Kompáss Magnús Þór Hafsteinsson hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag. 8.5.2007 12:17 Stjórnarþingmenn fari með hálfsannleik í málefnum aldraðra Formaður Landsambands eldri borgarara segir stjórnarþingmenn fara með hálfsannleik í málefnum aldraðra, rétt fyrir kosningar. Skattbyrði láglaunafólks hafi ekki minnkað og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki aukist um 60-75 % hjá eldri borgurum, eins og stjórnarþingmenn haldi fram. 8.5.2007 12:14 Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. 8.5.2007 12:11 Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. 8.5.2007 12:10 900 milljóna króna gjöf Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun. 8.5.2007 12:06 Kannað hvort Ómar hafi valdið umhverfisspjöllum Verið er að kanna hvort Ómar Ragnarsson hafi valdið umhverfisspjöllum með flugvallargerð í grennd við Kárahnjúka samkvæmt ábendingu um að svo sé. 8.5.2007 12:01 Lögreglan á Akureyri yfirheyrir Rúmena Lögreglan á Akureyri er nú að yfirheyra 6-9 útlendinga sem grunur leikur á að kunni að vera hluti af hópi Rúmena sem komið hafi hingað til að betla. Kvartanir hafa borist vegna útlendinganna. 8.5.2007 12:00 Össur segir Íslandshreyfinguna vera „egóflipp“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, gagnrýndi Íslandshreyfinguna harðlega í morgunþætti Jóhanns Hauksonar á Útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði framboðið byggjast á "egóflippi" eða reiði út í Frjálslynda flokkinn. 8.5.2007 11:44 Kjósendur flýja Framsókn til Sjálfstæðisflokks Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. 8.5.2007 11:35 Reykur frá þakpappabræðslu setti eldvarnarkerfi Alþingis í gang Slökkvilið af tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að Alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tíu í morgun vegna gruns um að eldur hefði komið upp í húsinu. 8.5.2007 11:06 Fjórtán stútar gripnir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag. 8.5.2007 10:54 Einstaklingsherbergi efst á óskalista sjúklinga Einstaklingsherbergi með baði eru efst á óskalista sjúklinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna við hönnun nýs háskólasjúkrahúss. Góður og fjölbreyttur matur þykir einnig mikilvægur. Þetta eru meðal annars niðurstöður bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Planetree sem kynntar voru framkvæmdanefnd Landsspítala - háskólasjúkrahúss í gær. 8.5.2007 10:10 Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. 7.5.2007 19:23 Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. 7.5.2007 19:03 Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun. 7.5.2007 18:58 Stefnt að opinberu hlutafélagi um flugflota Gæslunnar Til athugunar er að stofna opinbert hlutafélag utan um flugrekstur Landhelgisgæslunnar, en í morgun var skrifað undir kaupsamning á nýrri flugvél fyrir Gæsluna upp á 2,1 milljarð króna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur dagar Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli séu senn taldir og þá komi helst til greina að flytja starfsemina á Keflavíkurflugvöll. 7.5.2007 18:30 Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. 7.5.2007 18:30 Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. 7.5.2007 18:30 19 Rúmenum vísað úr landi í dag Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. 7.5.2007 18:25 Ólafur Ragnar útskrifaður af sjúkrahúsi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið útskrifaður eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er nú kominn heim á Bessastaði og mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði. Ekkert athugavert kom í ljós við rannsóknir að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. 7.5.2007 16:12 Vélhjólamanni haldið sofandi Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis maðurinn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans. 7.5.2007 15:47 Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni „Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni. 7.5.2007 15:16 Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið. 7.5.2007 13:40 Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. 7.5.2007 12:44 Ungmenni gætu nálgast áfengi í matvöruverslunum Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 7.5.2007 12:27 Viðgerð hafin á vél Flugstoða Viðgerð er um það bil að hefjast á vél Flugmálastjórnar, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í janúar. Hún tilheyrir nú Flugstoðum ohf. og segir Þorgeir Pálsson forstjóri þeirra, að hún komist væntanlega í gangið í sumar 7.5.2007 12:20 Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. 7.5.2007 12:03 Frímúrarar kaupa fíkniefnahund Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fengið styrk að fjárhæð einnar og hálfrar milljónar króna til kaupa á fíkniefnaleitarhundi. Embættið fékk styrk úr Frímúrarasjóðunum, menningar- og mannúðarsjóði Frímúrarareglunnar á Íslandi. Upphæðin dugir þó ekki nema fyrir helmingi kostnaðar því talið er að kostnaðurinn verði ekki undir þremur milljónum króna þegar þjálfun hundsins er tekin með í reikninginn. 7.5.2007 11:42 Reykjavíkurakademían tíu ára Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna. 7.5.2007 11:33 Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska. 7.5.2007 10:52 Kerfið felur í sér hvata til svindls Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. 7.5.2007 10:44 Vaxtarhraða þorsks stjórnað með ljósum Vaxtarhraða þorsks í sjókvíaeldi er hægt að stjórna með notkun ljósa samkvæmt niðurstöðum Evrópuverkefnisins Codlight-Tech. Þannig er hægt að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski. Við kynþroska hættir fiskurinn að vaxa með tilheyrandi kostnaði fyrir eldisaðila. Með þessari aðferð er hægt að stytta eldistíma og bæta fóðurnýtingu þannig að þorskeldi geti orðið hagkvæmara. 7.5.2007 10:02 Megrunarlausi dagurinn í dag Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. 6.5.2007 19:07 Borgarafundur í Bolungarvík Nú stendur yfir borgarafundur í Ráðhúsinu í Bolungarvík um atvinnuástandið í bæjarfélaginu. Fjölmenni er á fundinum en frambjóðendur frá öllum flokkum sitja fundinn. 6.5.2007 19:06 Senda út í breiðsniði Allt sjónvarpsefni 365 miðla mun innan skamms verða sent út í breiðsniði en rúmlega helmingur sjónvarpstækja á heimilum landisns eru með þessu sniði en brátt munu gömlu túbusjónvörpin heyra sögunni til. Allt innlent efni sem framleitt er fyrir 365 er nú þegar sent út með þessu sniði. 6.5.2007 19:04 Milljarða svindl í kvótakerfinu Svindl upp á þúsundir tonna og milljarða króna viðgengst í sjávarútvegi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós sem sýndur verður í kvöld. Sjávarútvegsráðherra telur að um óstaðfestar ýkjusögur sé að ræða. Fiskistofustjóri staðfestir svindlið en segir fráleitt að kenna kvótakerfinu um. 6.5.2007 19:02 Forsetinn fluttur með þyrlu á Landspítala Forseti Íslands var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna veikinda. Hann gengst nú undir rannsóknir en ekki er talið að veikindi hans séu alvarleg. 6.5.2007 19:00 Kona slasast á fæti í Botnssúlum Undanfarar björgunarsveitanna af höfuðborgarsvæðinu og af Akranesi voru kallaðir út kl 14.30 vegna konu sem slasaðist á fæti í Botnsúlum. Einnig voru kallaðir út sjúkraflutningamenn frá Akranesi svo og þyrla landhelgisgæslunnar. 6.5.2007 18:11 Varað við ofsaroki Lögreglan varar við ofsaroki við Breiðavað rétt austan við Blönduós. Rokið virðist staðbundið en vindhraði er um 20 metrar á sekúndu. Þegar eru tveir bílar farnir útaf og mælir lögregla með því að fólk með hjólhýsi í eftirdragi bíði af sér rokið. 6.5.2007 17:26 Sjá næstu 50 fréttir
Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. 8.5.2007 14:04
Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. 8.5.2007 13:02
Arna fer á Viðskiptablaðið Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrum aðstoðar ritstjóri Krónikunnar, hefur ráðið sig til starfa á Viðskiptablaðinu. Arna segir á bloggsíðu sinni á Vísi að hún muni aðallega skrifa í helgarútgáfu blaðsins. 8.5.2007 12:56
Bíða eftir sandsílinu við suðvesturströndina Náttúrufræðingar, fuglaáhugamenn, sjófuglar og veiðimenn bíða þess nú í ofvæni hvort sandsílið ætlar að koma upp að suðvesturströndinni í vor eftir tveggja ára fjarveru. 8.5.2007 12:45
Novator greiðir 1,8 milljarða til búlgarska ríkisins Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, þarf að greiða búlgarska ríkinu 1,8 milljarða króna vegna sölu Novator á búlgarska símafélaginu BTC. 8.5.2007 12:30
Símaskráin 2007 komin út í umhverfisvænni útgáfu Símaskráin 2007 er komin út og nú í fyrsta sinn með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Ritstjóri símaskrárinnar segir að hún sé það umhverfisvæn að hægt sé að borða hana, þó hún mæli ekki beinlínis með því. 8.5.2007 12:22
Sjávarútvegsnefnd kölluð saman vegna umfjöllunar Kompáss Magnús Þór Hafsteinsson hefur farið fram á að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman til þess að ræða kvótasvindl í sjávarútvegi sem fjallað var um í Kompási á Stöð 2 á sunnudag. 8.5.2007 12:17
Stjórnarþingmenn fari með hálfsannleik í málefnum aldraðra Formaður Landsambands eldri borgarara segir stjórnarþingmenn fara með hálfsannleik í málefnum aldraðra, rétt fyrir kosningar. Skattbyrði láglaunafólks hafi ekki minnkað og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi ekki aukist um 60-75 % hjá eldri borgurum, eins og stjórnarþingmenn haldi fram. 8.5.2007 12:14
Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. 8.5.2007 12:11
Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. 8.5.2007 12:10
900 milljóna króna gjöf Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun. 8.5.2007 12:06
Kannað hvort Ómar hafi valdið umhverfisspjöllum Verið er að kanna hvort Ómar Ragnarsson hafi valdið umhverfisspjöllum með flugvallargerð í grennd við Kárahnjúka samkvæmt ábendingu um að svo sé. 8.5.2007 12:01
Lögreglan á Akureyri yfirheyrir Rúmena Lögreglan á Akureyri er nú að yfirheyra 6-9 útlendinga sem grunur leikur á að kunni að vera hluti af hópi Rúmena sem komið hafi hingað til að betla. Kvartanir hafa borist vegna útlendinganna. 8.5.2007 12:00
Össur segir Íslandshreyfinguna vera „egóflipp“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, gagnrýndi Íslandshreyfinguna harðlega í morgunþætti Jóhanns Hauksonar á Útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði framboðið byggjast á "egóflippi" eða reiði út í Frjálslynda flokkinn. 8.5.2007 11:44
Kjósendur flýja Framsókn til Sjálfstæðisflokks Lítil hreyfing er á kjósendum milli stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hirðir mest fylgi af Framsóknarflokknum og Vinstri grænir taka fylgi af Samfylkingunni, samkvæmt könnun Capasent Gallups. 8.5.2007 11:35
Reykur frá þakpappabræðslu setti eldvarnarkerfi Alþingis í gang Slökkvilið af tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að Alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tíu í morgun vegna gruns um að eldur hefði komið upp í húsinu. 8.5.2007 11:06
Fjórtán stútar gripnir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, tveir á laugardag og átta á sunnudag. 8.5.2007 10:54
Einstaklingsherbergi efst á óskalista sjúklinga Einstaklingsherbergi með baði eru efst á óskalista sjúklinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna við hönnun nýs háskólasjúkrahúss. Góður og fjölbreyttur matur þykir einnig mikilvægur. Þetta eru meðal annars niðurstöður bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Planetree sem kynntar voru framkvæmdanefnd Landsspítala - háskólasjúkrahúss í gær. 8.5.2007 10:10
Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. 7.5.2007 19:23
Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. 7.5.2007 19:03
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun. 7.5.2007 18:58
Stefnt að opinberu hlutafélagi um flugflota Gæslunnar Til athugunar er að stofna opinbert hlutafélag utan um flugrekstur Landhelgisgæslunnar, en í morgun var skrifað undir kaupsamning á nýrri flugvél fyrir Gæsluna upp á 2,1 milljarð króna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur dagar Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli séu senn taldir og þá komi helst til greina að flytja starfsemina á Keflavíkurflugvöll. 7.5.2007 18:30
Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. 7.5.2007 18:30
Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. 7.5.2007 18:30
19 Rúmenum vísað úr landi í dag Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. 7.5.2007 18:25
Ólafur Ragnar útskrifaður af sjúkrahúsi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið útskrifaður eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er nú kominn heim á Bessastaði og mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði. Ekkert athugavert kom í ljós við rannsóknir að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. 7.5.2007 16:12
Vélhjólamanni haldið sofandi Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis maðurinn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans. 7.5.2007 15:47
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni „Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni. 7.5.2007 15:16
Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið. 7.5.2007 13:40
Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun. 7.5.2007 12:44
Ungmenni gætu nálgast áfengi í matvöruverslunum Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði. 7.5.2007 12:27
Viðgerð hafin á vél Flugstoða Viðgerð er um það bil að hefjast á vél Flugmálastjórnar, sem hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í janúar. Hún tilheyrir nú Flugstoðum ohf. og segir Þorgeir Pálsson forstjóri þeirra, að hún komist væntanlega í gangið í sumar 7.5.2007 12:20
Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. 7.5.2007 12:03
Frímúrarar kaupa fíkniefnahund Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fengið styrk að fjárhæð einnar og hálfrar milljónar króna til kaupa á fíkniefnaleitarhundi. Embættið fékk styrk úr Frímúrarasjóðunum, menningar- og mannúðarsjóði Frímúrarareglunnar á Íslandi. Upphæðin dugir þó ekki nema fyrir helmingi kostnaðar því talið er að kostnaðurinn verði ekki undir þremur milljónum króna þegar þjálfun hundsins er tekin með í reikninginn. 7.5.2007 11:42
Reykjavíkurakademían tíu ára Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna. 7.5.2007 11:33
Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska. 7.5.2007 10:52
Kerfið felur í sér hvata til svindls Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. 7.5.2007 10:44
Vaxtarhraða þorsks stjórnað með ljósum Vaxtarhraða þorsks í sjókvíaeldi er hægt að stjórna með notkun ljósa samkvæmt niðurstöðum Evrópuverkefnisins Codlight-Tech. Þannig er hægt að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski. Við kynþroska hættir fiskurinn að vaxa með tilheyrandi kostnaði fyrir eldisaðila. Með þessari aðferð er hægt að stytta eldistíma og bæta fóðurnýtingu þannig að þorskeldi geti orðið hagkvæmara. 7.5.2007 10:02
Megrunarlausi dagurinn í dag Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu. 6.5.2007 19:07
Borgarafundur í Bolungarvík Nú stendur yfir borgarafundur í Ráðhúsinu í Bolungarvík um atvinnuástandið í bæjarfélaginu. Fjölmenni er á fundinum en frambjóðendur frá öllum flokkum sitja fundinn. 6.5.2007 19:06
Senda út í breiðsniði Allt sjónvarpsefni 365 miðla mun innan skamms verða sent út í breiðsniði en rúmlega helmingur sjónvarpstækja á heimilum landisns eru með þessu sniði en brátt munu gömlu túbusjónvörpin heyra sögunni til. Allt innlent efni sem framleitt er fyrir 365 er nú þegar sent út með þessu sniði. 6.5.2007 19:04
Milljarða svindl í kvótakerfinu Svindl upp á þúsundir tonna og milljarða króna viðgengst í sjávarútvegi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós sem sýndur verður í kvöld. Sjávarútvegsráðherra telur að um óstaðfestar ýkjusögur sé að ræða. Fiskistofustjóri staðfestir svindlið en segir fráleitt að kenna kvótakerfinu um. 6.5.2007 19:02
Forsetinn fluttur með þyrlu á Landspítala Forseti Íslands var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna veikinda. Hann gengst nú undir rannsóknir en ekki er talið að veikindi hans séu alvarleg. 6.5.2007 19:00
Kona slasast á fæti í Botnssúlum Undanfarar björgunarsveitanna af höfuðborgarsvæðinu og af Akranesi voru kallaðir út kl 14.30 vegna konu sem slasaðist á fæti í Botnsúlum. Einnig voru kallaðir út sjúkraflutningamenn frá Akranesi svo og þyrla landhelgisgæslunnar. 6.5.2007 18:11
Varað við ofsaroki Lögreglan varar við ofsaroki við Breiðavað rétt austan við Blönduós. Rokið virðist staðbundið en vindhraði er um 20 metrar á sekúndu. Þegar eru tveir bílar farnir útaf og mælir lögregla með því að fólk með hjólhýsi í eftirdragi bíði af sér rokið. 6.5.2007 17:26