Innlent

Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt

MYND/Guðmundur

Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt.

Lögreglan þekkti piltana af myndum úr eftirlitsmyndavél, en þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður og var lýst eftir þeim. Skömmu síðar fékk lögreglan tilkynningu frá öryggisvörðum Securitas um að piltarnir væru staddir við bensínstöð í Borgartúni þar sem lögegla handtók þá.

Piltarnir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir seinni part dags. Þar sem þeir eru allir yngri en átján ára voru foreldrar þeirra látnir vita og áður en til skýrslutöku kemur þarf að kalla til barnaverndaryfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×