Innlent

Efri-Brú verður Ásgarður

MYND/Róbert

Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú.

Í samtali við fréttavefinn sudurland.is segir Guðmundur Týr að þar sem honum sé oft ruglað saman við Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins, sem áður bjó á Efri-Brú, sé ekki á það bætandi að reka meðferðarheimili að Efri-Brú. Því hafi hann farið fram á að fá nafninu breytt og að nýja nafnið verði Ásgarður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×