Fleiri fréttir

Borgarstjóri: Ekki kæra

Á fundi Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld kom fram að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur óskað eftir að félagið leggi ekki fram kæru vegna rasks sem orðið hefur í Heiðmörk. Í yfirlýsingu frá Skógræktarfélaginu segir að borgarstjórinn hafi lýst yfir vilja til að beita sér fyrir lausn ágreiningsins vegna eignarspjalla og rasks í sambandi við vatnslögn í Heiðmörk.

Ösku dreift yfir höfuð og enni kirkjugesta

Á öskudegi gera börn sér yfirleitt glaðan dag og er þetta einn af eftirminnilegustu dögum barnanna þar sem búningar, söngvar og gleði eru í fyrirrúmi, eins og sjá mátti á aragrúa uppábúna barna um allt land í dag.

Betri lífslíkur hjá fyrirburum

Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar nær aldrei fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu.

Ógnaði apamanni með hnífi

Maður með hníf ógnaði afgreiðslumanni á Akureyri í dag eftir að hafa stolið flíspeysu. Afgreiðslumaðurinn hljóp hann uppi í apabúningi og situr hnífamaðurinn nú í haldi lögreglu. Maðurinn ógnaði Sigurði Guðmundssyni verslunarmanni með hnífi eftir að stela peysu úr Víking búðinni í Hafnarstræti.

Fljúgandi hálka í Borgarfirði

Lögreglan í Borgarfirði varar ökumenn við fljúgandi hálku frá Hafnarfjalli upp í Norðurárdal. Vegagerðinni gengur erfiðlega að salta, þar sem hiti er við frostmark, mikið fok og snjókoma. Ekki er talið fært bílum á sumardekkjum og ökumenn eru beðnir að haga ökulagi eftir aðstæðum.

Athugun ekki leitt ætlan um saknæmt athæfi í ljós

Athugun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki leitt í ljós, með óyggjandi hætti, að fólk í hópi vefstjóra sem dreifir klámi á Netinu, hafi gerst brotlegt við lög. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir fráleitt að banna þessu fólki að koma til landsins. Ekkert mál er að verða sér út um klám á Íslandi án milligöngu Netsins. Við vörum við myndum með þessari frétt sem gætu sært blygðunarkennd fólks.

Hundruð fugla hafa smitast af olíumengun

Tugir eða hundruð fugla hafa mengast af olíu sem lak úr flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað skammt frá Sandgerði. Mun meira virðist hafa verið eftir af svartolíu í skipinu en áður var talið.

Átti að svíkja lit

Tryggvi Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, sakar lögregluna um að hafa reynt að fá sig til að vitna gegn Jóni Ásgeiri til bæta stöðu sína. Bæði Tryggvi og Jón Ásgeir segja kvennamál þýðingarmikil fyrir upphaf málsins.

Eiður Guðnason til Færeyja

Eiður Guðnason verður aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum. Skrifstofan opnar í byrjun apríl og er nú unnið í samvinnu við dönsk og færeysk stjórnvöld að frágangi málsins. Síðastliðin 60 ár hefur kjörræðismaður haft ólaunað hlutastarf á ræðismannsskrifstofu í Færeyjum.

Sýknaður af ákæru um ærumeiðingar á Vísi

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýknaður af ákæru um ærumeiðingar í garð Hans Markúsar Hafsteinssonar, fyrrverandi sóknarprests í Garðasókn, á umræðuvef Vísis í júlí 2005.

Þjófnaður úr Nettó á Akureyri upplýstur

Maður um tvítugt hefur viðurkennt að hafa brotist inni í verslunina Nettó á Glerártorgi á Akureyri á mánudag og stolið þaðan sjö hundruð þúsund krónum í peningum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri telst málið upplýst og hefur öllu þýfinu verið komið til skila.

Þyrla sótti slasaðan mann við Vík í Mýrdal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna manns sem slasaðist þegar bíll hans fauk út af veginum fyrir ofan Vík í Mýrdal. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var tilkynnt um slysið um eittleytið í dag og var ákveðið að kalla til þyrlu eftir að maðurinn kenndi eymsla í baki.

Sökuð um úrræðaleysi í málum langt leiddra vímuefnasjúklinga

Hart var deilt á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnina fyrir dugleysi í málefnum langt leiddra áfengis- og vímuefnasjúklinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á mikið hefði verið rætt um meðferðarstofnanir og starfsemi þeirra í kjölfar frétta af Byrginu.

Karl Steinar verður yfirmaður fíkniefnadeildar

Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verður yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur við starfinu af Ásgeiri Karlssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni sem verður daglegur stjórnandi greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Karl Steinar hefur verið aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennu deild lögreglunnar frá 2002. Hann hefur farið með málefni almennu löggæslunnar og sólarhringsvaktanna frá þeim tíma, fyrst hjá lögreglunni í Reykjavík en frá áramótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1985. Hann var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn 1997 og stýrði þá forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann lauk námi í afbrotafræði frá California State University í Bandaríkjunum 1994 og útskrifaðist frá Lögregluskóla bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) 1999 og lauk námi fyrir stjórnendur í lögreglu frá sama skóla 2002. Karl Steinar lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2006.

DV verður aftur dagblað á morgun

DV verður að dagblaði á morgun þegar dagleg útgáfa DV hefst að nýju eftir nokkurt hlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá blaðinu. DV mun framvegis koma út fimm daga vikunnar, mánudaga til föstudaga.

Þriðja útkallið vegna óhóflegrar tölvunotkunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í vikunni í þriðja sinn á stuttum tíma kölluð til aðstoðar í heimahúsi þar tölvunotkun unglings hafði farið úr böndunum. Foreldrar unglingspilts voru komnir með nóg af óhóflegri tölvunotkun hans.

Riða greinist í ám í Hrunamannahreppi

Riða hefur greinst í tveimur ám frá bænum Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Landbúnaðarstofnun hefur tilkynnt landbúnaðarráðherra um málið.

28 mál hjá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 eða eldri

85 stjórnsýslumál voru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu nú um miðjan febrúar og eru 28 þeirra frá árinu 2005 eða eldri. Þetta kom fram í svari Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Nýkomin með bílpróf á 130 kílómetra hraða

Sautján ára stúlka var tekin á 130 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku rétt eftir miðnætti í nótt. Stúlkan hefur aðeins haft bílpróf í fjóra mánuði. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jafnaldra hennar á Hafnarfjarðarvegi á 121 kílómetra hraða.

Veitir reykvískum skólabörnum íslenskuverðlaun

Menntaráð Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að komið yrði á fót íslenskuverðlaunum fyrir reykvísk skólabörn sem úthlutað verður á hverju ári á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember.

Boðið að falla frá ákæru fyrir vitnisburð gegn Jóni Ásgeiri

Yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, lauk laust fyrir klukkan eitt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og greint var frá fyrr í dag var Tryggvi meðal annars spurður út í meintan fjárdrátt frá Baugi sem tengist skemmtibátnum Thee Viking og getið er í 18. ákærulið endurákærunnar.

Meira af svartolíu í Wilson Muuga en talið var

Miklu meira virðist hafa verið eftir af svartolíu í flutningaskipinu Wilson Muuga, en talið var því vinnuflokkur hefur dælt um 20 tonnum upp úr lest skipsins á strandstað síðan í gær.

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot vegna aldurs

Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í gær ungan mann af kynferðisbroti gegn stúlkubarni á þeim grundvelli að hann væri ósakhæfur fyrir aldurs sakir. Hann var hins vegar dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur vegna brotsins.

Engin sýking í seiðum á Laxeyri

Ranglega var skýrt frá því á Vísir.is í gær, í frétt sem höfð var eftir Skessuhorni, Vesturlandsvefnum, að sýktum seiðum hefði verið eytt hjá seiðaeldisstöðinni á Laxeyri í Borgarfirði. Um slíkt var ekki að ræða eins og fram kemur í meðfylgjandi athugasemd Jóns Guðjónssonar stöðvarstjóra. Vísir biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Lykilorð bloggara birt á síðum þeirra

Lykilorð sumra bloggara á mbl.is voru birt í skamma stund á bloggsíðum þeirra nú í morgun. Um mikil mistök er að ræða því þeir sem sáu lykilorðin hefðu getað skrifað þau niður, farið inn á bloggsíðu viðkomandi og breytt henni.

Food and Fun hefst í dag - bein útsending frá setningu á Stöð 2

Hin árlega matar- og skemmtihátíð "Food and Fun " hefst í Reykjavík í hádeginu en þá setja Jóni Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Einar Kr. Guðfinnson sjávarútvegsráðherra hátíðina formlega frá Nordica-hótelinu. Sýnt verður beint frá setningunni í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Reynir á íslensku bankana, segir S & P

Nú reynir á íslensku bankana þegar hægir á íslensku efnahagslífi og erfiðarar verður að nálgast lánsfé á erlendum mörkuðum, segir greiningarfyrirtækið Standard & Poors í nýrri skýrslu um íslensku bankana.

Stóri nammidagurinn er í dag

Í dag er öskudagur, stærsti nammidagur ársins og börn um allt land klæðast skrautlegum búningum og ganga hús úr húsi til að kría út gotterí. Börnin fara gjarnan um í stórum hópum og taka lagið til þess að þakka fyrir sig. Fyrr á árum var það siður að krakkar hengdu öskupoka aftan í fólk, en minna er um slíkt í dag.

Segir upphaf Baugsmálsins mega rekja til kvennamála

Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, tók í morgun undir þau orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar frá því í síðustu viku að upphaf Baugsmálsins hefði mátt rekja til kvennamála. Hann sagði líka að Jón Gerald hefði hótað því í símtali í júní 2002 að koma til Íslands og drepa Jóni Ásgeir.

Föst undir steinvegg í fjóra klukukutíma

Kona á fimmtugsaldri var flutt með sjúkrabifreið frá Húnavatnssýslu til Reykjavíkur í dag eftir að steinveggur brotnaði og féll á hana. Konan lá föst undir veggnum á bóndabæ í Vatnsdal í fjórar klukkustundir þar til hjálp barst. Konan mun hafa verið að reka hross út úr hesthúsi þegar slysið varð, en eitt hrossana sparkaði í vegginn með þessum afleiðingum.

Áætlun í jafnréttismálum endurskoðuð

Kynbundinn launamunur er eitt af helstu áhersluatriðum í endurskoðaðri áætlun í jafnréttismálum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja tillöguna fram til þingsályktunar. Tillagan var unnin í félagsmálaráðuneytinu ásamt skýrslu um stöðu og horfur í jafnréttismálum.

Vilja virkja grasrótina

Samstaða, baráttusamtök um bætta umferðarmenningu, hvetja alla til að skrá sig í samtökin og vinna að fækkun alvarlegra umferðarslysa. Félagið var stofnað í kjölfar slysaöldu á síðasta ári. Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári og hefur alvarlegum meiðslum á fólki fækkað. Steinþór Jónsson formaður samtakanna segir í fréttatilkynningu að það sé góð byrjun á löngu verkefni.

Deilt um fjölda þungana á Byrginu

Pétur Hauksson, geðlæknir, segist harma orð fyrrverandi landlæknis um að þunganir nokkurra kvenna af völdum starfsmanna Byrgisins séu sögusagnir. Landlæknir staðhæfir að aðeins ein þungun hafi átt sér stað í Byrginu.

Breikkun Suðurlandsvegar fjármögnuð beint úr ríkissjóði?

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir mjög vel koma til greina að fjármagna breikkun Suðurlandsvegar beint með framlögum úr ríkissjóði. Hann segir að skuggagjaldaaðferð verði því aðeins notuð að hún reynist ríkissjóði hagstæð.

Fjármálaráðherra harmar mistök Símans og Landsvirkjunar

Fjármálaráðherra harmaði, á Alþingi í dag, þau mistök sem Símanum og Landsvirkjun urðu á með ólögmætu samráði. Þingflokksformaður vinstri grænna benti á að helstu talsmenn markaðsvæðingar, sem forðum hrópuðu báknið burt, þeir Friðrik Sophusson og Brynjólfur Bjarnason, hefðu nú verið staðnir að brotum á samkeppnislögum.

Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað.

Mistekist að koma á samkeppni á raforkumarkaði

Það er verið að búa til einn samansúrraðan einokunarrisa, sagði formaður vinstri grænna í þingræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um að leggja Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða undir Landsvirkjun. Fjármálaráðherra segir ljóst að markaðsvæðing raforkukerfisins hafi ekki tekist sem skyldi og mistekist hafi að koma á samkeppni.

Gæsluvarðhald vegna stærsta kókaínsmygls

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsdóm yfir fertugum karlmanni sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni til landsins. Áætlað götuvirði efnanna gæti numið um 50 milljónum króna, en þetta er eitt mesta magn af kókaíni sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir