Fleiri fréttir Kartöflugeymslur fá nýtt líf á Vetrarhátíð Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekkunni ganga í endurnýjun lífdaga á föstudag og laugardag í tengslum við Vetrarhátíð 2007. Geymslunum verður breytt í listasmiðju þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir bæði unga og aldna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.2.2007 15:38 Mýs eða kartöflur? - skorið úr um það í Íslandi í dag í kvöld Nokkur umræða hefur skapast um það á bloggsíðum landsins í dag hvort tvær mýs hafi skotist yfir gólfið í verslun Bónuss í Holtagörðum í úttekt Íslands í dag á matvöruverði á landinu á Stöð 2 í gærkvöld. Tveir litlir hlutir sjást í innslaginu skjótast yfir gólfið þar sem Sölvi Tryggvason, fréttamaður Íslands í dag, er að fara yfir verð á tiltekinni kextegund. 20.2.2007 15:22 Harma komu klámframleiðenda til landsins Félag kvenna af erlendum uppruna á Íslandi harma það að framleiðendur kláms skuli hafa valið Ísland sem samkomustað og ætli sér að nota dvöl sína hér til að styrkja viðskiptatengsl og tækifæri. Í yfirlýsingu til fjölmiðla fordæmir félagið komu hópsins til landsins og hvetur stjórnvöld til þess að fylgjast grannt með ferðum hans og athæfi á meðan á heimsókninni stendur. 20.2.2007 14:54 Breytingar á mælingu neysluverðsvísitölu Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum vísitölu neysluverðs. Með frumvarpinu er lagt til að vístalan verði reiknuð í hverjum mánuði miðað við verðlag í um það bil vikutíma um miðjan hvern mánuð en miðað við núverandi lög er vísitalan reiknuð út frá verðlagi fyrstu tveggja virkra daga í mánuði. 20.2.2007 14:33 Heilsuverndarstöðin verður hótel Nýir eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg hafa uppi hugmyndir um að breyta henni í hótel en þeir keyptu húsið af Mark-Húsum fyrir um mánuði. Mark-Hús keyptu húsið hins vegar af borginni og ríkinu í hitteðfyrra og var starfsemin sem þar var flutt í húsnæði í Mjódd og á Landspítalann. 20.2.2007 14:13 Laxaseiðum eytt á Laxeyri Nýrnaveiki kom upp í seiðum og hrognum í laxeldisstöðinni á Laxeyri. Þeim hefur öllum verið eytt. Veikin hefur ekki dreift sér um stöðina. 20.2.2007 14:08 Lýst eftir vitnum að ofsaakstri tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að ofsaakstri tveggja ökumanna um síðustu helgi en hún segir að þá hafi nánast allar umferðarreglur verið þverbrotnar. Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum mannanna. 20.2.2007 13:44 Harma það að almennir borgarar taki lögin í sínar hendur SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla - landssamtök foreldra, um örugga netnotkun barna og unglinga á Íslandi, harmar það að hinn almenni borgari skuli taka lögin í sínar eigin hendur og geri út tálbeitur fyrir barnaníðinga á netinu. 20.2.2007 13:15 Segir Vestfirði og Norðurland vestra hafa verið vanrækt Vestfirðir og Norðurland vestra hafa verið vanrækt, þar fækkar íbúum stöðugt, og það er til skammar að láta slíkt gerast árum saman. Þetta sagði þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í harðri ádeilu á ríkisstjórnina í fyrirspurnartíma á Alþingi. 20.2.2007 13:00 Draga barnaperra á tálar og hafa af þeim fé Svo virðist sem nýr leikur sé að ryðja sér til rúms meðal unglinga í Hafnarfirði. Leikur að eldi myndu margir kalla það, enda gengur hann út á að lokka til sín barnaperra, hafa af þeim fé og ná svo mynd af þeim. 20.2.2007 12:45 Fleiri rafhlöðum verði skilað til endurvinnslu Íslendingar nota hátt í hálft tonn af rafhlöðum á degi hverjum en aðeins lítið brot af þessu magni skilar sér í endurvinnslu. Úrvinnslusjóður boðaði til blaðamannafundar í morgun til að kynna átak til þess að fá Íslendinga til að gera þarna bragarbót á. 20.2.2007 12:30 Mikil eftirspurn eftir stórum trjám Mikil eftirspurn er eftir stórum trjám og gott verð í boði fyrir tré á borð við þau sem horfin eru úr Heiðmörk. 20.2.2007 12:15 Dreggjum af svartolíu dælt úr Wilson Muuga Þyrla frá Landhelgisgæslunni flutti í morgun dælur og mannskap út í Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi, til að dæla dreggjum af svartolíu úr lestum skipsins. Þar í grennd fannst olía í þanghrönn síðdegis í gær. 20.2.2007 12:00 Lýsa þungum áhyggjum af kjaradeilu kennara og launanefndar Borgarmálaráð Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. 20.2.2007 11:44 Röð mistaka hefði ráðið færslu yfirlýsingar Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sagði Tryggvi meðal annars að röð mistaka hefði ráðið því að yfirlýsing um markaðsstuðning frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á hátt í 47 milljónir króna hefði verið færð Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins. 20.2.2007 11:32 Ölvaður maður beit tvo lögreglumenn Lögreglan á Hvolsvelli þurfti í liðinni viku að hafa afskipti af manni vegna heimilisófriðs en hann var gestur í húsi í umdæmi lögreglunnar. Maðurinn mun hafa verið ölvaður og þegar færa átti hann í fangageymslur á Selfossi réðst hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. 20.2.2007 10:35 Utanríkisráðherra á ferð um Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Úganda þar sem hún mun hitta þarlenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í landinu. 20.2.2007 10:21 Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. 20.2.2007 10:03 Harmar að ekki náist sátt Skólastjórafélag Reykjavíkur harmar það að samninganefndir Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands hafi ekki náð samkomulagi um framkvæmd endurskoðunarákvæðis greinar 16.1. í samningi aðila frá árinu 2004. 20.2.2007 02:30 Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. 19.2.2007 20:00 Lét ekki vita af eldi Vanheil kona, sem nágrannar hafa lengi talið að þyrfti að vistast á geðsjúkrahúsi kveikti í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og ógnaði þar með öryggi allra í húsinu. Nágrannarnir hafa óttast að hún gæti orðið sjálfri sér og öðrum að voða. Á tólfta tímanum í gærkvöldi fann fólk í nálægum húsum brunalykt og sá hvar reykur stóð út um glugga á íbúð konnnar. 19.2.2007 19:45 Steggjunin fór úr böndunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í andlitið með glerflösku þannig að hún hlut skurð á enni. Janframt var hann dæmdur til að greiða henni hundrað þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var sakfelldur meðal annars með vísan til Mannhelgisbálks Jónsbókar frá árinu 1281. 19.2.2007 19:30 Klámráðstefnan rataði inn á Alþingi í dag Þátttakendur í samkomu framleiðenda klámefnis ætla ekki að hætta við komu sína hingað til lands. Forsætisráðherra sagðist á Alþingi í dag hafa óbeit á klámiðnaðinum og öllu því sem honum fylgir. Honum væri hins vegar ekki kunnugt um að þeir framleiðendur sem hingað koma standi fyrir mansali eða framleiðslu á barnaklámi. 19.2.2007 19:00 Hringvegurinn klárast ekki Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, gagnrýnir Sturlu Böðvarsson, eftirmann sinn á ráðherrastól, fyrir að klára ekki að malbika hringveginn í samgönguáætlun næstu tólf ára. 19.2.2007 18:52 Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur vék fyrir Suðurlandsvegi Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur varð að víkja fyrir brýnna verkefni, tvöföldun Suðurlandsvegar yfir Hellisheiði. Þetta segja oddvitar stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi, þau Guðni Ágústsson og Drífa Hjartardóttir. 19.2.2007 18:46 Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. 19.2.2007 18:45 Síminn og Landsvirkjun fallast á háa fjársekt fyrir ólögmætt samráð Síminn og Landsvirkjun hafa viðurkennt að hafa haft með sér ólögmætt samráð vegna kaupa Símans á fjarskiptafyrirtæki og ljósleiðarastrengjum af Landsvirkjun og fallist á að greiða samtals áttatíu milljóna króna sekt í ríkissjóð. Þetta er hæsta sekt sem samið hefur verið um hérlendis vegna brota á samkeppnislögum. 19.2.2007 18:38 Tré á svörtum markaði Grunur leikur á að mörgum stórum trjám, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna óleyfilegra vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafi verið komið undan til gróðursetningar á einkalöndum. Öll tré, sem rifin voru upp í Heiðmörk voru fjarlægð þaðan, í stað þess að búa sem best um þau á staðnum til gróðursetningar í Heiðmörk á ný. Þau virðast vera komin í einskonar svartamarkaðsdreyfingu. 19.2.2007 18:34 Hugsanleg samvinna nýtingu jarðvarma í Djíbútí Möguleiki á samvinnu íslenskra aðila og aðila frá Djíbútí við að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu var ræddur á fundi utanríkisráðherra landanna í dag. Utanríkisráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Mahmous Ali Youssouf ræddu einnig stöðu kvenna og barna í Djíbútí og aðgerðir ríkisstjórnar landsins til að útrýma fátækt. 19.2.2007 18:05 Flughált á Breiðdalsheiði Vegagerðin varar við flughálku á Breiðdalsheiði. Þá eru víða hálkublettir á stöku stað á Norður- og Austurlandi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru einnig hálkublettir hér og þar, en annars greiðfært um allt Suður- og Vesturland. Á vestfjörðum er hálka á hálsum og heiðum. 19.2.2007 18:03 Vilja hækkun lífeyrisbóta Félag eldri borgara í Reykjavík vill að lífeyrisbætur aldraðra verði hækkaðar úr 125 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur og fylgi síðan launavísitölu. Félagið leggur mikla áherslu á fjölgun sambýla, leigu- og hjúkrunaríbúða og að málefni aldraðra verði alfarið flutt til sveitarfélaganna. 19.2.2007 17:48 Fær ekki að snerta bílinn eftir ölvunarakstur Tuttugu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, langflestir í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Reykjavík var um að ræða tuttugu karlmenn og fjórar konur. 19.2.2007 16:49 Lögregla og björgunarsveitir endurnýja samstarfssamning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan hafa skrifað undir nýjan samning við svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2007 16:37 OR semur um jarðhitarannsóknir í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur mun starfa að þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðöslu í Djúbúti ásamt yfirvöldum þar samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag. 19.2.2007 16:29 Síminn og Landsvirkjun viðurkenna samráð og borga sektir Síminn, Landsvirkjun og Fjarski ehf., sem er dótturfélag Landsvirkjunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. 19.2.2007 15:57 Stjórnarskránefnd þarf lengri tíma en vill breyta 79. greininni Stjórnarskrárnefnd undir formennsku Jóns Kristjánssonar hefur sent frá sér áfangaskýrslu með yfirlit yfir starf nefndarinnar undanfarin tvö ár. Nefndin segist þurfa lengri tíma til að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni eins og að var stefnt. 19.2.2007 15:46 Urðu ekki varir við olíuflekki úti fyrir Reykjanesi Starfsmenn Landhelgisgæsllunnar sem fóru í eftirlitsflug á flugvél Gæslunnar, TF-SYN, í dag á svæðinu frá Garðaskaga inn að Njarðvík urðu ekki varir við neina olíuflekki á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. 19.2.2007 15:29 Vill ekki að klámiðnaður nái fótfestu hér á landi Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. 19.2.2007 15:17 Sat sinn fyrsta fund í þingflokknum í dag Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar nú klukkan 15:00 tilkynningu um inngöngu Kristins H. Gunnarssonar í þingflokk Frjálslynda flokksins. Kristinn hefur skráð sig sem félaga í Frjálslynda flokknum og sat hann í dag sinn fyrsta formlega fund með þingflokknum. 19.2.2007 15:10 Virða þarf ferða- og fundafrelsi Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna einhliða fréttaflutnings af væntanlegum fundi fólks úr klámiðnaðnum hérlendis. Þar kemur fram að virða þurfi frelsi fólks til að ferðast og eiga fundi. 19.2.2007 14:37 Höfnuðu beiðni Greenpeace um sýnatöku Greenpeace-samtökin vilja rannsaka magn eiturefna í hvalaafurðum. Beiðni þeirra til Sorpurðunar Vesturlands um sýnatöku á urðunarsvæði fyrirtækisins í Fíflholtum á Mýrum var hafnað í síðustu viku. Sorpurðun Vesturlands er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. 19.2.2007 13:59 Dæmd fyrir vörslu á hálfu kílói af amfetamíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir hálft kíló af amfetamíni og um fimm grömm af hassi. Konan játaði brot sitt en bar fyrir dómi að hún hefði einungis haft amfetamínið í sinni vörslu í innan við sólarhring. 19.2.2007 13:52 Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35 Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22 105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Kartöflugeymslur fá nýtt líf á Vetrarhátíð Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekkunni ganga í endurnýjun lífdaga á föstudag og laugardag í tengslum við Vetrarhátíð 2007. Geymslunum verður breytt í listasmiðju þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir bæði unga og aldna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.2.2007 15:38
Mýs eða kartöflur? - skorið úr um það í Íslandi í dag í kvöld Nokkur umræða hefur skapast um það á bloggsíðum landsins í dag hvort tvær mýs hafi skotist yfir gólfið í verslun Bónuss í Holtagörðum í úttekt Íslands í dag á matvöruverði á landinu á Stöð 2 í gærkvöld. Tveir litlir hlutir sjást í innslaginu skjótast yfir gólfið þar sem Sölvi Tryggvason, fréttamaður Íslands í dag, er að fara yfir verð á tiltekinni kextegund. 20.2.2007 15:22
Harma komu klámframleiðenda til landsins Félag kvenna af erlendum uppruna á Íslandi harma það að framleiðendur kláms skuli hafa valið Ísland sem samkomustað og ætli sér að nota dvöl sína hér til að styrkja viðskiptatengsl og tækifæri. Í yfirlýsingu til fjölmiðla fordæmir félagið komu hópsins til landsins og hvetur stjórnvöld til þess að fylgjast grannt með ferðum hans og athæfi á meðan á heimsókninni stendur. 20.2.2007 14:54
Breytingar á mælingu neysluverðsvísitölu Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum vísitölu neysluverðs. Með frumvarpinu er lagt til að vístalan verði reiknuð í hverjum mánuði miðað við verðlag í um það bil vikutíma um miðjan hvern mánuð en miðað við núverandi lög er vísitalan reiknuð út frá verðlagi fyrstu tveggja virkra daga í mánuði. 20.2.2007 14:33
Heilsuverndarstöðin verður hótel Nýir eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg hafa uppi hugmyndir um að breyta henni í hótel en þeir keyptu húsið af Mark-Húsum fyrir um mánuði. Mark-Hús keyptu húsið hins vegar af borginni og ríkinu í hitteðfyrra og var starfsemin sem þar var flutt í húsnæði í Mjódd og á Landspítalann. 20.2.2007 14:13
Laxaseiðum eytt á Laxeyri Nýrnaveiki kom upp í seiðum og hrognum í laxeldisstöðinni á Laxeyri. Þeim hefur öllum verið eytt. Veikin hefur ekki dreift sér um stöðina. 20.2.2007 14:08
Lýst eftir vitnum að ofsaakstri tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að ofsaakstri tveggja ökumanna um síðustu helgi en hún segir að þá hafi nánast allar umferðarreglur verið þverbrotnar. Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum mannanna. 20.2.2007 13:44
Harma það að almennir borgarar taki lögin í sínar hendur SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla - landssamtök foreldra, um örugga netnotkun barna og unglinga á Íslandi, harmar það að hinn almenni borgari skuli taka lögin í sínar eigin hendur og geri út tálbeitur fyrir barnaníðinga á netinu. 20.2.2007 13:15
Segir Vestfirði og Norðurland vestra hafa verið vanrækt Vestfirðir og Norðurland vestra hafa verið vanrækt, þar fækkar íbúum stöðugt, og það er til skammar að láta slíkt gerast árum saman. Þetta sagði þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í harðri ádeilu á ríkisstjórnina í fyrirspurnartíma á Alþingi. 20.2.2007 13:00
Draga barnaperra á tálar og hafa af þeim fé Svo virðist sem nýr leikur sé að ryðja sér til rúms meðal unglinga í Hafnarfirði. Leikur að eldi myndu margir kalla það, enda gengur hann út á að lokka til sín barnaperra, hafa af þeim fé og ná svo mynd af þeim. 20.2.2007 12:45
Fleiri rafhlöðum verði skilað til endurvinnslu Íslendingar nota hátt í hálft tonn af rafhlöðum á degi hverjum en aðeins lítið brot af þessu magni skilar sér í endurvinnslu. Úrvinnslusjóður boðaði til blaðamannafundar í morgun til að kynna átak til þess að fá Íslendinga til að gera þarna bragarbót á. 20.2.2007 12:30
Mikil eftirspurn eftir stórum trjám Mikil eftirspurn er eftir stórum trjám og gott verð í boði fyrir tré á borð við þau sem horfin eru úr Heiðmörk. 20.2.2007 12:15
Dreggjum af svartolíu dælt úr Wilson Muuga Þyrla frá Landhelgisgæslunni flutti í morgun dælur og mannskap út í Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi, til að dæla dreggjum af svartolíu úr lestum skipsins. Þar í grennd fannst olía í þanghrönn síðdegis í gær. 20.2.2007 12:00
Lýsa þungum áhyggjum af kjaradeilu kennara og launanefndar Borgarmálaráð Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í viðræðum kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. 20.2.2007 11:44
Röð mistaka hefði ráðið færslu yfirlýsingar Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sagði Tryggvi meðal annars að röð mistaka hefði ráðið því að yfirlýsing um markaðsstuðning frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á hátt í 47 milljónir króna hefði verið færð Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins. 20.2.2007 11:32
Ölvaður maður beit tvo lögreglumenn Lögreglan á Hvolsvelli þurfti í liðinni viku að hafa afskipti af manni vegna heimilisófriðs en hann var gestur í húsi í umdæmi lögreglunnar. Maðurinn mun hafa verið ölvaður og þegar færa átti hann í fangageymslur á Selfossi réðst hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. 20.2.2007 10:35
Utanríkisráðherra á ferð um Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag af stað til Úganda þar sem hún mun hitta þarlenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í landinu. 20.2.2007 10:21
Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. 20.2.2007 10:03
Harmar að ekki náist sátt Skólastjórafélag Reykjavíkur harmar það að samninganefndir Launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasambands Íslands hafi ekki náð samkomulagi um framkvæmd endurskoðunarákvæðis greinar 16.1. í samningi aðila frá árinu 2004. 20.2.2007 02:30
Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. 19.2.2007 20:00
Lét ekki vita af eldi Vanheil kona, sem nágrannar hafa lengi talið að þyrfti að vistast á geðsjúkrahúsi kveikti í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og ógnaði þar með öryggi allra í húsinu. Nágrannarnir hafa óttast að hún gæti orðið sjálfri sér og öðrum að voða. Á tólfta tímanum í gærkvöldi fann fólk í nálægum húsum brunalykt og sá hvar reykur stóð út um glugga á íbúð konnnar. 19.2.2007 19:45
Steggjunin fór úr böndunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í andlitið með glerflösku þannig að hún hlut skurð á enni. Janframt var hann dæmdur til að greiða henni hundrað þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var sakfelldur meðal annars með vísan til Mannhelgisbálks Jónsbókar frá árinu 1281. 19.2.2007 19:30
Klámráðstefnan rataði inn á Alþingi í dag Þátttakendur í samkomu framleiðenda klámefnis ætla ekki að hætta við komu sína hingað til lands. Forsætisráðherra sagðist á Alþingi í dag hafa óbeit á klámiðnaðinum og öllu því sem honum fylgir. Honum væri hins vegar ekki kunnugt um að þeir framleiðendur sem hingað koma standi fyrir mansali eða framleiðslu á barnaklámi. 19.2.2007 19:00
Hringvegurinn klárast ekki Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, gagnrýnir Sturlu Böðvarsson, eftirmann sinn á ráðherrastól, fyrir að klára ekki að malbika hringveginn í samgönguáætlun næstu tólf ára. 19.2.2007 18:52
Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur vék fyrir Suðurlandsvegi Kosningaloforðið Suðurstrandarvegur varð að víkja fyrir brýnna verkefni, tvöföldun Suðurlandsvegar yfir Hellisheiði. Þetta segja oddvitar stjórnarflokkanna í Suðurkjördæmi, þau Guðni Ágústsson og Drífa Hjartardóttir. 19.2.2007 18:46
Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. 19.2.2007 18:45
Síminn og Landsvirkjun fallast á háa fjársekt fyrir ólögmætt samráð Síminn og Landsvirkjun hafa viðurkennt að hafa haft með sér ólögmætt samráð vegna kaupa Símans á fjarskiptafyrirtæki og ljósleiðarastrengjum af Landsvirkjun og fallist á að greiða samtals áttatíu milljóna króna sekt í ríkissjóð. Þetta er hæsta sekt sem samið hefur verið um hérlendis vegna brota á samkeppnislögum. 19.2.2007 18:38
Tré á svörtum markaði Grunur leikur á að mörgum stórum trjám, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna óleyfilegra vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafi verið komið undan til gróðursetningar á einkalöndum. Öll tré, sem rifin voru upp í Heiðmörk voru fjarlægð þaðan, í stað þess að búa sem best um þau á staðnum til gróðursetningar í Heiðmörk á ný. Þau virðast vera komin í einskonar svartamarkaðsdreyfingu. 19.2.2007 18:34
Hugsanleg samvinna nýtingu jarðvarma í Djíbútí Möguleiki á samvinnu íslenskra aðila og aðila frá Djíbútí við að nýta jarðvarma til orkuframleiðslu var ræddur á fundi utanríkisráðherra landanna í dag. Utanríkisráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Mahmous Ali Youssouf ræddu einnig stöðu kvenna og barna í Djíbútí og aðgerðir ríkisstjórnar landsins til að útrýma fátækt. 19.2.2007 18:05
Flughált á Breiðdalsheiði Vegagerðin varar við flughálku á Breiðdalsheiði. Þá eru víða hálkublettir á stöku stað á Norður- og Austurlandi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru einnig hálkublettir hér og þar, en annars greiðfært um allt Suður- og Vesturland. Á vestfjörðum er hálka á hálsum og heiðum. 19.2.2007 18:03
Vilja hækkun lífeyrisbóta Félag eldri borgara í Reykjavík vill að lífeyrisbætur aldraðra verði hækkaðar úr 125 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur og fylgi síðan launavísitölu. Félagið leggur mikla áherslu á fjölgun sambýla, leigu- og hjúkrunaríbúða og að málefni aldraðra verði alfarið flutt til sveitarfélaganna. 19.2.2007 17:48
Fær ekki að snerta bílinn eftir ölvunarakstur Tuttugu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, langflestir í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Reykjavík var um að ræða tuttugu karlmenn og fjórar konur. 19.2.2007 16:49
Lögregla og björgunarsveitir endurnýja samstarfssamning Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan hafa skrifað undir nýjan samning við svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. 19.2.2007 16:37
OR semur um jarðhitarannsóknir í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur mun starfa að þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðöslu í Djúbúti ásamt yfirvöldum þar samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í dag. 19.2.2007 16:29
Síminn og Landsvirkjun viðurkenna samráð og borga sektir Síminn, Landsvirkjun og Fjarski ehf., sem er dótturfélag Landsvirkjunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. 19.2.2007 15:57
Stjórnarskránefnd þarf lengri tíma en vill breyta 79. greininni Stjórnarskrárnefnd undir formennsku Jóns Kristjánssonar hefur sent frá sér áfangaskýrslu með yfirlit yfir starf nefndarinnar undanfarin tvö ár. Nefndin segist þurfa lengri tíma til að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni eins og að var stefnt. 19.2.2007 15:46
Urðu ekki varir við olíuflekki úti fyrir Reykjanesi Starfsmenn Landhelgisgæsllunnar sem fóru í eftirlitsflug á flugvél Gæslunnar, TF-SYN, í dag á svæðinu frá Garðaskaga inn að Njarðvík urðu ekki varir við neina olíuflekki á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. 19.2.2007 15:29
Vill ekki að klámiðnaður nái fótfestu hér á landi Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að hann vildi ekki að klámiðnaðurinn næði fótfestu hér á landi. Með því tók hann undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem gerði fund fólks úr klámiðnaði hér á landi í byrjun marsmánaðar að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi. 19.2.2007 15:17
Sat sinn fyrsta fund í þingflokknum í dag Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar nú klukkan 15:00 tilkynningu um inngöngu Kristins H. Gunnarssonar í þingflokk Frjálslynda flokksins. Kristinn hefur skráð sig sem félaga í Frjálslynda flokknum og sat hann í dag sinn fyrsta formlega fund með þingflokknum. 19.2.2007 15:10
Virða þarf ferða- og fundafrelsi Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna einhliða fréttaflutnings af væntanlegum fundi fólks úr klámiðnaðnum hérlendis. Þar kemur fram að virða þurfi frelsi fólks til að ferðast og eiga fundi. 19.2.2007 14:37
Höfnuðu beiðni Greenpeace um sýnatöku Greenpeace-samtökin vilja rannsaka magn eiturefna í hvalaafurðum. Beiðni þeirra til Sorpurðunar Vesturlands um sýnatöku á urðunarsvæði fyrirtækisins í Fíflholtum á Mýrum var hafnað í síðustu viku. Sorpurðun Vesturlands er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. 19.2.2007 13:59
Dæmd fyrir vörslu á hálfu kílói af amfetamíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir hálft kíló af amfetamíni og um fimm grömm af hassi. Konan játaði brot sitt en bar fyrir dómi að hún hefði einungis haft amfetamínið í sinni vörslu í innan við sólarhring. 19.2.2007 13:52
Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35
Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22
105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent