Innlent

Nýkomin með bílpróf á 130 kílómetra hraða

MYND/Haraldur

Sautján ára stúlka var tekin á 130 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku rétt eftir miðnætti í nótt. Stúlkan hefur aðeins haft bílpróf í fjóra mánuði. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jafnaldra hennar á Hafnarfjarðarvegi á 121 kílómetra hraða. Pilturinn fékk bílpróf fyrir þremur mánuðum. Bæði mega búast við 60.000 króna sekt. Alls voru þrjátíu og tveir ökumenn teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×