Innlent

Veitir reykvískum skólabörnum íslenskuverðlaun

Menntaráð Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að komið yrði á fót íslenskuverðlaunum fyrir reykvísk skólabörn sem úthlutað verður á hverju ári á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að markmið verðlaunanna sé að auka áhuga æsku borginnar á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin verða veitt nemendum sem hafa tekið framförum og eða náð góðum árangri í íslensku, hvort heldur þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál.

Getur hver grunnskóli tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahóp til verðlaunanna og fá allir sem tilnefningu hljóta verðlaunagrip. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×