Innlent

Eldur logar í Malarvinnslunni í Mývatnssveit

Malarvinnslan logar.
Malarvinnslan logar. Vísismynd: Stefán Jakobsson

Eldur logar í húsi Malarvinnslunnar í Mývatnssveit. Lögreglan á Húsavík segir að það skíðlogi í húsinu sem er nokkuð stórt. Tilkynning barst um eldinn um klukkan hálf fimm en í húsinu eru bæði bílaverkstæði og trésmíðaverkstæði.

Farið var með einn mann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um líðan hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×