Innlent

Nokkuð um innbrot um jólin

Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú nokkur innbrot.
Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú nokkur innbrot. MYND/Guðmundur

Lögreglunni í Hafnarfirði bárust nokkrar tilkynningar um innbrot um jólin.  Á jólanótt var brotist inn í söluturn í Hafnarfirði og er málið í rannsókn. 

Á jóladag voru tveir ungir menn teknir eftir að hafa brotist inn í annan söluturn í Hafnarfirði. Sama dag var brotist inn í heimahús í Garðabæ.  Í gær voru síðan tveir einstaklingar handteknir, grunaðir um innbrotið, þeir hafa játað að hafa brotist inn og er hluti af þýfinu kominn til skila. 

Í gær var síðan tilkynnt um innbrot í vélsmiðju í Hafnarfirði.  Það mál er í rannsókn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×