Innlent

Fimm ungmenni hafa játað innbrot

Ungmennin fimm hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið.
Ungmennin fimm hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið. MYND/Haraldur

Fimm ungmenni hafa játað að hafa brotist tvisvar inn í verslun á Akureyri og í veitingarhús um jólin. Sýslumaðurinn á Akureyri fór í gær fram gæsluvarðhald yfir ungmennunum. Þau hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið.

Aðfaranótt jóladags brutust ungmennin inn í verslun og stálu snjóbrettum og búnaði þeim tengdum. Aðfaranótt annars í jólum var svo aftur farið inn á sama stað og meiru stolið af sama tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×