Sýknaður af því að reyna að hindra varp arna 27. desember 2006 13:00 Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Bóndinn játaði að hafa sett upp byssuna í hólmanum en sagði tilganginn þann að fæla burt svartbak og flökkuerni úr varplandi í hólmum í kring en ekki að koma í veg fyrir að ernir verptu þar. Byssur líkt og sú sem sett var upp í hólmanum er hægt að stilla þannig að frá þeim kemur hljóð sem minnir á byssuskot og með þeim er hægt að fæla fugla frá. Bóndinn sem um ræðir stundaði dúntekju í Breiðafirði. Bóndinn sagði þeim æðakollum sem verptu á svæðinu hafa fækkað mikið á rúmum áratug. Bóndinn taldi að viðvera arna á svæðinu ætti stóran þátt í þessari niðursveiflu. Hann kvaðst þess fullviss að örn hefði aldrei verpt í hólmanum. Þar greindi hann á við sérfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem kærði bóndann til lögreglunnar fyrir að setja upp byssuna. Sérfræðingurinn taldi ljóst að tilgangurinn væri sá að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar. Slíkt er brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Sérfræðingurinn hefur séð um talningu arna við Ísland í um tuttugu ár. Sérfræðingurinn var viss um að ernir hefðu byggt upp hreiður í hólmanum vorið 2005. Þegar farið var í eftirlitsflug yfir svæðið skömmu síðar hafi enginn örn verið sjáanlegur í hólmanum og ljóst að tekist hafði að fæla ernina burt með gasbyssunni. Dómurinn taldi ekki full sannað að ernir hefðu verpt í hólmanum og því var bóndinn sýknaður af brotinu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Bóndinn játaði að hafa sett upp byssuna í hólmanum en sagði tilganginn þann að fæla burt svartbak og flökkuerni úr varplandi í hólmum í kring en ekki að koma í veg fyrir að ernir verptu þar. Byssur líkt og sú sem sett var upp í hólmanum er hægt að stilla þannig að frá þeim kemur hljóð sem minnir á byssuskot og með þeim er hægt að fæla fugla frá. Bóndinn sem um ræðir stundaði dúntekju í Breiðafirði. Bóndinn sagði þeim æðakollum sem verptu á svæðinu hafa fækkað mikið á rúmum áratug. Bóndinn taldi að viðvera arna á svæðinu ætti stóran þátt í þessari niðursveiflu. Hann kvaðst þess fullviss að örn hefði aldrei verpt í hólmanum. Þar greindi hann á við sérfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem kærði bóndann til lögreglunnar fyrir að setja upp byssuna. Sérfræðingurinn taldi ljóst að tilgangurinn væri sá að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar. Slíkt er brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Sérfræðingurinn hefur séð um talningu arna við Ísland í um tuttugu ár. Sérfræðingurinn var viss um að ernir hefðu byggt upp hreiður í hólmanum vorið 2005. Þegar farið var í eftirlitsflug yfir svæðið skömmu síðar hafi enginn örn verið sjáanlegur í hólmanum og ljóst að tekist hafði að fæla ernina burt með gasbyssunni. Dómurinn taldi ekki full sannað að ernir hefðu verpt í hólmanum og því var bóndinn sýknaður af brotinu í Héraðsdómi Vestfjarða í dag.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira