Innlent

Styrkjum úthlutað til sjávarrannsókna

Sótt var um styrki fyrir 117,5 milljónir króna, eða nærri fimmfalt það fé sem úthlutað var.
Sótt var um styrki fyrir 117,5 milljónir króna, eða nærri fimmfalt það fé sem úthlutað var. MYND/E.Ól.

Einar K. Guðfinnsson,  sjávarútvegsráðherra, úthlutaði í dag 25 milljónum króna til sjávarrannsókna á samkeppnissviði. Níu verkefni fengu styrk en alls bárust þrjátíu og þrjár umsóknir um styrki.

Styrkirnir voru veittir í samræmi við tillögur stjórnar samkeppnisdeildar Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Sótt var um styrki fyrir 117,5 milljónir króna, eða nærri fimmfalt það fé sem deildin hafði til umráða að þessu sinni.

Verkefnin sem hlutu styrki taka til átta mismunandi tegunda sjávarlífvera. Aðalumsækjendur sex verkefnanna eru staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×