Innlent

FL-Group tilbúið að ráðast í stærri verkefni

Hannes sagði í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 að FL-Group væri nú tilbúið að ráðst í stærri verkefni en áður.
Hannes sagði í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 að FL-Group væri nú tilbúið að ráðst í stærri verkefni en áður. MYND/Vísir

Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, segir að vænta megi umtalsverðra frétta af FL-Group á árinu 2007. Fyrirtækið hefur úr umtalsverðum fjármunum að moða á næsta ári eftir að hafa losað um fjármagn.

Hannes var gestur í Hádegisvitalinu á Stöð 2 í dag. Þar ræddi hann um nýjan ferðarisa, Northern Travel Holding, sem stofnaður var í dag af Fons, FL-Group og Sundi. Hannes sagði heildarumsvif nýja fyrirtækisins vera í kringum 120 milljarða á ári og að heildarfjöldi farþega sé um 7,5 milljónir á ári. Fyrirtækið verður stærsta lággjaldaflugfélagið í Skandinavíu.

Hannes sagði í viðtalinu að FL-Group væri nú tilbúið að ráðst í stærri verkefni en áður. Ekki aðeins sé verið að horfa á það svið sem fyrirtækið er nú á heldur einnig til nýrra sviða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×