Innlent

Wilson Muuga hreyfist lítið

Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku, hafi lítið hreyfst í nótt. Lögreglumenn litu eftir skipinu í morgun en lítið sást þó til þess þar sem mikið myrkur er enn á strandstað.

Einhver olía hefur lekið úr skipinu þar sem botntankar þess eru skaddaðir. Ekki hafa þó sést merki þess að olían hafi náð upp í fjöru heldur hefur sjórinn náð að brjóta hana niður. Umhverfisstofnun ákvað fyrir helgi að bíða með allar aðgerðir, til að reyna að ná olíunni úr skipinu, þar til veðrið helst skikkanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×