Innlent

Ók á 150 kílómetra hraða í gegnum Hvalfjarðagöngin

MYND/Pjetur

Ökumaður sem reyndi að stinga lögreglumenn af í Hvalfjarðagöngunum aðfaranótt aðfangadags var á rúmlega eitt hundrað og fimmtíu kílómetra hraða.

Lögreglumenn voru í eftirlitsferð við norðurenda ganganna og þegar ökumaðurinn varð þeirra var og snéri hann þá bíl sínum við og ók á ofsahraða suður göngin. Lögreglumenn eltu bílinn en misstu sjónar af honum áður en komið var í gegnum um göngin. Lögreglan í Reykjavík var þá kölluð til en þrátt fyrir það fannst bílinn ekki.

Vitað er hver ökumaðurinn var og hefur hann verið boðaður í yfirheyrslur. Út frá myndavélum í göngunum er hægt að sjá að meðalhraði bifreiðarinnar var rúmlega 150 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×