Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús

Mikill eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Mývatnssveit á fimmta tímanum. Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík með brunasár en ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er.

Í húsinu er bæði vélaverkstæði og trésmíðaverkstæði. Eldurinn braust út á vélaverkstæðinu en eldvarnarveggur kom í veg fyrir að hann næði að breiðast yfir í trésmíðaverkstæðið. Gaskútar og olíutankar, sem voru á verkstæðinu, sprungu og varð húsið fljótt alelda. Búið er að ná tökum á eldinum en slökkviliðin í Mývatnssveit og á Húsasvík eru á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×