Innlent

Fleyta kertum í Nauthólsvík í kvöld

Hópur fólks frá Srí Lanka, sem missti ástvini í flóðbylgjunni við Indlandshaf fyrir tveimur árum, ætlar að minnast hinna látnu með því að fleyta kertum í Nauthólsvík í Reykjavík klukkan sjö í kvöld. Þess er minnst í dag um heim allan að tvö ár eru liðin frá þessum hrikalegu náttúruhamförum en áætlað er að 250 þúsund manns hafi farist. Jarðskjálfti á hafsbotni, yfir 9 á Richter, hratt gríðarlegri flóðbylgju af stað en flestir, eða um 170 þúsund manns, fórust í héraðinu Aceh í Indónesíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×