Fleiri fréttir Olíufélagið og EGO lækka verð á eldsneyti Olíufélagið og EGO hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti. Ástæðurnar fyrir lækkuninni eru sagðar vera lækkandi heimsmarkaðsverð og styrkari staða krónunnar. 31.10.2006 11:16 Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta konu. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hennar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. 31.10.2006 10:59 Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. 31.10.2006 10:48 Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu. 31.10.2006 10:36 Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 31.10.2006 10:17 Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. 31.10.2006 09:59 Erfitt að fá starfsfólk í sláturhúsið í Búðardal Erfitt hefur reynst að fá fólk til vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja þar sögun á lambakjöti fyrir jólin og jafnvel annars konar vinnslu, svo sem sultun og súrsun. Aðeins einn heimamaður fékkst til starfa á sláturtíðinni þannig að 8 Pólverjar voru ráðnir til að svíða hausa. Fréttavefurinn skessuhorn.is segir frá þessu. 30.10.2006 22:52 Skipasmíðastöðvar hérlendis eiga undir högg að sækja Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ítrekað þurft að lúta í gras gagnvart Pólverjum. Kunnar eru deilur eftir að varðskipin voru send út til Póllands vegna breytinga. Svo litlu munaði á tilboði Slippstöðvarinnar sálugu á Akureyri og pólsku tilboðunum að sumir töldu óráð að sigla með skipin út. 30.10.2006 21:15 Avion Group hagnast um 10,5 milljarða á sölu Avion Group hefur selt eignir fyrir 34 milljarða króna og losað tíu og hálfan milljarð í hagnað. Leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti félagsins var seldur í heild sinni. Þá keypti Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, og fleiri ríflega helminginn í því félagi sem sá um kaup og sölu flugvéla. 30.10.2006 21:00 Kennarar vilja endurskoða samninga Kennarafélag Reykjavíkur segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir. 30.10.2006 20:00 Þrír karlmenn í fjórum efstu hjá Samfylkingu í NV Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, og séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þingmaður, eru sigurvegarar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þrír karlmenn eru í fjórum efstu sætum listans og eina þingkona flokksins í kjördæminu á ekki víst þingsæti eftir næstu kosningar. 30.10.2006 20:00 Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. 30.10.2006 19:13 Framkvæmdastjóri valinn á morgun Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson. Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg. 30.10.2006 18:45 Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að höfða dómsmál til að fá úrskurði kærunefndar hnekkt. Kærunefndin taldi að Fjármálaeftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka rétt ákveðinna stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. 30.10.2006 18:32 Níu tennur fórnarkostnaður nauðgunar Níu tennur voru brotnar í fyrrverandi lögreglumanni sem reyndi að bjarga eiginkonu sinni þegar hópur manna gerði tilraun til að nauðga henni inni á salerni skemmtistaðar í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Veitingastjóri staðarins segir að efla þurfi sýnilega löggæslu í miðbænum um helgar til að sporna gegn ofbeldi. 30.10.2006 17:57 Smábörn verða ekki bólusett fyrir flensu Ekki stendur til að bólusetja smábörn hér á landi gegn inflúensu en stór bandarísk rannsókn sýnir að þeim verður ekki meint af því. 30.10.2006 17:51 Karlmaður varð úti við Nesjavallaveg Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn vestan við Nesjavallarvirkjun í nótt. Talið er að hann hafi orðið úti. 30.10.2006 17:46 Metur KB banka á 578 milljarða króna Greiningardeild Landsbankans metur virði KB banka á 578 milljarða króna og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum. Þetta kemur fram Fókusi sem Landsbankinn hefur gefið út vegna afkomutalna KB banka á þriðja ársfjórðungi. 30.10.2006 17:19 Lést í sundlaug á Selfossi Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október síðastliðinn hét Ólafur Þór Ólafsson, til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar. 30.10.2006 16:48 Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag. 30.10.2006 16:44 Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans. 30.10.2006 16:30 Íslandspóstur kaupir Samskipti Íslandspóstur hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti og gengu kaupin í gegn í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að kaupin séu liður í að efla þjónustu félagsins enn frekar og bjóða upp á fjölbreyttari lausnir sem styðja við núverandi starfsemi. 30.10.2006 15:45 Búið að opna aftur fyrir umferð Búið er að opna aftur fyrir umferð um gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu en búið er að stöðva vatnsflauminn. 30.10.2006 15:09 Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna aftur en lögreglan bendir vegfarendum á að hægt er að keyra í gegnum Grafarvog og Árbæ. 30.10.2006 14:57 Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. 30.10.2006 14:38 Bílvelta á Möðrudalsöræfum Bíll valt á Möðrudalsöræfum í morgun. Þrír voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á Egilsstaði til læknisskoðunar. Lögreglan segir mikla hálku hafa verið á veginum í morgun og leiðinlegt veður. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins. 30.10.2006 14:10 Kærir Ekstra Bladet fyrir kynþáttafordóma í garð Íslendinga Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sagnfræðingur sem starfar í Danmörku, hefur kært danska dagblaðið Extra Bladet til lögreglu fyrir kynþáttafordóma í tengslum við umfjöllun blaðsins um viðskiptahætti íslenskra fyrirtækja í Danmörku. 30.10.2006 14:09 Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. 30.10.2006 13:48 Steinunn Þóra sækist eftir 4. sætinu hjá VG á höfuðborgarsvæðinu Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sætið í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. 30.10.2006 13:39 Una María sækist eftir 2. sæti í Kraganum Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Framsóknflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í kjördæminu um næstu helgi en kosið verður í sex efstu sætin. 30.10.2006 13:11 Kynferðisbrotadeild tekur til starfa Kynferðisbrotadeild tekur til starfa í byrjun næsta árs þegar lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð. Guðbjartsdóttir, einn af lögmönnum neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota, fagnar þessu. 30.10.2006 13:00 Segir stjórnendur KB Banka í felum Danska Ekstrabladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. 30.10.2006 13:00 Misþyrmdu manni sem reyndi að verja eiginkonu sína Fjórir erlendir karlmenn, sem brutu upp hurð á kvennasalerni á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og réðust þar á konu, misþyrmdu eiginmanni hennar þegar hann kom henni til hjálpar. 30.10.2006 12:16 Lést í eldsvoða í Grindavík Maðurinn sem lést í eldsvoða í Grindavík í gærmorgun hét Stefán Karl Kristinsson. Hann var þrjátíu og sex ára og lætur eftir sig fimmtán ára dóttur. 30.10.2006 12:09 Kæra útgáfu framkvæmdaleyfis á Stóra-Skarðsmýrarfjalli Landvernd hefur, ásamt Eldhestum og Birni Pálssyni, kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á framkvæmdaleyfi á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Vilja þessir aðilar að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. 30.10.2006 10:54 Tveir handteknir í Mosfellsbæ fyrir þjófnað á byggingarefni Lögregla handtók tvo menn í Mosfellsbæ í nótt þar sem þeir voru að stela byggingarefni úr nýbyggingum. 30.10.2006 10:19 Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. 30.10.2006 10:15 Síldarveiðiskip hafa náð öllum kvóta sínum Síldarvertíðirnar hér við land eru farnar að renna út í eitt, en veiðunum úr norsk-íslenska stofninum telst formlega lokið. Skipin náðu öllum kvóta sínum. 30.10.2006 10:02 Framsókn stillir upp í Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu í gær á fundi sínum að stilla upp á lista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða listann. 30.10.2006 09:57 Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar 29.10.2006 18:45 Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. 29.10.2006 18:30 Hvalur 9 skaut hval 5 Fimmta langreyðurin á þessari vertíð er veidd og væntanlegt að komið verið með hana til lands um klukkan ellefu í fyrramálið. Hvalurinn sem nú veiddist er fyrsti tarfurinn af þeim fimm sem búið er að veiða nú. Hann veiddist á sömu slóðum og hinir fjórir, eða um 130 mílur vestur af Snæfellsnesi. Leyft er að veiða níu hvali á þessari vertíð og með þessu áframhaldi má ætla að hvalbáturinn Hvalur 9 klári kvótann áður en langt um líður. 29.10.2006 16:21 Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli látin 29.10.2006 12:56 Maður lést í eldsvoða í Grindavík í nótt Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða í Grindavík í nótt. Tvær stúlkur, dóttir mannsins og vinkona hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu, sem stendur við Heiðarhraun í Grindavík. Stúlkurnar voru fluttar á slysadeild en voru útskrifaðar skömmu síðar. Eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag. 29.10.2006 12:02 Klukkunni í Evrópu og Ameríku seinkað í nótt Vetrartími var tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu í nótt, og klukkunni seinkað um eina klukkustund. Íslenskur tími er sem fyrr óbreyttur og nú er klukkan til dæmis einni klukkustund á undan í Kaupmannahöfn og París, en sami tími er í nú London og Reykjavík. Klukkan á austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímum á eftir íslensku klukkunni. Evrópa og Ameríka leggja af sumartíma aðfaranótt síðasta sunnudags í október. 29.10.2006 11:53 Sjá næstu 50 fréttir
Olíufélagið og EGO lækka verð á eldsneyti Olíufélagið og EGO hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti. Ástæðurnar fyrir lækkuninni eru sagðar vera lækkandi heimsmarkaðsverð og styrkari staða krónunnar. 31.10.2006 11:16
Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta konu. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hennar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. 31.10.2006 10:59
Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. 31.10.2006 10:48
Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu. 31.10.2006 10:36
Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 31.10.2006 10:17
Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. 31.10.2006 09:59
Erfitt að fá starfsfólk í sláturhúsið í Búðardal Erfitt hefur reynst að fá fólk til vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja þar sögun á lambakjöti fyrir jólin og jafnvel annars konar vinnslu, svo sem sultun og súrsun. Aðeins einn heimamaður fékkst til starfa á sláturtíðinni þannig að 8 Pólverjar voru ráðnir til að svíða hausa. Fréttavefurinn skessuhorn.is segir frá þessu. 30.10.2006 22:52
Skipasmíðastöðvar hérlendis eiga undir högg að sækja Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ítrekað þurft að lúta í gras gagnvart Pólverjum. Kunnar eru deilur eftir að varðskipin voru send út til Póllands vegna breytinga. Svo litlu munaði á tilboði Slippstöðvarinnar sálugu á Akureyri og pólsku tilboðunum að sumir töldu óráð að sigla með skipin út. 30.10.2006 21:15
Avion Group hagnast um 10,5 milljarða á sölu Avion Group hefur selt eignir fyrir 34 milljarða króna og losað tíu og hálfan milljarð í hagnað. Leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti félagsins var seldur í heild sinni. Þá keypti Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, og fleiri ríflega helminginn í því félagi sem sá um kaup og sölu flugvéla. 30.10.2006 21:00
Kennarar vilja endurskoða samninga Kennarafélag Reykjavíkur segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir. 30.10.2006 20:00
Þrír karlmenn í fjórum efstu hjá Samfylkingu í NV Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, og séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þingmaður, eru sigurvegarar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þrír karlmenn eru í fjórum efstu sætum listans og eina þingkona flokksins í kjördæminu á ekki víst þingsæti eftir næstu kosningar. 30.10.2006 20:00
Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. 30.10.2006 19:13
Framkvæmdastjóri valinn á morgun Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson. Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg. 30.10.2006 18:45
Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að höfða dómsmál til að fá úrskurði kærunefndar hnekkt. Kærunefndin taldi að Fjármálaeftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka rétt ákveðinna stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. 30.10.2006 18:32
Níu tennur fórnarkostnaður nauðgunar Níu tennur voru brotnar í fyrrverandi lögreglumanni sem reyndi að bjarga eiginkonu sinni þegar hópur manna gerði tilraun til að nauðga henni inni á salerni skemmtistaðar í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Veitingastjóri staðarins segir að efla þurfi sýnilega löggæslu í miðbænum um helgar til að sporna gegn ofbeldi. 30.10.2006 17:57
Smábörn verða ekki bólusett fyrir flensu Ekki stendur til að bólusetja smábörn hér á landi gegn inflúensu en stór bandarísk rannsókn sýnir að þeim verður ekki meint af því. 30.10.2006 17:51
Karlmaður varð úti við Nesjavallaveg Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn vestan við Nesjavallarvirkjun í nótt. Talið er að hann hafi orðið úti. 30.10.2006 17:46
Metur KB banka á 578 milljarða króna Greiningardeild Landsbankans metur virði KB banka á 578 milljarða króna og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum. Þetta kemur fram Fókusi sem Landsbankinn hefur gefið út vegna afkomutalna KB banka á þriðja ársfjórðungi. 30.10.2006 17:19
Lést í sundlaug á Selfossi Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október síðastliðinn hét Ólafur Þór Ólafsson, til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar. 30.10.2006 16:48
Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag. 30.10.2006 16:44
Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans. 30.10.2006 16:30
Íslandspóstur kaupir Samskipti Íslandspóstur hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti og gengu kaupin í gegn í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að kaupin séu liður í að efla þjónustu félagsins enn frekar og bjóða upp á fjölbreyttari lausnir sem styðja við núverandi starfsemi. 30.10.2006 15:45
Búið að opna aftur fyrir umferð Búið er að opna aftur fyrir umferð um gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu en búið er að stöðva vatnsflauminn. 30.10.2006 15:09
Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna aftur en lögreglan bendir vegfarendum á að hægt er að keyra í gegnum Grafarvog og Árbæ. 30.10.2006 14:57
Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. 30.10.2006 14:38
Bílvelta á Möðrudalsöræfum Bíll valt á Möðrudalsöræfum í morgun. Þrír voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á Egilsstaði til læknisskoðunar. Lögreglan segir mikla hálku hafa verið á veginum í morgun og leiðinlegt veður. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins. 30.10.2006 14:10
Kærir Ekstra Bladet fyrir kynþáttafordóma í garð Íslendinga Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sagnfræðingur sem starfar í Danmörku, hefur kært danska dagblaðið Extra Bladet til lögreglu fyrir kynþáttafordóma í tengslum við umfjöllun blaðsins um viðskiptahætti íslenskra fyrirtækja í Danmörku. 30.10.2006 14:09
Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. 30.10.2006 13:48
Steinunn Þóra sækist eftir 4. sætinu hjá VG á höfuðborgarsvæðinu Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sætið í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. 30.10.2006 13:39
Una María sækist eftir 2. sæti í Kraganum Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Framsóknflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í kjördæminu um næstu helgi en kosið verður í sex efstu sætin. 30.10.2006 13:11
Kynferðisbrotadeild tekur til starfa Kynferðisbrotadeild tekur til starfa í byrjun næsta árs þegar lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð. Guðbjartsdóttir, einn af lögmönnum neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota, fagnar þessu. 30.10.2006 13:00
Segir stjórnendur KB Banka í felum Danska Ekstrabladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. 30.10.2006 13:00
Misþyrmdu manni sem reyndi að verja eiginkonu sína Fjórir erlendir karlmenn, sem brutu upp hurð á kvennasalerni á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og réðust þar á konu, misþyrmdu eiginmanni hennar þegar hann kom henni til hjálpar. 30.10.2006 12:16
Lést í eldsvoða í Grindavík Maðurinn sem lést í eldsvoða í Grindavík í gærmorgun hét Stefán Karl Kristinsson. Hann var þrjátíu og sex ára og lætur eftir sig fimmtán ára dóttur. 30.10.2006 12:09
Kæra útgáfu framkvæmdaleyfis á Stóra-Skarðsmýrarfjalli Landvernd hefur, ásamt Eldhestum og Birni Pálssyni, kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á framkvæmdaleyfi á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Vilja þessir aðilar að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. 30.10.2006 10:54
Tveir handteknir í Mosfellsbæ fyrir þjófnað á byggingarefni Lögregla handtók tvo menn í Mosfellsbæ í nótt þar sem þeir voru að stela byggingarefni úr nýbyggingum. 30.10.2006 10:19
Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. 30.10.2006 10:15
Síldarveiðiskip hafa náð öllum kvóta sínum Síldarvertíðirnar hér við land eru farnar að renna út í eitt, en veiðunum úr norsk-íslenska stofninum telst formlega lokið. Skipin náðu öllum kvóta sínum. 30.10.2006 10:02
Framsókn stillir upp í Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu í gær á fundi sínum að stilla upp á lista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða listann. 30.10.2006 09:57
Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar 29.10.2006 18:45
Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. 29.10.2006 18:30
Hvalur 9 skaut hval 5 Fimmta langreyðurin á þessari vertíð er veidd og væntanlegt að komið verið með hana til lands um klukkan ellefu í fyrramálið. Hvalurinn sem nú veiddist er fyrsti tarfurinn af þeim fimm sem búið er að veiða nú. Hann veiddist á sömu slóðum og hinir fjórir, eða um 130 mílur vestur af Snæfellsnesi. Leyft er að veiða níu hvali á þessari vertíð og með þessu áframhaldi má ætla að hvalbáturinn Hvalur 9 klári kvótann áður en langt um líður. 29.10.2006 16:21
Maður lést í eldsvoða í Grindavík í nótt Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða í Grindavík í nótt. Tvær stúlkur, dóttir mannsins og vinkona hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu, sem stendur við Heiðarhraun í Grindavík. Stúlkurnar voru fluttar á slysadeild en voru útskrifaðar skömmu síðar. Eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag. 29.10.2006 12:02
Klukkunni í Evrópu og Ameríku seinkað í nótt Vetrartími var tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu í nótt, og klukkunni seinkað um eina klukkustund. Íslenskur tími er sem fyrr óbreyttur og nú er klukkan til dæmis einni klukkustund á undan í Kaupmannahöfn og París, en sami tími er í nú London og Reykjavík. Klukkan á austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímum á eftir íslensku klukkunni. Evrópa og Ameríka leggja af sumartíma aðfaranótt síðasta sunnudags í október. 29.10.2006 11:53