Innlent

Una María sækist eftir 2. sæti í Kraganum

Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Framsóknflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í kjördæminu um næstu helgi en kosið verður í sex efstu sætin. Una er sú fjórða sem sækist eftir öðru sætinu í kjördæminu því áður hafa Gísli Tryggvason, Samúel Örn Erlingsson og Þórarinn Egill Sveinsson lýst yfir framboði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×