Innlent

Maður lést í eldsvoða í Grindavík í nótt

Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða í Grindavík í nótt. Tvær stúlkur, dóttir mannsins og vinkona hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu, sem stendur við Heiðarhraun í Grindavík. Önnur stúlknanna var gestkomandi í húsinu og hljóp heim til foreldra sinna sem hringdu í neyðarlínuna en tilkynning barst þangað um tuttugu mínútur yfir sjö í morgun. Lögregla og slökkvilið fóru strax á staðinn og fundu reykkafarar meðvitundarlausann manninn í húsinu. Lífgunartilraunir voru reyndar í um klukkustund án árangurs og var maðurinn úrskurðaður látinn. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði en skemmdirnar voru mestar í eldhúsi íbúðarhússins og því líklegast að þar hafi eldurinn komið upp. Húsið er mikið skemmt ef ekki ónýt og þykir myldi að eldurinn hafi ekki borist í næstu hús sem tengjast húsinu með timburbílskúrum. Stúlkurnar voru fluttar á slysadeild en voru útskrifaðar skömmu síðar. Eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag og mun tæknideild lögreglunnar í Reykjavík aðstoða við vettvangsrannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×