Innlent

Íslandspóstur kaupir Samskipti

MYND/Teitur

Íslandspóstur hefur keypt prentþjónustufyrirtækið Samskipti og gengu kaupin í gegn í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að kaupin séu liður í að efla þjónustu félagsins enn frekar og bjóða upp á fjölbreyttari lausnir sem styðja við núverandi starfsemi. Með kaupunum geti fólk bæði leyst sín prent- og dreifingarmál á einum stað. Kaupverð Samskipta er trúnaðarmál en kaupin þýða að þjónusta Íslandspósts mun að einhverju leyti færast inn til Samskipta og öfugt, en það skýrist á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×