Fleiri fréttir Tölur kl. 20:00 - Staðan óbreytt, Björn tjáir sig ekki Guðlaugur Þór Þórðarson heldur enn öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar 5.759 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór hefur hlotið 4.654 atkvæði en Björn Bjarnason er í þriðja sæti, hefur hlotið 4.060 atkvæði. Geir Haarde hefur hlotið 5.525 atkvæði í fyrsta sæti eða tæplega 96% greiddra atkvæða. Guðfinna Bjarnadóttir hedlur fjórða sætinu, Illugi Gunnarsson er í þvi fimmta og Ásta Möller í sjötta sæti. Björn Bjarnason vill ekki tjá sig um hvort hann taki 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna ef úrslit verða á þann veg í prófkjörinu. Þessi afstaða Björns eykur á spennuna í talningu atkvæða í prófkjörinu. 28.10.2006 20:00 Afskaplega þakklátur "Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við Vísi þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði. 28.10.2006 19:45 Spurt verður hvaðan peningarnir komi Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. 28.10.2006 19:33 Tölur kl. 19:30 - Óræð ummæli Björns Bjarnasonar auka enn á spennuna Óræð ummæli Björns Bjarnasonar um hvort hann taki sæti á lista samkvæmt úrslitunum í prófkjörinu auka enn á spennuna í talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka. Hann játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 5.512 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller. 28.10.2006 19:30 Tölur kl. 19:00 - Guðlaugur Þór enn í öðru sæti, Illugi í fimmta 28.10.2006 19:00 Fjórtán hundruð mættu á kjörstað Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. 28.10.2006 18:30 Tölur kl. 18:30 - Guðlaugur nú í öðru sæti Guðlaugur Þór Þórðarsson er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 3057 atkvæði hafa verið talin. Björn Bjarnason er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. 28.10.2006 18:30 Búið að slökkva eld í nótaskipinu Beiti Búið er að slökkva eld sem logaði um borð í nótaskipinu Beiti NK 123 þar sem það var statt um tólf sjómílur út af Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tókst áhöfn að einangra eldinn og slökkva hann og er nú verið að reykhreinsa. 14 manns eru í áhöfn. Eldurinn logaði í vélarrúmi skipsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu verður skipinu líkast til siglt til Eskifjarðar. 28.10.2006 18:08 Fyrstu tölur - Björn Bjarnason í 2. sæti Björn Bjarnason er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 2066 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór Þórðarsson er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. 28.10.2006 18:00 Stórgrýti féll á veginn um Óshlíð Mikið grjóthrun varð á Óshlíð, við Sporhamar innan Óshólavita, síðdegis í gær og í gærkvöldi. Geirs Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir í samtali við blaðið Bæjarins besta, að stórt grjót hafi komið niður hlíðina og yfir veginn og skemmt vegrið. 28.10.2006 16:14 Pétur K. Maack skipaður flugmálastjóri Samgönguráðherra hefur skipað Pétur K. Maack í embætti flugmálastjóra frá 1. janúar 2007. Pétur hefur í tæpan áratug starfað sem framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands. 28.10.2006 15:34 Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. 28.10.2006 15:23 Heimildir um að Ólafur Jóhannesson hafi vitað um öryggisþjónustuna Heimildir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, gefa til kynna, að Ólafi Jóhannessyni, forsætis- og dómsmálaráðherra árin 1971-74, hafi verið kunnugt um flesta þætti í starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar, sem deilt hefur verið um að undanförnu. Aðrir fyrrverandi ráðherrar, þar á meðal, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra, segjast ekki hafa vitað um slíka starfsemi. 28.10.2006 14:19 Enn er grjóthrun í Óshlíð Vegagerðin biður fólk um að vera ekki á ferð um Óshlíð í dag að tilefnislausu. Hætta er þar enn á grjóthruni. Vegagerðin varar einnig við hálkublettum víða á Vestfjörðum og segir að hálka og hálkublettir séu líka víða á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxi er snjóþekja. 28.10.2006 12:42 Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum. 28.10.2006 12:27 Hrefnuveiðibátar tilbúnir á veiðar Hrefnuveiðibátarnir Halldór á Ísafirði og Njörður í Kópavogi eru tilbúnir til veiða. Njörður gerði tilraun til veiða á fimmtudag og sigldi út á Faxaflóa en varð að snúa við sökum veðurs. Til stóð að báðir bátarnir færu út í dag en líkurnar eru taldar litlar vegna brælu. Hrefnuveiðimenn hafa tíma þar til fyrsta september á næsta ári að veiða þau þrjátíu dýr sem veiða má atvinnuskyni 28.10.2006 12:24 Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hafið Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hófst nú á hádegi. Kosið er á sextán stöðum í kjördæminu og verður opið til klukkan sex í dag og aftur á morgun á milli klukkan tíu og tólf. Fimm gefa kost á sér í fyrsta sæti listans og ætla má að slagurinn verði harður. Sveinn Kristinsson bíður sig aðeins fram í fyrsta sætið. Í fyrsta til annað sætið bjóða sig fram Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Guðbjartur Hannesson og séra Karl Matthíasson. Sigurður Pétursson bíður sig fram í fyrsta til fjórða sæti. 28.10.2006 12:19 Fjórða langreyðurin skorin í Hvalfirði í dag Yfir tvöhundruð manns eru nú í hvalstöðinni í Hvalfirði en þar er hvalskurður að hefjast í hádeginu. Fjórða langreyðin, sem veiðst hefur á vertíðinni, var dregin þar á land klukkan hálftólf. 28.10.2006 11:19 Rifbeinsbraut lögregluþjón Maður sem tekinn var fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt brákaði rifbein í lögreglumanni. Eftir að hann hafði verið færður inn í lögreglubíl reyndi maðurinn að flýja út úr bílnum en náðist á hlaupum. Hann sló til lögregluþjónsins með þessum afleiðingum. 28.10.2006 10:48 Rúmlega fjögur þúsund hafa kosið 605 manns höfðu mætt á kjörstaði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan ellefu í dag en þá höfðu kjörstaðir verið opnir í klukkutíma. Í gær kusu 2734 en kosning hófst á hádegi og var opið til klukkan níu í gærkvöldi. Með utankjörfundaratkvæðum hafa því rúmlega fjögur þúsund manns tekið þátt í prófkjörinu en um tuttugu og eitt þúsund er á kjörskrá í Reykjavík. Kjörstaðiur verða opnir til klukkan sex síðdegis og þá verða fyrstu tölur birtar. 28.10.2006 09:54 Bíll valt í hálku á Öxnadalsheiði Bílvelta varð á Öxnadalsheiði um kl. 19 í kvöld. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum á lúmskum hálkukafla á 1-2 km kafla á veginum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og útaf veginum. 27.10.2006 23:45 Framkvæmdum á Íslandi og Trínídad og Tóbago mótmælt í Lundúnum Umhverfisverndarsinnar frá Bretlandi, Íslandi og Tríndídad og Tóbago komu saman á Sloane-torgi í Lundúnum í dag til að mótmæla stóriðjuframkvæmdum tengdum álverum í þessum þremur löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland. 27.10.2006 23:30 2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21 2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar. 27.10.2006 22:18 Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum. 27.10.2006 21:15 Varað við grjóthruni á Óshlíð Vegagerðinn varar við ferðum á Óshlíð vegna hættu á grjóthruni. Fólk beði um að vera ekki á ferð þar um að tilefnislausu. 27.10.2006 21:00 Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. 27.10.2006 20:45 Neysla sjávarafurða í Kína að aukast Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020. 27.10.2006 20:30 Gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á Akureyri Lögreglan á Akureyri rannsakar nú stórfelld gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á opnu svæði í bænum. Bæjarfulltrúi segir að ökumaðurinn ætti að skammast sín. 27.10.2006 20:15 Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. 27.10.2006 20:00 Boða átak gegn einkavæðingu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja boðar átak gegn einkavæðingu og ætlar í herferð undir kjörorðunum "Eflum almannaþjónustuna - eflum lýðræðið". 27.10.2006 19:06 Í hart vegna gagna um hleranir Ragnar Arnalds ætlar að stefna þjóðskjalaverði fyrir dóm fyrir að ritskoða og breyta hlerunargögnum sem hann fékk afhent um sjálfan sig. 27.10.2006 18:56 Prestsfrú sökuð um að hlera sóknarnefndarfund í hesthúsi Sóknarnefndarmenn í Garðasókn töldu lögreglukonu, eiginkonu sóknarprests sem hatrammar deilur stóðu um, hafa hlerað sóknarnefndarfund í hesthúsi fyrir tveimur árum og fóru með málið til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ segja menn umræðuna minna á skrípaleik og þessar ásakanir hafi verið gjörsamlegar fráleitar. 27.10.2006 18:49 Óslasaður eftir hátt fall Tvítugur maður, sem féll niður tólf metra í vinnuslysi í Hafnarfirði í gær, slapp með skrámur og er þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann var ekki lofthræddur fyrir og það hefur ekki breyst en ætlar þó að sýna meiri varkárni næst. 27.10.2006 18:44 Yfir 2000 hafa tekið þátt í prófkjöri 1470 höfðu tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan sex í dag en með utankjörfundaratkvæðum höfðu yfir tvö þúsund tekið þátt. Alls eru um 21 þúsund á kjörskrá. 27.10.2006 18:42 Í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um síðustu helgi fyrir innflutning á yfir tíu kílóum af hassi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur staðfest að tveir menn séu í haldi fyrir innflutning á fíkniefnum sem komu með hraðsendingu frá Danmörku um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum NFS vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en efnin voru flutt inn með fyrirtækinu Fedex. Það og magn efnanna vildi Hörður þó ekki staðfesta. 27.10.2006 18:41 Bófar, háttsettir stjórnmálamenn og milljarðar króna Extra bladet í Danmörku mun að eigin sögn fletta ofan af útrásarfjárfestingum Íslendinga í helgarblaði sínu. Að baki því standi bófar, háttsettir stjórnmálamenn og tugmilljarðar króna - segir í tilkynningu frá blaðinu. 27.10.2006 18:23 Notkun endurskinsmerkja ábótavant Lögreglan í Reykjavík hefur tekið eftir því að notkun endurskinsmerkja á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegfarendur, sem bera endurskinsmerki, sjást mun betur í umferðinni. 27.10.2006 16:45 Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld. 27.10.2006 16:34 Björgunarsveitir kallaðar út vegna meintrar brotlendingar Björgunarsveitir á Héraði, Seyðisfirði og í Fjarðbyggð voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna ótta um að flugvél hefði brotlent á Kárahnjúkasvæðinu. 27.10.2006 16:14 Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina. 27.10.2006 15:49 Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra. 27.10.2006 15:45 Framhaldskóladeild á Patreksfirði í bígerð Menntamálaráðuneytið hyggst hleypa af stokkunum tilraunaverkefni á sunnaverðum Vestfjörðum þar sem gert er ráð fyrir framhaldsskóladeild á Patreksfirði. 27.10.2006 15:17 SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur. 27.10.2006 15:00 Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." 27.10.2006 15:00 Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum. 27.10.2006 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Tölur kl. 20:00 - Staðan óbreytt, Björn tjáir sig ekki Guðlaugur Þór Þórðarson heldur enn öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar 5.759 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór hefur hlotið 4.654 atkvæði en Björn Bjarnason er í þriðja sæti, hefur hlotið 4.060 atkvæði. Geir Haarde hefur hlotið 5.525 atkvæði í fyrsta sæti eða tæplega 96% greiddra atkvæða. Guðfinna Bjarnadóttir hedlur fjórða sætinu, Illugi Gunnarsson er í þvi fimmta og Ásta Möller í sjötta sæti. Björn Bjarnason vill ekki tjá sig um hvort hann taki 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna ef úrslit verða á þann veg í prófkjörinu. Þessi afstaða Björns eykur á spennuna í talningu atkvæða í prófkjörinu. 28.10.2006 20:00
Afskaplega þakklátur "Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Það skiptir mig þó engu sérstöku máli hvort ég verð í 5. eða 6. sæti," sagði Illugi Gunnarsson í samtali við Vísi þegar tölur höfðu verið birtar klukkan 19:30. Samkvæmt þeim er Illugi í 5. sæti með 4.477 atkvæði. 28.10.2006 19:45
Spurt verður hvaðan peningarnir komi Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. 28.10.2006 19:33
Tölur kl. 19:30 - Óræð ummæli Björns Bjarnasonar auka enn á spennuna Óræð ummæli Björns Bjarnasonar um hvort hann taki sæti á lista samkvæmt úrslitunum í prófkjörinu auka enn á spennuna í talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Björn Bjarnason sagði í viðtali við NFS um klukkan 19:30, að hann myndi ræða það þegar úrslitin lægju fyrir hvaða sæti hann myndi taka. Hann játar sig þó ekki sigraðan en Guðlaugur Þór Þórðarsson er enn í öðru sæti þegar búið er að telja 5.512 atkvæði. Allt bendir svo til þess að Sjálfstæðismenn eignist tvo nýja þingmenn, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem er nú í fjórða sæti og Illuga Gunnarsson, sem er í fimmta sæti. Í sjötta sæti núna er Ásta Möller. 28.10.2006 19:30
Fjórtán hundruð mættu á kjörstað Fjórtán hundruð manns hafa tekið þátt opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem er heldur minna en búist var við. Þrettán hundruð manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. 28.10.2006 18:30
Tölur kl. 18:30 - Guðlaugur nú í öðru sæti Guðlaugur Þór Þórðarsson er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 3057 atkvæði hafa verið talin. Björn Bjarnason er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. 28.10.2006 18:30
Búið að slökkva eld í nótaskipinu Beiti Búið er að slökkva eld sem logaði um borð í nótaskipinu Beiti NK 123 þar sem það var statt um tólf sjómílur út af Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tókst áhöfn að einangra eldinn og slökkva hann og er nú verið að reykhreinsa. 14 manns eru í áhöfn. Eldurinn logaði í vélarrúmi skipsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu verður skipinu líkast til siglt til Eskifjarðar. 28.10.2006 18:08
Fyrstu tölur - Björn Bjarnason í 2. sæti Björn Bjarnason er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar 2066 atkvæði hafa verið talin. Guðlaugur Þór Þórðarsson er í þriðja sæti, og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða. Í fimmta sæti er Ásta Möller og í sjötta Illugi Gunnarsson. 28.10.2006 18:00
Stórgrýti féll á veginn um Óshlíð Mikið grjóthrun varð á Óshlíð, við Sporhamar innan Óshólavita, síðdegis í gær og í gærkvöldi. Geirs Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir í samtali við blaðið Bæjarins besta, að stórt grjót hafi komið niður hlíðina og yfir veginn og skemmt vegrið. 28.10.2006 16:14
Pétur K. Maack skipaður flugmálastjóri Samgönguráðherra hefur skipað Pétur K. Maack í embætti flugmálastjóra frá 1. janúar 2007. Pétur hefur í tæpan áratug starfað sem framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands. 28.10.2006 15:34
Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. 28.10.2006 15:23
Heimildir um að Ólafur Jóhannesson hafi vitað um öryggisþjónustuna Heimildir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, gefa til kynna, að Ólafi Jóhannessyni, forsætis- og dómsmálaráðherra árin 1971-74, hafi verið kunnugt um flesta þætti í starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar, sem deilt hefur verið um að undanförnu. Aðrir fyrrverandi ráðherrar, þar á meðal, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra, segjast ekki hafa vitað um slíka starfsemi. 28.10.2006 14:19
Enn er grjóthrun í Óshlíð Vegagerðin biður fólk um að vera ekki á ferð um Óshlíð í dag að tilefnislausu. Hætta er þar enn á grjóthruni. Vegagerðin varar einnig við hálkublettum víða á Vestfjörðum og segir að hálka og hálkublettir séu líka víða á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxi er snjóþekja. 28.10.2006 12:42
Veit ekki um tengsl við ólögleg viðskipti í Rússlandi Fjármálaráðherra segist ekki vita um nokkuð sem tengi íslenska kaupsýslumenn við peningaþvætti eða ólögleg viðskipti í Rússlandi. Ekstrablaðið í Danmörku hefur lofað umfjöllun um íslenska útrás á morgun sem sögð taka fram villtustu spennusögum. 28.10.2006 12:27
Hrefnuveiðibátar tilbúnir á veiðar Hrefnuveiðibátarnir Halldór á Ísafirði og Njörður í Kópavogi eru tilbúnir til veiða. Njörður gerði tilraun til veiða á fimmtudag og sigldi út á Faxaflóa en varð að snúa við sökum veðurs. Til stóð að báðir bátarnir færu út í dag en líkurnar eru taldar litlar vegna brælu. Hrefnuveiðimenn hafa tíma þar til fyrsta september á næsta ári að veiða þau þrjátíu dýr sem veiða má atvinnuskyni 28.10.2006 12:24
Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hafið Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hófst nú á hádegi. Kosið er á sextán stöðum í kjördæminu og verður opið til klukkan sex í dag og aftur á morgun á milli klukkan tíu og tólf. Fimm gefa kost á sér í fyrsta sæti listans og ætla má að slagurinn verði harður. Sveinn Kristinsson bíður sig aðeins fram í fyrsta sætið. Í fyrsta til annað sætið bjóða sig fram Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Guðbjartur Hannesson og séra Karl Matthíasson. Sigurður Pétursson bíður sig fram í fyrsta til fjórða sæti. 28.10.2006 12:19
Fjórða langreyðurin skorin í Hvalfirði í dag Yfir tvöhundruð manns eru nú í hvalstöðinni í Hvalfirði en þar er hvalskurður að hefjast í hádeginu. Fjórða langreyðin, sem veiðst hefur á vertíðinni, var dregin þar á land klukkan hálftólf. 28.10.2006 11:19
Rifbeinsbraut lögregluþjón Maður sem tekinn var fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt brákaði rifbein í lögreglumanni. Eftir að hann hafði verið færður inn í lögreglubíl reyndi maðurinn að flýja út úr bílnum en náðist á hlaupum. Hann sló til lögregluþjónsins með þessum afleiðingum. 28.10.2006 10:48
Rúmlega fjögur þúsund hafa kosið 605 manns höfðu mætt á kjörstaði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan ellefu í dag en þá höfðu kjörstaðir verið opnir í klukkutíma. Í gær kusu 2734 en kosning hófst á hádegi og var opið til klukkan níu í gærkvöldi. Með utankjörfundaratkvæðum hafa því rúmlega fjögur þúsund manns tekið þátt í prófkjörinu en um tuttugu og eitt þúsund er á kjörskrá í Reykjavík. Kjörstaðiur verða opnir til klukkan sex síðdegis og þá verða fyrstu tölur birtar. 28.10.2006 09:54
Bíll valt í hálku á Öxnadalsheiði Bílvelta varð á Öxnadalsheiði um kl. 19 í kvöld. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum á lúmskum hálkukafla á 1-2 km kafla á veginum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og útaf veginum. 27.10.2006 23:45
Framkvæmdum á Íslandi og Trínídad og Tóbago mótmælt í Lundúnum Umhverfisverndarsinnar frá Bretlandi, Íslandi og Tríndídad og Tóbago komu saman á Sloane-torgi í Lundúnum í dag til að mótmæla stóriðjuframkvæmdum tengdum álverum í þessum þremur löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum Saving Iceland. 27.10.2006 23:30
2764 höfuð greitt atkvæði kl. 21 2764 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskonsingarnar næsta vor þegar kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum flokksins í kvöld. Þar af höfðu 680 greitt atkvæði utan kjörfundar. Kjörstaðir verða 7 á morgun, þar með talin Valhöll, og verða þeir opnaðir kl. 10 í fyrramálið og hægt að kjósa til kl. 18 annað kvöld. Þá verða fyrstu tölur birtar. 27.10.2006 22:18
Fagnar stuðningi við vopnaviðskiptasáttmála Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heims við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskiptum og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot séu framin og hætta er á vopnuðum átökum. 27.10.2006 21:15
Varað við grjóthruni á Óshlíð Vegagerðinn varar við ferðum á Óshlíð vegna hættu á grjóthruni. Fólk beði um að vera ekki á ferð þar um að tilefnislausu. 27.10.2006 21:00
Ósamræmi milli stofnstærðamats Hafró og IUCN Hafrannsóknarstofnun segir að svo virðist sem mikið ósamræmi sé milli flokkunar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og mats stofnunarinnar á langreyðastofninum við Ísland. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar. Þar segir að í umræðunni um hvalveiðar Íslendinga hafi ítrekað verið skírskotað til válista IUCN. Þar sé langreyður skráð sem tegund í útrýmingarhættu og gefið í skyn að veiðarnar muni enn auka hættu á útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt pistli Hafrannsóknarstofnunar varpar það villandi ljósi á ráðgjöf stofnunarinnar um þessa stofna. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar sé langreyðarstofninn hér við land um 25.800 dýr. Það mat hafi verið formlega samþykkt af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Vísindanefnd NAMMCO hafi auk þess komist að þeirri niðurstöðu að langreyðarstofninn hér við land sé nálægt þeirri stærð sem var fyrir tíma hvalveiða á seinni hluta 19. aldar. Fram kemur í pistlinum á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi gefið út yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga. Þar komi fram að ofangreint misræmi stafi af því að IUCN meti alla langreyðarstofna heimsins sem eina heild og ráði þar langmestu ástand langreyðarstofna við Suðurheimskautið. Þar hafi verið langstærstu stofnar langreyðar og annarra skíðishvala og jafnframt verstu ofveiðarnar langt fram eftir síðustu öld. Þessir stofnar eiga enn langt í land með að ná fyrri stærð og meðan svo sé muni mat á langreyði á heimsvísu leiða til þess að tegundin sé flokkuð í útrýmingarhættu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir séu innan IUCN. Hafrannsóknarstofnun segir að bent hafi verið á galla þessa fyrirkomulags, enda sé enginn samgangur milli hinna fjölmörgu langreyðarstofna heimsins sem séu í mjög misjöfnu ástandi. Þessu megi líkja við að allir þorskstofnar heimsins væru settir undir einn hatt og alfriðaðir vegna ástands stofnsins í Norðursjó. Í pistli Hafrannsóknarstofnunar er bent á að einnig sé nokkuð ósamræmi innan IUCN í þessum efnum, þar sem t.d. norðhvalur, sem standi undir veiðum Bandaríkjamanna, sé ekki flokkaður í útrýmingahættu þótt stofnar tegundarinnar í Norður Atlantshafi séu réttilega flokkaðar í útrýmingarhættu. Á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sé ennfremur staðfest stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir hrefnu og langreyði. 27.10.2006 20:45
Neysla sjávarafurða í Kína að aukast Neysla sjávarafurða í Kína mun aukast um 40% fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Greiningar Glitnis um stöðu og horfur í kínverskum sjávarútvegi. Árleg neysla sjávarafurða í Kína nam 25 kílóum á mann árið 2004 en reiknað er með að neyslan verði orðin 36 kíló á mann árið 2020. 27.10.2006 20:30
Gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á Akureyri Lögreglan á Akureyri rannsakar nú stórfelld gróðurspjöll eftir utanvegaakstur á opnu svæði í bænum. Bæjarfulltrúi segir að ökumaðurinn ætti að skammast sín. 27.10.2006 20:15
Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. 27.10.2006 20:00
Boða átak gegn einkavæðingu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja boðar átak gegn einkavæðingu og ætlar í herferð undir kjörorðunum "Eflum almannaþjónustuna - eflum lýðræðið". 27.10.2006 19:06
Í hart vegna gagna um hleranir Ragnar Arnalds ætlar að stefna þjóðskjalaverði fyrir dóm fyrir að ritskoða og breyta hlerunargögnum sem hann fékk afhent um sjálfan sig. 27.10.2006 18:56
Prestsfrú sökuð um að hlera sóknarnefndarfund í hesthúsi Sóknarnefndarmenn í Garðasókn töldu lögreglukonu, eiginkonu sóknarprests sem hatrammar deilur stóðu um, hafa hlerað sóknarnefndarfund í hesthúsi fyrir tveimur árum og fóru með málið til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ segja menn umræðuna minna á skrípaleik og þessar ásakanir hafi verið gjörsamlegar fráleitar. 27.10.2006 18:49
Óslasaður eftir hátt fall Tvítugur maður, sem féll niður tólf metra í vinnuslysi í Hafnarfirði í gær, slapp með skrámur og er þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann var ekki lofthræddur fyrir og það hefur ekki breyst en ætlar þó að sýna meiri varkárni næst. 27.10.2006 18:44
Yfir 2000 hafa tekið þátt í prófkjöri 1470 höfðu tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan sex í dag en með utankjörfundaratkvæðum höfðu yfir tvö þúsund tekið þátt. Alls eru um 21 þúsund á kjörskrá. 27.10.2006 18:42
Í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um síðustu helgi fyrir innflutning á yfir tíu kílóum af hassi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur staðfest að tveir menn séu í haldi fyrir innflutning á fíkniefnum sem komu með hraðsendingu frá Danmörku um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum NFS vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en efnin voru flutt inn með fyrirtækinu Fedex. Það og magn efnanna vildi Hörður þó ekki staðfesta. 27.10.2006 18:41
Bófar, háttsettir stjórnmálamenn og milljarðar króna Extra bladet í Danmörku mun að eigin sögn fletta ofan af útrásarfjárfestingum Íslendinga í helgarblaði sínu. Að baki því standi bófar, háttsettir stjórnmálamenn og tugmilljarðar króna - segir í tilkynningu frá blaðinu. 27.10.2006 18:23
Notkun endurskinsmerkja ábótavant Lögreglan í Reykjavík hefur tekið eftir því að notkun endurskinsmerkja á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegfarendur, sem bera endurskinsmerki, sjást mun betur í umferðinni. 27.10.2006 16:45
Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld. 27.10.2006 16:34
Björgunarsveitir kallaðar út vegna meintrar brotlendingar Björgunarsveitir á Héraði, Seyðisfirði og í Fjarðbyggð voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna ótta um að flugvél hefði brotlent á Kárahnjúkasvæðinu. 27.10.2006 16:14
Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina. 27.10.2006 15:49
Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra. 27.10.2006 15:45
Framhaldskóladeild á Patreksfirði í bígerð Menntamálaráðuneytið hyggst hleypa af stokkunum tilraunaverkefni á sunnaverðum Vestfjörðum þar sem gert er ráð fyrir framhaldsskóladeild á Patreksfirði. 27.10.2006 15:17
SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur. 27.10.2006 15:00
Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." 27.10.2006 15:00
Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum. 27.10.2006 14:14