Innlent

Hvalur 9 skaut hval 5

Fimmta langreyðurin á þessari vertíð er veidd og væntanlegt að komið verið með hana til lands um klukkan ellefu í fyrramálið. Hvalurinn sem nú veiddist er fyrsti tarfurinn af þeim fimm sem búið er að veiða nú. Hann veiddist á sömu slóðum og hinir fjórir, eða um 130 mílur vestur af Snæfellsnesi. Leyft er að veiða níu hvali á þessari vertíð og með þessu áframhaldi má ætla að hvalbáturinn Hvalur 9 klári kvótann áður en langt um líður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×