Fleiri fréttir

Kemur í ljós hvort saksóknari þurfi að bera vitni

Það kemur í ljós klukkan eitt í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, þurfi að bera vitni í málinu.

Íbúðalán bankanna hrapa um rúma 11 milljarða

Íbúðalán bankanna hafa hrapað úr rúmum nítján milljörðum króna í maí í fyrra niður í sjö og hálfan milljarð í maí í ár, samkvæmt tölum Seðlabankans. Upphæðin í nýliðnum maímánuði er jafnframt sú lægsta síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst árið 2004.

Ölvun, slagsmál og fingurbit á Bolungarvík

Helgin var fjörug hjá lögreglunni í Bolungarvík. Ball var haldið aðfaranótt laugardags í félagsheimilinu Víkurbæ og var talsverður erill í kringum það. Á laugardagsmorguninn hafði lögregla stöðvað tvo unga menn með stóran poka fullan af áfengi sem þeir höfðu stolið úr Víkurbæ. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt seinna um daginn eftir að þeir viðurkenndu verknaðinn.

Guðni Ágústsson vill opinbert álverð

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tók undir það sjónarmið Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar, í þættinum Pressunni á NFS í gær, að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa.

Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins.

Ráðherraskipti einstök vegna fjölda

Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.

Íslendingar lögðu Svía í fyrri leik þjóðanna fyrir HM

Íslenska landsliðið í handknattleik vann fjögurra marka sigur á Svíum, 32:28, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni HM í dag. Leikið var í Globen í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Svíum í handbolta í 48 ár.

Seinkun á öllum vélum Iceland Express

Seinkun hefur orðið á öllum vélum Iceland Express til í dag. Vélin sem átti að fara til Gautaborgar í morgun bilaði. Farþegum var útvegað far með öðrum vélum og fara síðustu farþegarnir utan seinnipartinn. Þetta varð til þess að seinkun varð á Kaupmannahafnar- og Lundúnarflugi þar sem vélunum var millilent í Gautaborg. Þá varð seinkun á brottför vélar Iceland Express til Alicante sem fara átti nú klukkan fjögur. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð snemma í kvöld.

Færa þarf tímabundnar fórnir

Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu.

Orkuverð til ALCOA birt

Guðni Ágússtsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tekur undir það sjónarmið að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. þetta kom fram í þættinum Pressan á NFS í dag.

Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni

Einn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferðarslys sem var í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt nótt.

Mikið um hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin hefst á mörgum stöðum með guðþjónstu en nú klukkan tíu hófst minningarathöfn Sjómannadagsins í Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Í Reykjavík verður í dag haldin Hátíð hafsins og er dagskráin fjölbreytt. Sjávarútvegsráðherra heldur sitt ávarp klukkan tvö en þetta er í fyrsta sinn sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, heldur slíkt ávarp.

Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra

Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tekur við á fimmtudaginn. Maður utan þings tekur sæti í ríkisstjórninni og kona verður í fyrsta sinn utanríkisráðherra.

Guðni sáttur

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa sóst eftir öðru ráðuneyti en Landbúnaðarráðuneytinu. Hann lítur ekki svo á að verið sé að stilla Valgerði Sverrisdóttur upp sem formannsefni á móti sér.

Varnarmálin brýnust hjá Valgerði

Valgerður Sverrisdóttir, verðandi utanríkisráðherra, segir að varnarmálin verði brýnasta verkefnið til að takast á við í utanríkismálum. Jón Sigurðsson, verðandi viðskipta- og iðnaðarráðherra segist hafa orðið að svara kalli skyldunnar og hverfa úr Seðlabankanum. Jónína Bjartmarz telur að sátt á milli framkvæmda og umhverfisverndarsinna verði hennar brýnasta verkefni í Umhverfisráðuneytinu.

Þrír nýjir framsóknarráðherrar

Þrír nýir framsóknarráðherrar verða í ríkisstjórn Geirs Haarde sem tekur við forsætisráðherrastólnum af Halldóri Ásgrímssyni næsta fimmtudag. Valgerður Sverrisdóttir flytur sig úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið en Jón Sigurðsson seðlabankastjóri tekur við stóli Valgerðar. Magnús Stefánsson tekur við af Jóni Kristjánssyni í Félagsmálaráðuneytinu en Jón lætur af ráðherradómi. Jónína Bjartmarz verður umhverfisráðherra en þaðan hverfur Sigríður Anna Þórðardóttir.

Tveir ráðherrar hætta í ríkisstjórn

Jón Kristjánsson segist hafa farið fram á það sjálfur að hann léti eftir ráðherrastól sinn til Magnúsar Stefánssonar. Hann kveður sáttur. Sigríður Anna Þórðardóttir kveður einnig Umhverfisráðuneytið. Sigríður Anna baðst undan viðtali í dag en sagði í samtali við NFS vera sátt. Á henni mátti þó heyra að tilfinningar hennar væru blendnar gagnvart þeirri stöðu sem hún er nú í. Hún sagðist ætla eyða deginum í dag með fjölskyldu sinni en væri hugsanlega til viðtals á morgun.

Bára Sigurjónsdóttir er látin

Bára Sigurjónsdóttir, kunnasta kaupkona landsins, lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu í Hafnarfirði, 84 ára að aldri.

Piparúða og kylfum beitt í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að beita piparúða og kylfum til að halda aftur að hópi æstra gesta á kaffihúsi þegar lögreglumenn komu á vettvang til að binda enda á slagsmál sem þar höfðu brotist út.

Ríkisstjórn Geirs Haarde tekur við á fimmtudaginn

Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tilkynntu um breytingar á ríkisstjórninni í dag, en ríkisstjórnin verður undir forystu Geirs Haarde og hverfur Halldór úr ráðherrastól. Valgerður Sverrisdóttir verður utanríkisráðherra í ríkisstjórninni og Jónína Bjartmarz tekur við umhverfisráðuneyti. Jón Kristjánsson, hættir sem félagsmálaráðherra og tekur Magnús Stefánsson við þeim stóli. Þá sækja framsóknarmenn Jón Sigurðsson í Seðlabankann og tekur hann við Viðskipta- og Iðnaðarráðuneytinu. Breytingar hjá Sjálfstæðismönnum eru ekki aðrar en þær að Sigrður Anna þórðardóttir hættir sem umhverfisráðherra og Geir tekur við forsætisráðuneytinu.

3 nýir ráðherrar hjá Framsóknarflokknum

Þrír nýir Framsóknarmenn taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Sigurðsson, núverandi Seðlabankastjóri, tekur við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Magnús Stefánsson verður félagsmálaráðherra og Jónína Bjartmars verður umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandaráðs. Valgerður Sverrisdóttir flyst úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið.

Ný ríkisstjórn kynnt eftir klukkustund

Ný ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde verður að líkindum kynnt á blaðamannafundi sem hefst á eftir klukkan hálf þrjú. Það er Halldór Ásgrímsson sem boðar til fundarins sem verður í Alþingishúsinu. NFS sendir beint út frá fundinum.

Ráðist á 17 ára ungling á Eiðistorgi

Ráðist var á 17 ára ungling á Eiðistorgi um klukkan eitt í nótt og hann laminn og sparkað í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur, er í haldi lögreglu.

Eldur logar í dekkjaverkstæði í Keflavík

Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í dekkjaverkstæði í Keflavík. Í húsinu er nokkuð magn dekkja en þar er einnig smurstöð. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist eldurinn eitthvað vera í rénun en slökkvistarf er enn í fullum gangi. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt slökkviliðinu í Hafnarfirði og frá Keflavíkurflugvelli vinna að slökkvistarfinu.

Einn hefur lýst yfir framboði í stjórn Framsóknarflokksins

Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins í dag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til ritara Framsóknarflokksins. Hann er sá eini sem hefur gefið út að hann ætli að bjóða sig fram í stjórn Framsóknarflokksins. Kosið verður um nýja stjórn á flokksþingi í ágúst.

Fannst látinn í morgun

Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í vikunni fannst látinn í morgun. Lögreglan lýsti eftir manninum, Hauki Frey Ágústssyni, á miðvikudaginn. Ekkert hafði þá spurst til hans síðan 1. júní. Lögreglan rannsakar nú lát Hauks.

Landhelgisgæslan stendur veiðiþjófa að verki

Eftirlitsflugvélin Syn var í flugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í dag þegar áhöfnin stóð flutningaskip að því að þjónusta sjóræningjaskipið Carmen. Flutningaskipið heitir Polestar og er skráð í Panama sem frystiskip.

Ekki nógu vel staðið að björguninni

Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa segir ekki nægilega vel hafa verið staðið að björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi í september, þegar skemmtibáturinn Harpa fórst með þeim afleiðingum að tveir létust. Hann segir brýnt að samræma fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunaraðila.

Fækkun í rjúpnastofninum

Talningar Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor sýna fækkun á rjúpum. Sums staðar kom fram kyrrstaða og aukning mældist á Austurlandi en að meðaltali sýna talningar 12% fækkun frá síðasta ári. Ástand stofnsins er því ekki í samræmi við væntingar eftir tveggja ára uppsveiflu. Fækkunin nú kemur jafnt fram á friðaða svæðinu á Suðurlandi og á þeim svæðum þar sem rjúpnaveiðar hófust að nýju síðasta haust eftir tveggja ára hlé.

Jónas Garðarsson segir af sér sem formaður Sjómannafélags Reykjavíkur

Tilkynning hefur borist frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmanni í Sjómannasambandi Íslands, um að hann muni draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum fyrir SR og SÍ. Ástæðuna segir hann vera að koma í veg fyrir að persónuleg mál hans í kjölfar sjóslyssins þann 10. september síðastliðinn trufli hagsmunabaráttu sjómanna.

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hófst með stóryrtri ræðu Halldórs

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir á Hótel Sögu. Fundur hófst klukkan fjögur með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Halldór sagði að sátt væri um að flokksþing verði haldið seinni hluta ágúst mánaðar. Tillaga þess efnis hefði stuðning hans, varaformannsins, framkvæmdarstjórnar flokksins og þingflokksins. Halldór sagði misklíð innan flokksins hafa verið erfið en framsóknarmenn kæmu þó sterkari út úr þeim átökum.

Landhelgisgæslan semur við Air Lift um leigu á þyrlu

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG undirrituðu í dag samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift, þá Bjarne Slapgard framkvæmdastjóra og Erlend Folstad markaðsstjóra, um leigu á Super Puma þyrlu frá og með 1. október næstkomandi.

Fróði gefur út blað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fróði hafa gert með sér samning um dreifingu á tímariti í flugstöðinni. Tímaritið verður afþreyingar- og auglýsingatímarit með ferðatengdu efni. Áætlað er að tímaritið komi út annan hvern mánuð og mun fyrsta tölublaðið koma út í júlí.

TM semur við SOS um neyðarþjónustu

Tryggingamiðstöðin hefur samið við SOS International í Danmörku um neyðarþjónustu við korthafa VISA Ísland. Auk þess hefur TM samið við SOS um neyðarþjónustu við handahafa Fjölskyldutrygginga og stakra ferðatrygginga hjá TM. Símtöl sem berast Europe Assistant, fyrri neyðarþjónustu TM, verða send á SOS í Danmörku eftir 1. júlí.

Metár hjá Nordjobb hér á landi

Aldrei hafa jafn margir komið til Íslands á vegum Nordjobb verkefnisins. 140 einstaklingar koma hingað til lands til vinnu í sumar og er þetta því metár hjá Nordjobb. Til samanburðar voru 96 norrænir starfsmenn hér á landi í fyrra á vegum Nordjobb.

Samnýta upplýsingar úr læknisvottorði

Tilraunaverkefni um samnýtingu upplýsinga úr læknisvottorði vegna krabbameinssjúklinga hófst um síðustu mánaðamót. Um er að ræða samvinnuverkefni Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Flestar hálendisleiðir enn lokaðar

Flestar hálendisleiðir er enn lokaðar allri umferð á meðan frost er að fara úr jörð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er búið að opna leiðina frá Sigöldu í Landmannalaugar, um Hólsand frá Grímsstöðum í Ásbyrgi og frá Kelduhverfi að Hljóðaklettum.

Sorg á sjómannadaginn á Akureyri

Sjómannadagurinn á Akureyri verður með öðru sniði í ár en verið hefur. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í skugga sjóslyssins sem varð þann 27. maí síðastliðinn þegar eldur kviknaði um borð í Akureyrinni með þeim afleiðingum að tveir létust.

272 milljóna króna tap af rekstri Byggðastofnunar

Tvö hundruð sjötíu og tveggja milljóna króna tap varð af rekstri Byggðastofnunar á síðasta ári og minnkaði um rúmar hundrað milljónir frá árinu 2004. Þetta kemur fram í nýrri árssýrslu stofnunarinnar.

OR kaupir fjórar vatnsveitur af Borgarfjarðarsveit

Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Borgarfjarðarsveit um kaup á fjórum vatnsveitum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé ræða veitur á Hvanneyri, í Bæjarsveit, á Kleppjárnsreykjum og í Reykholti.

Þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum orkusamninga

Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar.

Sjá næstu 50 fréttir