Innlent

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hófst með stóryrtri ræðu Halldórs

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir á Hótel Sögu. Fundur hófst klukkan fjögur með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Halldór sagði að sátt væri um að flokksþing verði haldið seinni hluta ágúst mánaðar. Tillaga þess efnis hefði stuðning hans, varaformannsins, framkvæmdarstjórnar flokksins og þingflokksins.

Halldór sagði misklíð innan flokksins hafa verið erfið en Framsóknarmenn kæmu þó út úr þeim átökum sterkari en áður. Framsóknarflokkurinn væri kjölfesta og lykilafl í íslenskum stjórnmálum. Halldór sagði að enginn gæti hafa notið starfa sinna til jafns við hann, sigurganga Framsóknarflokksins hæfist í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×