Innlent

Mikið um hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins

Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn MYND/GVA
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin hefst á mörgum stöðum með guðþjónstu en nú klukkan tíu hófst minningarathöfn Sjómannadagsins í Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Í Reykjavík verður í dag haldin Hátíð hafsins og er dagskráin fjölbreytt. Sjávarútvegsráðherra heldur sitt ávarp klukkan tvö en þetta er í fyrsta sinn sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, heldur slíkt ávarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×