Landhelgisgæslan stendur veiðiþjófa að verki 9. júní 2006 19:00 Polestar og Carmen MYND/Hafsteinn Heiðarsson flugmaður á Syn Eftirlitsflugvélin Syn var í flugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í dag þegar áhöfnin stóð flutningaskip að því að þjónusta sjóræningjaskipið Carmen. Flutningaskipið heitir Polestar og er skráð í Panama sem frystiskip. Er Syn flaug yfir skipin voru þau stödd 480 sjómílur frá Reykjavík eða 190 sjómílur frá mörkum efnahagslögsögu Íslands þar sem yfir 50 erlend skip eru að veiðum. Þar sem Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu tekur Landhelgisgæslan þátt í eftirliti með fiskveiðum á svæðinu. Greinilegt er að skipin reyna að athafna sig eins fjarri lögsögumörkum og hægt er til að verða síður staðin að verki. Annað sjóræningjaskip, Dolphin, lónaði mitt á milli úthafskarfaveiðiflotans og Polestar. Áhöfnin á Syn tilkynnti skipstjóra Polestar að ef það þjónustaði skip sem væri að veiðum án kvóta á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, færi það á svartan lista ráðsins og það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir skipið og útgerð þess. Skipstjórinn sagðist eingöngu vera að láta skipið hafa umbúðir. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort Polestar var að taka við afla frá Carmen eins og áhöfn Synjar grunaði en samkvæmt reglunum má ekki veita sjóræningjaskipum neina þjónustu, þar með talið að útvega því umbúðir. Skýrsla um málið verður send frá Landhelgisgæslunni til sjávarútvegsráðuneytisins sem kemur upplýsingunum á framfæri við aðalskrifstofu Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins í London. Flutningaskipið fer líklega á svartan lista NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins). Meðfylgjandi myndir tók Hafsteinn Heiðarsson flugmaður á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, en á myndunum má meðal annars sjá öflug fríholt utan á flutningaskipinu sem kemur í veg fyrir að skipin sláist saman í úthafsöldunni. Einnig má sjá á mynd nr. 4 að Carmen (minna skipið) hefur fært stjórnborðshlerann svo að hann valdi ekki skemmdum á flutningaskipinu þegar skipin liggja saman. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Eftirlitsflugvélin Syn var í flugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í dag þegar áhöfnin stóð flutningaskip að því að þjónusta sjóræningjaskipið Carmen. Flutningaskipið heitir Polestar og er skráð í Panama sem frystiskip. Er Syn flaug yfir skipin voru þau stödd 480 sjómílur frá Reykjavík eða 190 sjómílur frá mörkum efnahagslögsögu Íslands þar sem yfir 50 erlend skip eru að veiðum. Þar sem Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu tekur Landhelgisgæslan þátt í eftirliti með fiskveiðum á svæðinu. Greinilegt er að skipin reyna að athafna sig eins fjarri lögsögumörkum og hægt er til að verða síður staðin að verki. Annað sjóræningjaskip, Dolphin, lónaði mitt á milli úthafskarfaveiðiflotans og Polestar. Áhöfnin á Syn tilkynnti skipstjóra Polestar að ef það þjónustaði skip sem væri að veiðum án kvóta á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, færi það á svartan lista ráðsins og það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir skipið og útgerð þess. Skipstjórinn sagðist eingöngu vera að láta skipið hafa umbúðir. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort Polestar var að taka við afla frá Carmen eins og áhöfn Synjar grunaði en samkvæmt reglunum má ekki veita sjóræningjaskipum neina þjónustu, þar með talið að útvega því umbúðir. Skýrsla um málið verður send frá Landhelgisgæslunni til sjávarútvegsráðuneytisins sem kemur upplýsingunum á framfæri við aðalskrifstofu Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins í London. Flutningaskipið fer líklega á svartan lista NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins). Meðfylgjandi myndir tók Hafsteinn Heiðarsson flugmaður á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, en á myndunum má meðal annars sjá öflug fríholt utan á flutningaskipinu sem kemur í veg fyrir að skipin sláist saman í úthafsöldunni. Einnig má sjá á mynd nr. 4 að Carmen (minna skipið) hefur fært stjórnborðshlerann svo að hann valdi ekki skemmdum á flutningaskipinu þegar skipin liggja saman.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira