Ráðherraskipti einstök vegna fjölda 11. júní 2006 18:45 Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira