Fleiri fréttir Víðast góð færð Góð færð er víðast hvar um landið en þó eru hálkublettir á nokkrum stöðum. Vegfarendur sem eiga leið um Hellisheiði, Þrengsli og Vatnaleið ættu að vara sig á hálkublettum og sömu sögu er að segja á Hrafnseyrarheiði, í Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og í Víkurskarði og Oddskarði. 25.2.2006 09:24 Sóknarfæri í hestaútflutningi Landbúnaðarráðherra segir mikil sóknarfæri opnast í hestaútflutningi með undirritun samnings við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla. Að auki verða felldir niður tollar á hreindýrakjöti, tómötum, agúrkum og frosnu grænmeti svo eitthvað sé nefnt. 24.2.2006 23:15 Óásættanleg framkoma við aldraða Um fimmtíu pör fá ekki að eiga síðustu ævidagana saman af því þau fá ekki inni á sömu stofnun. Þetta er óásættanleg framkoma við eldri kynslóðina segir forseti Íslands. 24.2.2006 23:08 Mikil stemming hjá eldri borgurum Það var þétt setinn bekkurinn í Gerðubergi í dag þegar menningarhátíð eldri borgara var sett. Í salnum voru fleiri en eldri borgarar enda hefur verið unnið að því hörðum höndum í Breiðholtinu að brúa kynslóðabilið. 24.2.2006 23:06 Kaffið sötrið í kolniðamyrkri Gestir kaffihúss eins í miðbænum helltu í dag niður meira kaffi en almennt gerist og áttu í vandræðum með að finna góðgætið sem hafði verið borið á borð fyrir þá. Allt átti þetta sér þó eðlilegar skýringar eins. 24.2.2006 22:37 Einn maður slasaðist í bílveltu Einn maður slasaðist þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Fljótsdal. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum til hægri og við það kippt í stýrið með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum vinstra megin og valt niður bratta hlíð. Sjúkraflugvél frá Akureyri var send til að sækja manninn og að sögn vakthafi læknis á slysadeild Fjörðungssjúkrahússins á Akureyri er maðurinn fótbrotinn og með brotið herðablað og gengst nú undir aðgerð. 24.2.2006 22:30 Flestir komnir úr ungliðastarfinu Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 24.2.2006 22:29 Eins og beljur að vori Svo virðist sem vor sé í lofti því að sögn lögreglunnar á Blönduósi láta ökumenn nú eins og beljur að vori og gefa í. Tuttugu og átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af Blönduós lögreglu seinni partinn í dag og svo virðist sem öll flóran af ökumönnum auki hraðann eftir því sem nær dregur sumri. 24.2.2006 22:07 Vor á Vetrarhátíð Grasagarðurinn tekur nú í fyrsta skipti þátt í Vetrarhátíð og Safnanótt og skartar sínu fegursta í tilefni af því. Þar spretta laukar, þar gala gaukar og þar fara trén með ljóð fyrir gesti og gangandi. 24.2.2006 20:44 Engin samræmd stúdentspróf í vor Engin samræmd stúdentspróf verða í vor. Menntamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu á þingi um að samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum verði lögð niður í núverandi mynd. Starfshópur sem menntamálaráðherra setti á laggirnar var sammála um að leggja ætti niður núverandi fyrirkomulag á samræmdum stúdentsprófum og kanna ætti möguleikann á að tekin yrði upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf. 24.2.2006 19:30 Nýr fundur í kjaradeilu slökkviliðsmanna boðaður í fyrramálið Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefnd sveitarfélaganna hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið. Fyrsti fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara var í dag.Formaður LSS segir lítils skilnings gæta hjá viðsemhjendum á eðli að aðstæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 24.2.2006 18:53 Ætla að veita styrki til ættleiðinga Ríkisstjórnin ætlar að gera ráð fyrir styrkjum til fjölskyldna sem ættleiða börn erlendis frá, í fjárlagagerð fyrir árið 2007. 24.2.2006 18:45 Tvö hundruð bíða greiningar Um 200 börn bíða greiningar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vonir standa til að jafnvægi verði komi á biðlistann eftir tvö ár. Aldrei hafa fleiri greinst einhverfir en nú. 24.2.2006 18:45 Flugumferðastjórn útskrifar úr grunnnámi Þrettán útskrifuðust úr grunnnámi í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn í dag en það er fyrsta slíka útskrifin hér á landi í sjö ár. Meirihluti útskriftarnemanna er frá Kosovo. 24.2.2006 18:45 Baugsmálið kostar nærri 1.500 milljónir Málsvarnarlaun sexmenninganna sem ákærðir eru í Baugsmálinu, rannsóknarvinna, almannatengsl og annar kostnaður Baugs vegna málaferlanna.,- nema eitt þúsund og tvö hundruð milljónum króna. Kostaður hins opinbera vegna málsóknarinnar nemur að minnsta kosti 200 milljónum. 24.2.2006 18:44 Hvalveiðar hefjast að nýju Sjávarútvegsráðherra segir stefnt að hvalveiðum í atvinnuskyni og ákvörðun verði tekin áður en langt um líður. Fyrirvari sem Ísland setti um að hefja ekki veiðar að nýju er liðinn. Ráðherrann segir hvalveiðar stundaðar sem aldrei fyrr og þar séu Bandaríkin stórtækust. 24.2.2006 18:40 Dýrast í Garðabæ Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri. Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands. 24.2.2006 18:05 Sáttafundi lauk án árangurs Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land. 24.2.2006 17:35 Gæsluvarðhald framlengt vegna afmfetamínsmygls Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum vegna gruns um amfetamínsmygl. Gæsluvarðhald yfir öðrum manninum var framlengt til 7. apríl og yfir hinum til 2. mars. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun Litháa á fertugsaldri í farbann til tuttugasta og fjórða mars næstkomandi vegna málsins. 24.2.2006 17:05 Frítt dagblað kemur út í haust Dagsbrún stefnir á að hefja útgáfu nýs dagblaðs í Danmörku í haust blaðinu verður dreift frítt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagbrúnar, staðfesti þetta í viðtalið á fréttavaktinni eftir hádegi í dag. Búið er að stofna vinnuhóp til að kanna með hvaða leiðum hagkvæmast er að dreifa blaðinu. 24.2.2006 16:42 Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til Ákveðið hefur verið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum í núverandi mynd. Menntamálaráherra hyggst leggja fram frumvarp á vorþingi þar sem þetta verður lagt til. Ýmsir vankantar hafa verið á framkvæmd prófana að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu og hafa framhaldskólarnir átt í erfiðleikum með að bæta samræmdu prófunum við prófahald sem þar hefur tíðkast um árabil. 24.2.2006 15:47 Liggur þungt haldinn á gjörgæslu Maðurinn sem féll af þaki við Lyngás í Garðabæ í gærdag liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er með alvarlega áverka og er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn var við störf á þakinu þegar slysið átti sér stað. Vinnueftirltið vinnur nú að rannsókn málsins. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt. 24.2.2006 15:43 Ekki samstaða um hvort að vændiskaup eigi að vera refsiverð Ekki náðist samstaða um hvort gera ætti kaup á vændi refsiverð í starfshóp sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2004 og farið hefur yfir málið. Starfshópurinn kannaði mismunandi löggjöf um vændi á Norðurlöndum og víðar. 24.2.2006 15:32 Lithái úrskurðaður í farbann Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun Litháa á fertugsaldri í farbann til 24. mars næstkomandi vegna rannsóknar á amfetamínsmygli. Maðurinn er búsettur hér á landi. Gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum, sem einnig eru taldir tengjast málinu, rennur út klukkan fjögur í dag. Fyrir þann tíma verður tekin afstaða til þess hvort óskað verður eftir að það verði framlengt. 24.2.2006 13:09 Styrkir vegna ættleiðinga frá útlöndum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita styrki vegna ættleiðinga frá útlöndum frá og með næsta ári. Kostnaður para sem ættleiða börn erlendis frá er gjarnan um ein milljón króna. 24.2.2006 13:04 Banaslys í Garðabæ Stúlkan sem lést eftir að hafa orðið fyrir bíl á Bæjarbraut í Garðabæ fimmtánda þessa mánaðar hét Halla Margrét Ásgeirsdóttir. Minningarathöfn um Höllu Margréti fer fram í Vídalínskirkju klukkan 18 í dag. 24.2.2006 12:21 Rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Þegar hefur orðið rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í morgun þótt þeir hafi ekki gripið til formlegra hópaðgerða. Eftir því sem NFS kemst næst, mættu slökkvililðs- og sjúkraflutningamenn ekki á endurmennturnarnámskeið í morgun, en þar var skyldumæting. Þá hafa þeir hafanð yfirvinnu, en menn í yfirvinnu manna svonefnda dagbíla, sem eru tveir sjúkrabílar, sem flytja fólk á milli sjúkrahúsam á daginn vegna myndatöku og annara rannsókna. 24.2.2006 12:16 Félagsráðgjafar höfnuðu tilboði borgaryfirvalda Félagsráðgjafar höfnuðu í morgun tilboði borgaryfirvalda í kjaraviðræðum aðilanna og svöruðu með gagntilboði. Formaður stéttarfélags félagsráðgjafa segir mikið hafa borið í milli. 24.2.2006 12:08 Nýsköpunarverðlaunin ekki fyrir konur? Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir að sér virðist sem hvatningu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár hafa ekki verið beint til ungra kvenna. Verðlaunin voru veitt í gær og að þessu sinni voru þau gefin af Viðskiptaháskólanum. Fjögur verkefni voru tilnefnd og voru þau öll unnin af karlmönnum. Leiðbeinendur þeirra voru einnig karlar. 140 verkefni komu til greina. 24.2.2006 10:47 Meleyri lokað Einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga verður lokað innan skamms þar sem öllum 20 starfsmönnunum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp. Þá verða aðeins sex til sjö rækjuverksmiðjur eftir í rekstri hér á landi en þær voru 20 fyrir nokkrum árum. 24.2.2006 09:30 Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir í búsetumálum og hætta að skattpína þá, segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldriborgara í Reykjavík. 24.2.2006 09:30 Bæjarstjórinn tregur til að boxa 20-30 nemendur Háskólans á Akureyri afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri boxhanska á Akureyrarflugvelli í morgun. Bæjarstjórinn virtist tregur til að veita hönskunum viðtöku. 24.2.2006 09:20 Baugsmálið í dóm Ákæruliðirnir í Baugsmálinu snúa annars vegar að brotum á lögum um ársreikninga og hins vegar að brotum á tollalögum vegna innflutnings á bílum, en málið var dómtekið í gærkvöldi að lokinni aðalmeðferð. Dómarar hafa nú þrjár vikur til að kveða upp dóm. 24.2.2006 08:56 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu einróma í gær heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. 24.2.2006 08:46 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. 23.2.2006 22:01 Hlustað verði á óskir og þarfir aldraðra í búsetumálum Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir um búsetuúrræði og hætta að skattpína þá, segir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. 23.2.2006 23:45 Erilsamt hjá lögreglunni í Hafnarfirði Maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann féll af þaki við Lyngás í Garðabæ um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á gjörgæsludeild . 23.2.2006 22:35 Stefnir í verkfall slökkviliðsmanna Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum sveitarfélaga og slökkviliðsmanna, sem hyggjast óska eftir heimild til verkfallsboðunar á stéttarfundum víða um land í kvöld. Formaður samninganefndarinnar segir þolinmæði slökkviliðsmanna á þrotum. Heimildir NFS herma að slökkviliðsmenn íhugi að vinna ekki yfirvinnu á næstu dögum, sem er stór hluti af starfi þeirra. 23.2.2006 22:15 Ný tækni til að lina þjáningar íþróttamanna SPORT-COOL hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag. Um er að ræða nýja tækni til að lina þjáningar íþróttamanna. 23.2.2006 22:06 Lést af slysförum Stúlkan, sem varð fyrir bíl í Garðabæ þann15. þessa mánaðar er látin. Hún var fædd árið 1990 og var nemi í Garðaskóla í Garðabæ. Stúlkan var á leið yfir gangbraut á Bæjarbraut í Garðabæ þegar slysið varð. Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi blindast af sól þegar slysið varð. Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni það sem af er þessu ári. 23.2.2006 22:03 Hjálmar Árnason fékk hjartaáfall í nótt Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, fékk hjartaáfall í nótt. Hann gekkst undir hjartaþræðingu á Landspítalanum í dag og mun vera úr allri hættu. Tilkynnt var við upphaf þingfundar í morgun að hann yrði frá þingstörfum í nokkrar vikur. Ísólfur Gylfi Pálmason er varamaður hans á þingi. 23.2.2006 21:45 Valgerður segir áhrif stóiðju ofmetin Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir áhrif stóriðju ofmetin í íslensku efnahagslífi. Ráðherrann segir þensluna helst stafa af útlánaaukningu bankanna. Þá segir hann ekki rúm fyrir allar þrjár stórframkvæmdirnar sem mest sé rætt um. Ekki verði á næstu tíu árum reist álver í Helguvík ef stækkað verði í Straumsvík. 23.2.2006 21:30 Ellefu ára fangelsi fyrir morð Magnús Einarsson var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að bana konunni sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir Magnúsi um tvö ár. Magnús var ákærður fyrir að bregða þvottasnúru um háls Sæunnar á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi og þrengja síðan að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Börn þeirra tvö voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Magnús játaði að hafa banað konu sinni, en afbrýðisemi vegna framhjálds konu hans hafi valdið því að hann missti stjórn á sér. 23.2.2006 21:04 Vetrarhátíð sett kl. 20 í beinni á NFS Fimmta Vetrarhátíðin í Reykjavík hefst í kvöld kl. 20 á Austurvelli þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur hátíðina. Sýnt verður beint frá setningunni á NFS. Búast má við litskrúðugum gjörningi í kjölfarið þar sem öllu ægir saman, Vetri konungi, ljósum, risatrommum, dönsum og eldi. 23.2.2006 19:15 Málflutningi í Baugsmálinu lokið Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna. 23.2.2006 19:04 Sjá næstu 50 fréttir
Víðast góð færð Góð færð er víðast hvar um landið en þó eru hálkublettir á nokkrum stöðum. Vegfarendur sem eiga leið um Hellisheiði, Þrengsli og Vatnaleið ættu að vara sig á hálkublettum og sömu sögu er að segja á Hrafnseyrarheiði, í Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og í Víkurskarði og Oddskarði. 25.2.2006 09:24
Sóknarfæri í hestaútflutningi Landbúnaðarráðherra segir mikil sóknarfæri opnast í hestaútflutningi með undirritun samnings við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla. Að auki verða felldir niður tollar á hreindýrakjöti, tómötum, agúrkum og frosnu grænmeti svo eitthvað sé nefnt. 24.2.2006 23:15
Óásættanleg framkoma við aldraða Um fimmtíu pör fá ekki að eiga síðustu ævidagana saman af því þau fá ekki inni á sömu stofnun. Þetta er óásættanleg framkoma við eldri kynslóðina segir forseti Íslands. 24.2.2006 23:08
Mikil stemming hjá eldri borgurum Það var þétt setinn bekkurinn í Gerðubergi í dag þegar menningarhátíð eldri borgara var sett. Í salnum voru fleiri en eldri borgarar enda hefur verið unnið að því hörðum höndum í Breiðholtinu að brúa kynslóðabilið. 24.2.2006 23:06
Kaffið sötrið í kolniðamyrkri Gestir kaffihúss eins í miðbænum helltu í dag niður meira kaffi en almennt gerist og áttu í vandræðum með að finna góðgætið sem hafði verið borið á borð fyrir þá. Allt átti þetta sér þó eðlilegar skýringar eins. 24.2.2006 22:37
Einn maður slasaðist í bílveltu Einn maður slasaðist þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Fljótsdal. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum til hægri og við það kippt í stýrið með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum vinstra megin og valt niður bratta hlíð. Sjúkraflugvél frá Akureyri var send til að sækja manninn og að sögn vakthafi læknis á slysadeild Fjörðungssjúkrahússins á Akureyri er maðurinn fótbrotinn og með brotið herðablað og gengst nú undir aðgerð. 24.2.2006 22:30
Flestir komnir úr ungliðastarfinu Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 24.2.2006 22:29
Eins og beljur að vori Svo virðist sem vor sé í lofti því að sögn lögreglunnar á Blönduósi láta ökumenn nú eins og beljur að vori og gefa í. Tuttugu og átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af Blönduós lögreglu seinni partinn í dag og svo virðist sem öll flóran af ökumönnum auki hraðann eftir því sem nær dregur sumri. 24.2.2006 22:07
Vor á Vetrarhátíð Grasagarðurinn tekur nú í fyrsta skipti þátt í Vetrarhátíð og Safnanótt og skartar sínu fegursta í tilefni af því. Þar spretta laukar, þar gala gaukar og þar fara trén með ljóð fyrir gesti og gangandi. 24.2.2006 20:44
Engin samræmd stúdentspróf í vor Engin samræmd stúdentspróf verða í vor. Menntamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu á þingi um að samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum verði lögð niður í núverandi mynd. Starfshópur sem menntamálaráðherra setti á laggirnar var sammála um að leggja ætti niður núverandi fyrirkomulag á samræmdum stúdentsprófum og kanna ætti möguleikann á að tekin yrði upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf. 24.2.2006 19:30
Nýr fundur í kjaradeilu slökkviliðsmanna boðaður í fyrramálið Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefnd sveitarfélaganna hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið. Fyrsti fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara var í dag.Formaður LSS segir lítils skilnings gæta hjá viðsemhjendum á eðli að aðstæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 24.2.2006 18:53
Ætla að veita styrki til ættleiðinga Ríkisstjórnin ætlar að gera ráð fyrir styrkjum til fjölskyldna sem ættleiða börn erlendis frá, í fjárlagagerð fyrir árið 2007. 24.2.2006 18:45
Tvö hundruð bíða greiningar Um 200 börn bíða greiningar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vonir standa til að jafnvægi verði komi á biðlistann eftir tvö ár. Aldrei hafa fleiri greinst einhverfir en nú. 24.2.2006 18:45
Flugumferðastjórn útskrifar úr grunnnámi Þrettán útskrifuðust úr grunnnámi í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn í dag en það er fyrsta slíka útskrifin hér á landi í sjö ár. Meirihluti útskriftarnemanna er frá Kosovo. 24.2.2006 18:45
Baugsmálið kostar nærri 1.500 milljónir Málsvarnarlaun sexmenninganna sem ákærðir eru í Baugsmálinu, rannsóknarvinna, almannatengsl og annar kostnaður Baugs vegna málaferlanna.,- nema eitt þúsund og tvö hundruð milljónum króna. Kostaður hins opinbera vegna málsóknarinnar nemur að minnsta kosti 200 milljónum. 24.2.2006 18:44
Hvalveiðar hefjast að nýju Sjávarútvegsráðherra segir stefnt að hvalveiðum í atvinnuskyni og ákvörðun verði tekin áður en langt um líður. Fyrirvari sem Ísland setti um að hefja ekki veiðar að nýju er liðinn. Ráðherrann segir hvalveiðar stundaðar sem aldrei fyrr og þar séu Bandaríkin stórtækust. 24.2.2006 18:40
Dýrast í Garðabæ Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri. Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands. 24.2.2006 18:05
Sáttafundi lauk án árangurs Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land. 24.2.2006 17:35
Gæsluvarðhald framlengt vegna afmfetamínsmygls Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum vegna gruns um amfetamínsmygl. Gæsluvarðhald yfir öðrum manninum var framlengt til 7. apríl og yfir hinum til 2. mars. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun Litháa á fertugsaldri í farbann til tuttugasta og fjórða mars næstkomandi vegna málsins. 24.2.2006 17:05
Frítt dagblað kemur út í haust Dagsbrún stefnir á að hefja útgáfu nýs dagblaðs í Danmörku í haust blaðinu verður dreift frítt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagbrúnar, staðfesti þetta í viðtalið á fréttavaktinni eftir hádegi í dag. Búið er að stofna vinnuhóp til að kanna með hvaða leiðum hagkvæmast er að dreifa blaðinu. 24.2.2006 16:42
Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til Ákveðið hefur verið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum í núverandi mynd. Menntamálaráherra hyggst leggja fram frumvarp á vorþingi þar sem þetta verður lagt til. Ýmsir vankantar hafa verið á framkvæmd prófana að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu og hafa framhaldskólarnir átt í erfiðleikum með að bæta samræmdu prófunum við prófahald sem þar hefur tíðkast um árabil. 24.2.2006 15:47
Liggur þungt haldinn á gjörgæslu Maðurinn sem féll af þaki við Lyngás í Garðabæ í gærdag liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er með alvarlega áverka og er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn var við störf á þakinu þegar slysið átti sér stað. Vinnueftirltið vinnur nú að rannsókn málsins. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt. 24.2.2006 15:43
Ekki samstaða um hvort að vændiskaup eigi að vera refsiverð Ekki náðist samstaða um hvort gera ætti kaup á vændi refsiverð í starfshóp sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2004 og farið hefur yfir málið. Starfshópurinn kannaði mismunandi löggjöf um vændi á Norðurlöndum og víðar. 24.2.2006 15:32
Lithái úrskurðaður í farbann Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun Litháa á fertugsaldri í farbann til 24. mars næstkomandi vegna rannsóknar á amfetamínsmygli. Maðurinn er búsettur hér á landi. Gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum, sem einnig eru taldir tengjast málinu, rennur út klukkan fjögur í dag. Fyrir þann tíma verður tekin afstaða til þess hvort óskað verður eftir að það verði framlengt. 24.2.2006 13:09
Styrkir vegna ættleiðinga frá útlöndum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita styrki vegna ættleiðinga frá útlöndum frá og með næsta ári. Kostnaður para sem ættleiða börn erlendis frá er gjarnan um ein milljón króna. 24.2.2006 13:04
Banaslys í Garðabæ Stúlkan sem lést eftir að hafa orðið fyrir bíl á Bæjarbraut í Garðabæ fimmtánda þessa mánaðar hét Halla Margrét Ásgeirsdóttir. Minningarathöfn um Höllu Margréti fer fram í Vídalínskirkju klukkan 18 í dag. 24.2.2006 12:21
Rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Þegar hefur orðið rask á þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í morgun þótt þeir hafi ekki gripið til formlegra hópaðgerða. Eftir því sem NFS kemst næst, mættu slökkvililðs- og sjúkraflutningamenn ekki á endurmennturnarnámskeið í morgun, en þar var skyldumæting. Þá hafa þeir hafanð yfirvinnu, en menn í yfirvinnu manna svonefnda dagbíla, sem eru tveir sjúkrabílar, sem flytja fólk á milli sjúkrahúsam á daginn vegna myndatöku og annara rannsókna. 24.2.2006 12:16
Félagsráðgjafar höfnuðu tilboði borgaryfirvalda Félagsráðgjafar höfnuðu í morgun tilboði borgaryfirvalda í kjaraviðræðum aðilanna og svöruðu með gagntilboði. Formaður stéttarfélags félagsráðgjafa segir mikið hafa borið í milli. 24.2.2006 12:08
Nýsköpunarverðlaunin ekki fyrir konur? Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir að sér virðist sem hvatningu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár hafa ekki verið beint til ungra kvenna. Verðlaunin voru veitt í gær og að þessu sinni voru þau gefin af Viðskiptaháskólanum. Fjögur verkefni voru tilnefnd og voru þau öll unnin af karlmönnum. Leiðbeinendur þeirra voru einnig karlar. 140 verkefni komu til greina. 24.2.2006 10:47
Meleyri lokað Einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga verður lokað innan skamms þar sem öllum 20 starfsmönnunum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp. Þá verða aðeins sex til sjö rækjuverksmiðjur eftir í rekstri hér á landi en þær voru 20 fyrir nokkrum árum. 24.2.2006 09:30
Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir í búsetumálum og hætta að skattpína þá, segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldriborgara í Reykjavík. 24.2.2006 09:30
Bæjarstjórinn tregur til að boxa 20-30 nemendur Háskólans á Akureyri afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri boxhanska á Akureyrarflugvelli í morgun. Bæjarstjórinn virtist tregur til að veita hönskunum viðtöku. 24.2.2006 09:20
Baugsmálið í dóm Ákæruliðirnir í Baugsmálinu snúa annars vegar að brotum á lögum um ársreikninga og hins vegar að brotum á tollalögum vegna innflutnings á bílum, en málið var dómtekið í gærkvöldi að lokinni aðalmeðferð. Dómarar hafa nú þrjár vikur til að kveða upp dóm. 24.2.2006 08:56
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu einróma í gær heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. 24.2.2006 08:46
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. 23.2.2006 22:01
Hlustað verði á óskir og þarfir aldraðra í búsetumálum Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir um búsetuúrræði og hætta að skattpína þá, segir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. 23.2.2006 23:45
Erilsamt hjá lögreglunni í Hafnarfirði Maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann féll af þaki við Lyngás í Garðabæ um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á gjörgæsludeild . 23.2.2006 22:35
Stefnir í verkfall slökkviliðsmanna Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum sveitarfélaga og slökkviliðsmanna, sem hyggjast óska eftir heimild til verkfallsboðunar á stéttarfundum víða um land í kvöld. Formaður samninganefndarinnar segir þolinmæði slökkviliðsmanna á þrotum. Heimildir NFS herma að slökkviliðsmenn íhugi að vinna ekki yfirvinnu á næstu dögum, sem er stór hluti af starfi þeirra. 23.2.2006 22:15
Ný tækni til að lina þjáningar íþróttamanna SPORT-COOL hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag. Um er að ræða nýja tækni til að lina þjáningar íþróttamanna. 23.2.2006 22:06
Lést af slysförum Stúlkan, sem varð fyrir bíl í Garðabæ þann15. þessa mánaðar er látin. Hún var fædd árið 1990 og var nemi í Garðaskóla í Garðabæ. Stúlkan var á leið yfir gangbraut á Bæjarbraut í Garðabæ þegar slysið varð. Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi blindast af sól þegar slysið varð. Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni það sem af er þessu ári. 23.2.2006 22:03
Hjálmar Árnason fékk hjartaáfall í nótt Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, fékk hjartaáfall í nótt. Hann gekkst undir hjartaþræðingu á Landspítalanum í dag og mun vera úr allri hættu. Tilkynnt var við upphaf þingfundar í morgun að hann yrði frá þingstörfum í nokkrar vikur. Ísólfur Gylfi Pálmason er varamaður hans á þingi. 23.2.2006 21:45
Valgerður segir áhrif stóiðju ofmetin Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir áhrif stóriðju ofmetin í íslensku efnahagslífi. Ráðherrann segir þensluna helst stafa af útlánaaukningu bankanna. Þá segir hann ekki rúm fyrir allar þrjár stórframkvæmdirnar sem mest sé rætt um. Ekki verði á næstu tíu árum reist álver í Helguvík ef stækkað verði í Straumsvík. 23.2.2006 21:30
Ellefu ára fangelsi fyrir morð Magnús Einarsson var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að bana konunni sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir Magnúsi um tvö ár. Magnús var ákærður fyrir að bregða þvottasnúru um háls Sæunnar á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi og þrengja síðan að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Börn þeirra tvö voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Magnús játaði að hafa banað konu sinni, en afbrýðisemi vegna framhjálds konu hans hafi valdið því að hann missti stjórn á sér. 23.2.2006 21:04
Vetrarhátíð sett kl. 20 í beinni á NFS Fimmta Vetrarhátíðin í Reykjavík hefst í kvöld kl. 20 á Austurvelli þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur hátíðina. Sýnt verður beint frá setningunni á NFS. Búast má við litskrúðugum gjörningi í kjölfarið þar sem öllu ægir saman, Vetri konungi, ljósum, risatrommum, dönsum og eldi. 23.2.2006 19:15
Málflutningi í Baugsmálinu lokið Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna. 23.2.2006 19:04