Innlent

Styrkir vegna ættleiðinga frá útlöndum

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, lagði málið fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, lagði málið fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. MYND/Gunnar V. Andrésson

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita styrki vegna ættleiðinga frá útlöndum frá og með næsta ári.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði þetta til. Hugmyndin er að styrkir verði svipaðir og annars staðar á Norðurlöndum, þar sem þeir nema frá 200 til 500 þúsund krónum.

Kostnaður para sem ættleiða börn erlendis frá er gjarnan um ein milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×